Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 52

Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 52
„Vikurit til fróðleiks og skemmtunar“ Morgunblaðið/Ól. K. M. Árni Óla (t.v.) var blaðamaður á Morgunblaðinu í hálfa öld. Hann var umsjónarmaður Lesbókar frá ársbyrjun 1926 til 1962. Hér ráðgast hann við Jóhannes Kjarval listmálara. Fróðleiksþættir Árna Óla fylla mörg bindi. Þ að var alger nýjung í ís- lenskri blaðasögu þegar Lesbók var hleypt af stokkunum sem fylgiriti Morgunblaðsins,“ segir Árna Óla í endurminningum sínum, Erill og ferill blaðamanns hjá Morgunblaðinu um hálfa öld (1963). Árni, sem var umsjónarmaður Les- bókar nánast frá upphafi og fram til 1962, segir að fyrr á tíð hafi blöðin látið skilvísa áskrifendur fá sér- prentanir af neðanmálssögum í kaupbæti. En Lesbókin hafi verið annars eðlis. Hún var „vikurit, til fróðleiks og skemmtunar, og fylgdi Morgunblaðinu sem kaupbætir þess“. Segir hann að hún hafi snemma orðið eitt vinsælasta efni blaðsins. Hún var í minna broti en Morgunblaðið og söfnuðu margir henni og létu binda inn. Eintök af Lesbók hafa því varðveist betur en blaðið sjálft. Kom út í 84 ár Lesbókin hóf göngu sína í október 1925 og kom út samfleytt í 84 ár. Útgáfunni var hætt af fjárhags- ástæðum haustið 2009. Fyrstu ára- tugina var efni blaðsins að drjúgum hluta þjóðlegur fróðleikur og ýmiss konar smælki um frægt fólk í út- löndum. Margir lögðu hönd á plóg- inn við skrif í blaðið, en óhætt er að segja að umsjónarmaðurinn, Árni Óla, hafi verið afkastamestur. Hafa fróðleiksþættir hans úr Lesbók ver- ið birtir á bókum sem fylla mörg bindi. Greinar Árna um gömul hús í Reykjavík voru mikið lesnar og með þeim og fleiri greinum varð- veitti hann mikinn fróðleik sem ella hefði farið forgörðum. Smásögur og ljóð Í Lesbók birtust einnig smásögur og ljóð. Fyrstu smásöguna birti Kristján Albertsson þegar á fyrsta árinu. Ljóðin sem Lesbók birti voru lengst af ort á hefðbundinn hátt með rími og ljóðstöfum, en árið 1926 var brotið í blað með birtingu framúrstefnuljóðs eftir ungt og efnilegt skáld, Halldór Kiljan Lax- ness. Ekki er ólíklegt að ýmsum lesendum hafi þótt Lesbók þarna orðin helsti djörf í efnisvali! Lax- ness lagði Lesbókinni oft til efni af ýmsu tagi næstu árin. Annað þekkt skáld sem frumbirti ljóð á síðum Lesbókar var Einar Benediktsson. Þegar hann dvaldi í Túnis sumarið 1931 sendi hann blaðinu til birt- ingar kvæðið Jöklajörð. Þekktir menningarfrömuðir kvöddu sér einnig hljóðs í Lesbók á fyrstu árum hennar. Meðal þeirra var Sigurður Nordal. Frumbirti Lesbók til dæmis grein hans Mál- frelsi árið 1926. Þar fjallar Nordal um íslenska tungu, sérstöðu henn- ar, styrkleika og veikleika. Hann heldur því fram að í íslensku sé kostur á meiri ritsnilld en í flestum öðrum tungumálum. Nokkur frægustu viðtöl Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morg- unblaðsins, birtust í Lesbók. Valtýr var brautryðjandi viðtalsformsins í íslenskri blaðamennsku. Fyrsta við- talið birti hann undir dulnefni, var þá að þreifa sig áfram með formið. Valtýr birti einnig nokkrar smásög- ur á síðum Lesbókar undir höfund- arnafninu Hrólfur Kárason. Árið 1962 voru gerðar miklar breytingar á Lesbók. Stækkaði brot hennar og efnið varð fjölbreyttara. Þjóðlega fróðleiknum var haldið, en aukið við efnisflokkum á menning- arsviði, viðtölum við listafólk, um- fjöllun um arkitektúr, húsbúnað, hönnun og tísku. Þá hóf göngu sína Rabb Lesbókar, pistill sem fljótlega varð eitt vinsælasta efni blaðsins. Var þar fjallað um allt á milli him- ins og jarðar, en þó mest um menn- ingarmál. Sigurður A. Magnússon (SAM), þá blaðamaður á Lesbók, skrifaði rabbið gjarnan fyrstu árin. Hann kvað oft fast að orði og vöktu skrif hans meiri athygli en annarra pistlahöfunda, enda fetaði hann ekki troðnar slóðir flokkspólitískra viðhorfa í menningarmálum eins og algengt var í dagblöðum á þessum tíma þegar blöðin voru öll meira eða minna tengd ákveðnum stjórn- málaflokkum. Margir þjóðkunnir menn lögðu síðan orð í belg í Rabb- inu. Haraldur Hamar tók við umsjón Lesbókar þegar breytingin var gerð 1962. Til liðs við hana komu þá einnig Ingimar Erlendur Sigurðs- son og hjónin Jón Hnefill Aðal- steinsson og Svava Jakobsdóttir. Árið 1967 varð Gísli Sigurðsson um- sjónarmaður Lesbókar og var hann einn fastráðinn við blaðið. Hann Gísli Sigurðsson ritstýrði Les- bók frá 1962 til 2000. Í hans tíð varð hún eitt helsta menn- ingarrit landsins. Þröstur Helgason var umsjón- armaður Lesbókar síðustu árin sem blaðið kom út. Lesbók eftir breyting- arnar 1962. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Lesbókin var vettvangur fyrir fróðleik og menningu og fylgdi Morgunblaðinu vikulega. Eins og Matthías Johannessen komst að orði fyllti Lesbókin upp í „tómarúm í hávaðasömu, fjölnismannalausu og lágreistu poppsamfélagi“. Lesbók eins og hún leit út síð- ustu árin. Útgáf- unni var hætt 2009. Morgunblaðið/Ól.K.M. Á ritstjórn Morgunblaðsins árið 1958. Haraldur Hamar, sem varð umsjón- armaður Lesbókar 1962, Matthías Johannessen, Sigurður A. Magnússon og Þorbjörn Guðmundsson. Lesbókin kom vikulega út frá 1925 til 2009. Lesbók eftir breyt- ingar 1996. Lesbók eftir breyt- ingar 1984. Forsíða fyrstu Lesbók- arinnar, 1925. 52 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.