Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 68

Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 68
68 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 B rúnin lyftist á Freysteini Jóhannssyni þegar hann sér Ragnar Axelsson ljósmyndara í gættinni. Freysteinn var blaða- maður og fréttastjóri á Morgun- blaðinu í rösk fjörutíu ár og við að sjá Ragnar hrúgast upp minningar. „Ég veit ekki hve oft ég blótaði Freysteini fyrir að senda mig út í eitthvert óveðrið,“ segir Ragnar. „En alltaf náðist myndin.“ Eitt sinn hringdi Freysteinn í Ragnar. Þá hafði leit staðið lengi yfir að flugvél, sem fórst á Arnarvatns- heiði skammt frá Fornahvammi sum- arið 1981 og var talið að flakið væri fundið. „Þú rétt ræður hvort þú kem- ur ekki með mynd,“ sagði Freysteinn áður en Ragnar flaug út í sortann. Hann náði mynd úr lítilli hæð þar sem björgunarmenn voru að ganga út úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Það var ekki fyrr en myndirnar voru framkallaðar að það sást að lík þeirra, sem fórust, lágu við brakið úr vélinni,“ segir Freysteinn, sem þá var á fréttastjóravakt. „Ég ákvað að tússa yfir líkin áður en ég sýndi ritstjór- anum myndina. Einhverjir eigendur blaðsins sátu á fundi hjá Matthíasi Jo- hannessen og voru m.a. að velta fyrir sér hvort ætti að birta myndina. Matt- hías varði það og sagði að þetta væri fréttamynd. Þegar Matthías sagði mér frá umræðunum sýndi ég honum myndina sem við birtum og myndina eins og hún leit út áður. Svona sýnir Morgunblaðið virðingu þegar þarf að birta erfiðar myndir.“ Freysteinn starfaði við blaða- mennsku í rúma fjóra áratugi. „Ég byrjaði í blaðamennsku ’67 á hátíðis- degi verkalýðsins,“ segir hann. „Ég var svo á Morgunblaðinu eins og límdur þar til ekki var pláss fyrir okkur Davíð báða.“ Freysteinn rifjar upp að nokkru áður en hann hætti á Morgunblaðinu hafði Davíð Oddsson hætt sem for- maður Sjálfstæðisflokksins. Frey- steinn tók þá viðtal við Davíð sem birtist í sérstökum kálfi sem fylgdi Morgunblaðinu. „Á leiðinni á lands- fundinn gaf hann sér tíma til að hringja í mig og þakka mér fyrir því honum þótti vænt um þetta. Næst þegar við hittumst var ég að labba út af Mogganum og hann inn. Þá sagði hann við mig: „Þetta eru skrítin örlög hjá okkur, Freysteinn minn.“ Svo löbbuðum við hvor í sína áttina.“ Dvöl Freysteins á Morgunblaðinu var þó ekki alveg samfelld. Í tvö ár, 1973 til 1975, var hann ritstjóri Al- þýðublaðsins og síðan ritstjórnar- fulltrúi á Tímanum í eitt ár. Hann sneri aftur á Morgunblaðið 1977 eftir veruna á Tímanum og 1981 verður hann fréttastjóri í innlendum fréttum ásamt Magnúsi Finnssyni og Sig- tryggi Sigtryggssyni og síðar bættist Ágúst Ingi Jónsson við. Tóku þeir við af Birni Jóhannssyni. „Björn Jóh. var ægilega montinn af því að hann var einn fréttastjóri og svo komum við þrír,“ segir Freysteinn. „Honum þótti alltaf gaman að geta þess að hann væri þriggja manna maki minnst.“ Freysteinn kom eins og gefur að skilja víða við á blaðamannsárum sín- um. Um sinn hafði hann stjórnmálin á sinni könnu en Magnús Finnsson var með verkalýðsmálin. Heimildarmenn í öllum flokkum „Maggi var með sína trúnaðarmenn í verkalýðsfélögum og ég var með menn í öllum flokkum sem töluðu við mig,“ segir hann. „Lúðvík Jósepsson leyfði flokksmönnum sínum þó ekki að tala við mig þegar hann var for- maður Alþýðubandalagsins og sagði þeim að það væri ekkert að marka það sem ég skrifaði. Raunverulega ástæðan var sú að hann vildi sitja einn að því að tala við mig.“ Freysteinn starfaði hjá Skák- sambandi Íslands sem blaðafulltrúi í einvígi Bobby Fischers og Boris Spassky 1972 og skrifaði árið eftir bók um einvígi aldarinnar, Fischer gegn Spassky, sem nú er illfáanleg. „Ég kynntist Spassky og Fischer,“ segir hann. „Spassky var mikill kúlt- úristi og fágaður, en ég áttaði mig aldrei á Fischer, hvort hann væri sinnisveikur eða ekki. Sennilega var hann það, en hann var snillingur. Fischer vildi ráðskast með sitt um- hverfi. Einu sinni hringdi hann um miðja nótt í Guðmund G. Þórarinsson og vildi fara í Laugardalshöll út af lýsingunni. Daði ljósameistari var kvaddur til og spurði Fischer hvern- ig hann vildi hafa þetta, hann gæti stillt hverja einustu peru nákvæm- lega eins og skákmeistarinn vildi. Þegar Fischer sá að hann gæti ekki hleypt öllu í hnút með aðfinnslum sínum hljóp hann út. Fischer gat með einum leik á skák- borðinu opnað heilu ævintýraheim- ana. Spassky sagði að allan seinni hluta einvígisins hefði hann haldið að hann væri með Fischer, en hann hefði alltaf sloppið. Fischer sagði að Spassky hefði dottið niður á nokkra leiki, en úrslitin aldrei verið í vafa.“ Þá varð ég hræddastur um ævina Freysteinn rifjar upp atvik úr eld- gosinu í Eyjum þegar hann fylgdi ljósmyndara National Geographic of- an í gíginn. „Ég var í forláta regnkápu, sem ég hafði fengið lánaða hjá Magnúsi Finnssyni,“ segir hann. „Þegar við vorum komnir ofan í gíginn fór að drynja í öllu og við tókum á rás upp úr gígnum svo það sást ekki einu sinni slóð eftir okkur. Þá varð ég hræddastur um ævina. Þegar við vorum komnir upp úr fann ég að mér var orðið heitt á bakinu. Ég fór úr kápunni og þá hafði komist glóð í hana og var komið stærðar brunagat. Magnúsi brá þegar hann sá úlpuna, en hann fékk hana bætta.“ Freysteinn segir að einn merkileg- asti atburðurinn á ferli sínum í blaða- mennsku hafi verið þegar hann fór til Indlands í ágúst 1971 og horfði upp á fæðingu Bangladesh-ríkis. „Flótta- Morgunblaðið/RAX Á rösklega fjögurra áratuga ferli Freysteins Jóhannssonar í blaðamennsku stendur margt upp úr. Stórslys voru erfið, en gaman þegar mannbjörg varð. Gaman þegar allt fór á besta veg Viðtal Karl Blöndal | kbl@mbl.is Freysteinn Jóhannsson á að baki rúmlega fjörutíu ára feril í blaðamennsku og hápunktarnir eru margir. Starfið gat verið erfitt þegar harmur var að kveðinn, en að sama skapi gaman þegar mannbjörg varð. Freysteinn segir að einn merkilegasti atburð- urinn á ferli sínum í blaðamennsku hafi verið þegar hann fór til Indlands í ágúst 1971 og horfði upp á fæðingu Bangladesh-ríkis. Freysteinn ræðir við Viktor Kortsnoj 1981: „Það var skrítið að tala við hann. Ég hélt að hann væri villimaður, en svo var hann kúltúristi, vitn- aði í stórskáld á borð við Tolstoj og Dostojevskí og ég mátti hafa mig allan við til að fara rétt með.“ Útsíðufrétt Freysteins um björgun skipverj- anna á Stapa. „Rólegur og æðrulaus.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.