Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 42

Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 42
42 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Kjartan Þorbjörnsson (Golli) fékk starf sem ljós- myndari í sumarafleys- ingum á Morgunblaðinu 1993. Áður hafði hann unn- ið sem ljósmyndari á dag- blaðinu Degi á Akureyri frá árinu 1990. Hann lærði síðan ljósmyndun í Gautaborg og fastréð sig að loknu námi á ljósmynda- deild Morgunblaðsins 1996. Hamfarahlaupið Þegar eldgos hófst í Grímsvötnum 29. september 1996 keyrði ég á ógnarhraða að Skeiðarársandi því von var á miklu jökulhlaupi. Tæpri viku seinna var ég leystur af við biðina því ekkert bólaði á hlaupinu. Mánuði seinna fór þó allt af stað. Við Morg- unblaðsmenn flugum fyrstir inn á svæðið og urðum forviða að sjá þann jötunkraft og þá eyðileggingu sem flóðið olli. Rax var í annarri flugvél rétt á eftir okkur en var einn um borð og átti í erfiðleikum með að mynda og fljúga samtímis. Við ákáðum í sameiningu að hann skyldi fljúga mjög lágt en við hærra og nota hans flugvél sem stærðarviðmið. Þetta var ótrúlegt sjónarspil sem aldrei gleymist. Nýtt líf Í lok náms míns í Sví- þjóð vorið 1996, komst ég í samband við tví- tugan mann, Halldór Bjarna Óskarsson, sem hafði verið veikur frá fæðingu. Hann hafði þá nýlega flust úr íslenskri sveit til Gautaborgar og þurfti að bíða þar eftir nýju hjarta og nýjum lungum. Ljósmynda- hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir stórar sögur af venjulegu fólki. Fólki sem þarf að hafa meira fyrir hlutunum en geng- ur og gerist. Halldóri og fjölskyldu hans fylgdi ég eftir í tæpt ár með hléum. Var í stöðugu sambandi eftir að ég flutti heim og flaug aft- ur út þegar kallið kom. Þessi tiltekna mynd er tekin á gjörgæslu í Sví- þjóð, þar sem ég var fluga á vegg í heila viku. Örfáum klukku- tímum eftir að búið var skipta um hjarta og lungu í Halldóri fengu foreldrar hans að hitta hann í fyrsta sinn. Móð- irin greip um hönd hans og hvíslaði: „Halldór minn, læknirinn sagði að þú hefðir fengið ung og hraust líffæri.“ Ógleymanlegt. Golli Barátta Krumma við krabba Heimildaljósmyndun er miklu meira en vinna, hún er lífsstíll. Ég hef nú í fjögur ár ver- ið áhorfandi, og í seinni tíð þátttakandi, í lífi Gunnars Hrafns Sveinssonar sem þriggja ára greindist með hvítblæði. Ég fylgdist með honum og fjölskyldu hans í strangri lyfjameðferð og í gegnum alla þá erfiðleika sem fylgdu. Hundruð mynda munu í framtíðinni verða hans einu minningar um veikindin. Þessi mynd af Gunnari í fangi Signýjar móður sinnar er partur af því verki sem ég er stoltastur af.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.