Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 69
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 69 mannastraumurinn frá Austur- Pakistan eða Bangladesh var stríður allan sólarhringinn og ég kom meðal annars í flóttamannabúðir og sá þá og heyrði ýmislegt sem hefur fylgt mér allt fram á þennan dag,“ segir hann. „Þar á meðal var sagan um flóttafólkið sem áði við vatn. Allir reyndu að láta sem minnst á sér bera því pakist- anskir hermenn voru alls staðar á mannaveiðum. Í hópnum var ung móðir með kornabarn sitt sem allt í einu fór að gráta og allir flóttamenn- irnir litu hver á annan og óttuðust að hermennirnir myndu heyra í barninu og ganga á hljóðið. Enginn sagði neitt en þegar flóttamennirnir héldu áfram ferð sinni lá lítið barn eftir í vatninu. Móðir þess hafði tryggt ferðafélög- unum frið til þess að þeir gætu náð til fyrirheitna landsins fyrir líf þessa litla barns.“ Þetta skemmtilega, klámfengna tröll Þrjú viðtöl standa upp úr á ferlinum í huga Freysteins og öll birtust þau í sérblöðum, sem fylgdu Morgun- blaðinu. „Þau voru við Sigurbjörn Einars- son biskup, Davíð Oddsson og Jón Ásgeirsson tónskáld,“ segir hann. „Þetta voru allt saman aukablöð upp á átta eða tólf síður þar sem var farið yfir feril þessara manna, allt ein- stakir persónuleikar. Sigurbjörn var náttúrulega þessi mikli ræðusnill- ingur og andans maður, Davíð eins margbreytilegur og hann er og Jón Ásgeirsson þetta skemmtilega, klám- fengna tröll. Ég var fréttastjóri menningarmála um tíma og Jón gerði það þannig að þótt hann væri með tölvu heima hjá sér lét hann aldrei tengja sig inn á Moggann. Hann vildi koma sjálfur með greinina sína og afhenda hana inni á Morg- unblaðinu. Þá fór hann eins og stormsveipur um blaðið og æsti upp allt og alla. Ég lagði honum alltaf til góða klámsögu. Ég er ekki að upp- ljóstra neinu þegar ég segi það. Í sjónvarpinu hafði verið þáttaröð um skóla og einn þeirra var um söng- skólann þar sem voru viðtöl við nem- endur. Þeir voru spurðir hvort þeir vissu hvað kennararnir væru að bralla á kennarastofunni. Þá segir ein stúlkan: „Jú, jú, hann Jón Ás- geirsson er að segja þeim klám- sögur.“ Svo þetta var opinbert. En Jón er líka mikill hugsuður og fræði- maður og svo náttúrulega það mikla tónskáld sem hann er. Þegar Freysteinn var fréttastjóri í innlendum fréttum var allt þjóðfélag- ið undir. Þegar hann varð fréttastjóri í menningunni hafði hann afmarkað svið þjóðfélagsins á sinni könnu, en atið var ekki minna. „Listamennirnir gáfu öðrum ekkert eftir í sjálfselsku og tilætlunarsemi. Þeir gerðu alltaf rosalegar kröfur. Fólk, sem margt var ekki á sömu póli- tísku línu og Mogginn og lét mig vita af því, gerði miklar kröfur um að blað- ið sinnti því og þess fagi. Oft fékk ég upphringingar á þessa leið: Hann fékk heila tvo dálka, þessi, í blaðinu í dag. Ég spurði á móti hvort þetta væri ekki gott efni. Þá kom svarið: Ég fékk nú bara hálfan dálk. Það var allt í lagi með pólitíkusana, þau hundsbit hrinu ekki á manni, en harka lista- mannanna kom mér mest á óvart.“ Slys erfiðustu málin Freysteinn segir að oft hafi hann þurft að glíma við erfið mál á löngum blaðamannsferli. „Slys voru erfiðustu málin,“ segir hann. „Það var siður á Morgun- blaðinu ef einhver fórst að fá myndir af viðkomandi. Ef fleiri en einn fórust stunduðu hin blöðin það að láta okk- ur safna myndunum og fá þær svo lánaðar hjá okkur. Nokkrum sinnum ræddi ég þetta við Matthías og kom aldrei annað til greina hjá honum en að við lánuðum þeim myndir. Ég spurði hvort hann héldi að þeir myndu lána okkur myndir af öðrum tilefnum, en hann sagði að við ættum ekkert að ætlast til slíks.“ Oft voru sporin þung þegar þurfti að útvega myndir. „Ég man sér- staklega eftir að hafa þurft að fá mynd af ungu barni, sem hafði farist, hjá afa þess og ömmu á heimili í Reykjavík. Þá situr móðir barnsins hjá þeim. Þau fara í gegnum mynda- albúm. Fólk vissi af þessari venju okkar og hafði undirbúið sig og jafn- vel valið myndir sjálft. Þarna situr móðir barnsins fyrir framan mig – mér fannst þetta erfitt en dáðist líka að því hvað hún var stór í sinni sorg – og réttir mér mynd af barninu sínu: Heldur þú að þessi mynd passi í Morgunblaðið. Ég sagði við hana: Þú velur þá mynd, sem þú vilt, það passa allar myndir í Morgunblaðið.“ En blaðamennskan var líka gef- andi. „Biddu fyrir þér, allt það fólk, sem maður kynntist. Mér er alltaf minnisstætt þegar maður missti bát sinn á Breiðafirði, komst ásamt skips- félögum sínum í björgunarbát og fannst eftir að hafa velkst um í klukkutíma. Ég næ sambandi við manninn, Ólaf Tryggvason, skipstjóra á Stapa, þegar hann var kominn í land og spyr hvort þetta hafi ekki verið ömurlegur klukkutími. Þá horfir þessi maður á mig og segir: „Þetta var sex- tíu mínútna klukkutími.“ Mér fannst þetta lýsa viðhorfi mannsins, hvað hann var rólegur og æðrulaus, og setti í fyrirsögn á Mogganum og hlaut mik- ið skens fyrir. Menn sögðu að ég væri hinn nýi Einstein og hefði uppgötvað að klukkutíminn væri sextíu mínútur og full ástæða væri til að hafa það í stórri og mikilli fyrirsögn á útsíðu Morgunblaðsins. Það var ofsalega gaman í svona málum þegar allt fór á besta veg og menn björguðust.“ Öflugi sportjeppinn H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -2 8 7 5 Mercedes-Benz GLK er einstaklega öflugur og ríkulega búinn sportjeppi. Hann er búinn hinu háþróaða 4MATIC aldrifskerfi sem tryggir framúrskarandi aksturseiginleika og aukinn stöðugleika, jafnt á bundnu sem óbundnu slitlagi. 4MATIC er ávallt virkt og bregst strax við breyttum akstursaðstæðum, t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó. Dráttargetan er heil 2.400 kg og hann eyðir aðeins 6,1 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz GLK 220 CDI með 7 þrepa 7 G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu. Verð frá 7.590.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.