Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 67
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 67 maður á Morgunblaðinu í meira en fjóra áratugi, frá 1964 og fram á sumar 2006, er hann fór á eft- irlaun að eigin ósk. Hann er nú 73 ára gamall. Lengst af var Magnús fréttastjóri innlendra frétta, en síðustu árin var hann fulltrúi rit- stjóra og hafði umsjón með að- sendum greinum til blaðsins. Í landhelgisstríðunum Á áttunda áratugnum eftir út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 mílur var landhelgismálið eitt helsta fréttaefnið. Var umfjöllun um það á könnu Magnúsar og leiddi hann í mörg ævintýri. Hann var til dæmis ásamt breskum sjón- varpsmönnum um borð í varðskip- inu Þór í ársbyrjun 1976 þegar freigátan Andromeda keyrði á skipið og laskaði það talsvert. Hlaust af því gífurlegt uppnám í samskiptum Breta og Íslendinga. Bretar neituðu sök en þeirra eigin sjónvarpsmenn gátu staðfest með myndum að þarna hafði viljandi verið lagt til atlögu við langtum minna skip og mannslífum stefnt í voða. Magnús var vitni að atvikinu og kveðst hafa verið agndofa af undrun yfir offorsi og magnaðri ófyrirleitni yfirmanns freigátunnar þegar hann gerði aftur og aftur tilraunir til að sigla á Þór. Klippum beitt Annað atvik um borð í Þór, að þessu sinni í landhelgisdeilunni vorið 1973, er Magnúsi ekki síður ofarlega í huga. Þá fékk hann að sjá í fyrsta sinn frægt leynivopn Landhelgisgæslunnar, togv- íraklippurnar sem beitt var á botnvörpur bresku togaranna þeg- ar þeir neituðu að hlýða fyr- irmælum og fara út úr landhelg- inni. Magnús hafði farið á miðin ásamt fleiri blaðamönnum með varðskipinu Óðni, en þegar komið var á Reykjanesröstina þar sem fjöldi breskra togara var að ólög- legum veiðum, bauð góðkunningi Magnúsar, Helgi Hallvarðsson skipherra á Þór, sem einnig var á staðnum, að Magnús skyldi sóttur og fluttur á gúmmíbáti milli varð- skipanna. „Þegar um borð í Þór var komið sagði Helgi formálalaust við mig að ekki langt fyrir austan okkur væri siglutrjáaskógur breskra tog- ara og nú fengi ég að sjá hvernig klippt væri aftan úr togara,“ segir Magnús. Klippt á togvíra Helgi stóð við það. Fann breskan togara sem ekki hafði fylgt fyrir- skipun um að hífa upp veiðarfæri sín og klippti þau miskunnarlaust af. Ætlast hafði verið til þess að farið væri varlega í slíkar aðgerðir því reynt var að semja um lausn landhelgisdeilunnar. Hraðskeyti barst nú til varðskipsins frá for- stjóra Landhelgisgæslunnar í Reykjavík „Hvers vegna klippt- irðu?“ Magnús varð vitni að um- búðalausu svari Helga skipherra: „Hann átti það skilið!“ Bresku togaraskipstjórarnir sem hlýtt höfðu fyrirmælunum sáu hvað gerðist og tóku sig saman og streymdu að Þór, greinilega í þeim tilgangi að vinna skipinu tjón. „Við ofurefli var að etja en varðskipinu tókst hins vegar að forða sér á hraðri siglingu inn fyrir gömlu 12 mílna landhelgina og hættu þeir þá eftirförinni,“ segir Magnús. Hleranir í Moskvu Magnús er minnisstæð ferð á veg- um Morgunblaðsins til Moskvu haustið 1977 þegar Geir Hall- grímsson forsætisráðherra var þar í opinberri heimsókn. Úr þeirri ferð komu margar fréttir sem at- hygli vöktu. Var meðal annars upplýst um hleranir sovésku leyni- þjónustunnar í íslenska sendi- ráðinu í borginni. Magnús reyndi að ná viðtali við mannréttindafrömuðinn Andrei Sakharov, en tókst ekki að hafa uppi á honum. Sögðu Sovétmenn honum að slíkt viðtal yrði illa séð, gæti spillt árangri ferðar forsætis- ráðherra. „Þeir litu svo á að við blaðamennirnir værum á einhvern hátt hluti af hinni opinberri sendi- nefnd frá Íslandi og því væri hægt að tala svona við okkur. Það sýndu þeir líka með sérstöku örlæti við mig og Eið Guðnason, sem þarna var á vegum Sjónvarpsins, og leyfðu okkur aldrei að taka upp veskin, borguðu allar veitingar fyrir okkur og sögðu að ekki kæmi annað til greina.“ ’Þegar um borð í Þór var komið sagði Helgi for-málalaust við mig að ekki langt fyrir austan okkurværi siglutrjáaskógur breskra togara og nú fengi ég að sjá hvernig klippt væri aftan úr togara … Við ofurefli var að etja en varðskipinu tókst hins vegar að forða sér á hraðri siglingu inn fyrir gömlu 12 mílna landhelgina og hættu þeir þá eftirförinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.