Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Fyrsta fréttamyndin Ég var í Tækniskólanum að læra rafvirkjun og átti myndavél og lögguskanna eins og margir strák- ar á þeim árum. Ég var inni í Laug- arnesi 19. september 1979 og tók mynd af lögreglunni fjarlægja hesthaust sem settur hafði verið á níðstöng. Ég brunaði með mynd- ina á Morgunblaðið og hitti Björn Jóhannsson fréttastjóra. Hann tók mér opnum örmum og hvatti mig til að koma með sem flestar mynd- ir. Myndin birtist daginn eftir en það gleymdist að merkja hana ljósmyndaranum! Næstu fjögur ár- in tók ég fjölda mynda sem lausa- maður. Eftir að ég lauk náminu æxluðust málin þannig að ég end- aði á Morgunblaðinu vorið 1984 sem ljósmyndari í stað þess að fara að vinna sem rafvirki. Á vakt í Pittsburgh Ég fór ásamt Guðna Einarssyni blaðamanni til Pittsburgh í Bandaríkjunum sumarið 1999. Þar kynntum við okkur framhaldsnám íslenskra sjúkraflutningamanna í bráðatækni. Þetta var ævintýraferð. Við brunuðum um götur borg- arinnar með varðstjóra og bráðatækni hjá sjúkraflutningum borgarinnar. Í umdæmi hans voru sjö sjúkrabílastöðvar og mætti hann allt- af á vettvang þegar stór atvik urðu. Hann sló aldrei af í neyðarakstrinum. Við fórum í útköll jafnt í skuggahverfi og glæsihverfi og fengum að kynnast sjúkraflutningum með þyrlum og bátadeild bráðatækna í Pittsburgh. F.v.: Sig- urjón Valmundarson, þá nemi í bráðatækni, Lárus Petersen bráðatæknir, Jason Bahm lög- reglumaður, Dan Capatolla bráðatæknir, og John H. Soderberg, bráðatæknir og kafari. Söguleg mótmæli Ég tók mikið af myndum þegar mótmælin í miðborg Reykjavíkur stóðu sem hæst veturinn 2008 til 2009. Sá tími er mér ákaflega minnis- stæður og allt í kringum mótmælin. Ég dáðist mikið að jafnaðargeði og stillingu lögreglu- mannanna sem voru grýttir dag eftir dag, hellt yfir þá skyri og ýmsu öðru fyrstu daga mót- mælanna. Næstu vikurnar var maður jafnt dag og nótt í miðbænum að mynda mótmælin. Júlíus Sigurjónsson Júlíus Sigurjónsson byrjaði sem lausamaður í ljósmyndun fyrir Morgunblaðið 20. september 1979. Hann var ráðinn ljósmyndari Morg- unblaðsins 2. maí 1984. Frétta- myndir þar sem lögregla og slökkvilið koma við sögu hafa lengi verið sérsvið Júlíusar og hefur hann aflað sér mikillar reynslu á því sviði. Júlíus er einnig verkstjóri á ljósmyndadeild blaðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.