Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 77

Morgunblaðið - 02.11.2013, Page 77
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 77 Morgunblaðið hefur fylgt mér með ein-um eða öðrum hætti eins lengi og égman eftir mér. Afi minn og amma norður á Akureyri, Stefán Eiríksson og Jódís Kristín Jósefsdóttir, voru umboðsmenn blaðs- ins á Norðurlandi og sáu um dreifingu þess með öllu því umstangi sem því fylgdi. Margar af mínum fyrstu minningum snúast því um blaðið; ég man eftir því að hafa verið í bílnum með afa þegar hann var að dreifa því á Ak- ureyri og í glugganum á Moggahöllinni í Hafnarstræti þangað sem blaðburðarbörnin mörg hver sóttu blöðin. Seinna meir bættist ég í hóp þeirra og var það mín fyrsta launaða vinna. Það var afar forvitnilegt að kynnast fjölmiðlun frá þessari hlið, hvernig dreifing- arnet var byggt upp og viðhaldið á stóru svæði og því viðamikla og fjölbreytilega starfi sem þessu fylgdi hjá afa og ömmu. Þegar ég var í háskólanámi sótti ég um sumarstarf á Mogganum og varð að ósk minni þegar ég komst að í íþróttafréttunum. Fyrsta sumarið sem ég starfaði á blaðinu var óvenju viðburðaríkt. Þetta var sumarið 1992 þegar mikið var um að vera í heimi íþróttanna, bæði Ólympíuleikar í Barcelona og úrslitakeppni EM í knattspyrnu. Svo mik- ið var um að vera á tímabili að gefnir voru út sérstakir íþróttakálfar dag eftir dag, minnst átta síður og oftar en ekki mun stærri. Þetta kallaði á mikla vinnu hjá blaðamönnum íþróttadeildarinnar þar sem setið var við frá morgni til kvölds við að afla upplýsinga, skrifa fréttir, finna myndir og setja upp blað- ið. Samhliða var fylgst með innlendum íþróttaviðburðum og oftar en ekki var tíminn til að skila inn síðasta efninu ansi naumur. Allt hafðist þetta að lokum og slysin voru vonandi ekki mörg. Mér er þó minnisstætt þegar Magnús Óskarsson borgarlögmaður hringdi einn morguninn og kraumaði í honum hláturinn vegna fyrirsagnar í blaði dagsins sem ég hafði skrifað. Magnús safnaði um ára- bil skondnum fyrirsögnum úr blöðum og þótti honum þessi eiga heima í því safni, en um var að ræða umfjöllun um leik í úrslitakeppni EM í knattspyrnu. Tvö atriði stóðu upp úr eftir leikinn, annars vegar heppni Þjóðverja við að krækja í jafntefli í fyrsta leik og hins vegar að fyrirliði þeirra og helsta stjarna, Rudi Völler, handleggsbrotnaði í leiknum. Að sjálfsögðu var hægt að klúðra þessu, Magnúsi og öðrum til mikillar skemmtunar. Næstu árin var ég viðloðandi íþróttadeild- ina, var í fullu starfi yfir sumarið og sinnti ýmsum verkefnum yfir veturinn á íþrótta- sviðinu. Í sumarbyrjun í nokkur ár fylgdist ég náið með stórviðburðum á borð við Wimbledonmótið í tennis og Tour de France- hjólreiðakeppninni og kynnti mér allt það helsta í kringum þá viðburði. Lagt var upp með að sinna öllum helstu íþróttaviðburðum vel með þarfir íþróttaáhugamanna í huga og um leið að kynna íþróttagreinar og fjalla um söguleg atriði og helstu reglur og viðmið. Notast var við skýringarmyndir frá erlendum fréttastofum og stundum þurfti töluvert að leggja á sig til þess að ná öllum atriðum rétt- um. Þetta var jú á þeim tíma sem farsíma- eign var ekki almenn og netið með litla út- breiðslu og man ég eftir einu tilviki þar sem ég þurfti að fara út og leita uppi fimleika- sérfræðing til þess að bera undir hann hvort þýðingar á hugtökum væru réttar. Með mér í deildinni á þessum árum störf- uðu miklir snillingar, þrautreyndir íþrótta- fréttamenn sem höfðu mikla ástríðu fyrir sínu starfi. Þarna lærði maður eitt og annað, þar á meðal að vinna undir mikilli pressu því oftar en ekki var efni frá íþróttadeildinni það eina sem vantaði áður en blaðið fór í prentun. Þá sat maður og hamraði inn síðustu orðin í umfjöllun um leiki kvöldsins, með heila hers- ingu yfir sér sem beið eftir afrakstrinum og því að setja vélarnar í gang. Það var sann- kallað draumastarf fyrir íþróttaáhugamann að fá að skrifa um íþróttir. Það besta við starfið var þó að fá að vinna með öllu þessu frábæra fólki, ljósmyndurum, blaðamönnum, umbrotsmönnum og öllum þeim öðrum sem komu að útgáfu blaðsins. Sannkallað drauma- lið. Sannkallað draumalið Morgunblaðið/Golli Stefán Eiríksson skrifaði íþróttafréttir, sem oft eru síðasta efnið, sem unnið er í blaðið: „Þá sat maður og hamraði inn síðustu orðin í umfjöllun um leiki kvöldsins, með heila hersingu yfir sér sem beið eftir afrakstrinum og því að setja vélarnar í gang.“ Stefán Eiríksson lögreglustjóri Fyrirsögn og undirfyrirsögn kölluðust óheppilega á þegar sagt var frá landsleik Þjóðverja. Ég var 18 ára nýútskrifaður stúdent þegarég kom til starfa sem blaðamaður áMorgunblaðinu og ekki nóg með það heldur leit ég út fyrir að vera 14 ára. Ég kalla þá góða Styrmi og Matthías að hafa gefið mér þetta tækifæri – en ég held að þeir hafi haft lúmskt gaman af því að senda mig til að taka viðtöl við gamla skápa sem ráku upp stór augu þegar ómáluð unglingsstúlka með ljóst hár nið- ur í mitti í skósíðri lopapeysu og kínaskóm kom og kynnti sig sem blaðamann Morgunblaðsins. Til að láta á mig reyna létu þeir mig strax fá það stóra verkefni að skrifa kálf um 100 ára af- mæli Framtíðarinnar, málfundafélags Mennta- skólans í Reykjavík. Þar átti ég að rekja sögu þess og taka fyrrverandi formenn tali og langaði mig að fara eins langt aftur og mögulegt var. Á listanum rak ég augun í nafn Einars Olgeirs- sonar, sem mér fannst kunnuglegt, og spurði hvort þessi karl væri á lífi og hvort ég gæti talað við hann. Það kom hik á ritstjórana áður en þeir sögðu: „Þú getur reynt …“ án þess að útskýra það neitt nánar. Þeim til undrunar samþykkti Einar þegar í stað að veita mér viðtal og ég fór heim til hans á Hrefnugötu þar sem ég átti von á að finna hann hruman í ruggustól. En það var eitthvað annað – hann reif upp dyrnar og mér fannst augu hans skjóta gneistum þegar hann mældi mig út. Hann gekk því næst kvikur í spori inn í litlu stofuna, sem var full af bókum, sagðist vera önnum kafinn við að koma út Rétti en bað mig endilega að ganga í bæinn og þiggja límonaði. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði skömmu síðar var Einar aftur á móti allt annað en vinalegur og veitti honum ekki inngöngu. Hann sagði mér þá að eina ástæðan fyrir því að hann hefði viljað tala við erkióvini sína á Mogganum hefði verið til að hitta mig þar sem afi minn og afasystir hefðu deilt hugsjón hans og starfað honum við hlið í Kommúnistahreyfingunni. „Erling afi þinn var verkfræðingur og gat hjálpað mér að rökstyðja mál mitt með útreikningum en Dagný setti á stofn barnaheimili fyrir fátæk börn. En lífið þá var svo ólíkt lífinu núna, María, að ég get ekki einu sinni byrjað að útskýra það fyrir þér og hversu knýjandi það var að styðja fátækan verkalýðinn.“ Hann vísaði mér svo á fund- argerðir Framtíðarinnar á Landsbókasafninu fyrir greinina mína. Þessi fundur við Einar hefur aldrei liðið mér úr minni og fékk dýpri merkingu þegar ég seinna las mér til um þennan umdeilda eldhuga og hugsjónamann og þá tíma sem hann hrærð- ist í. Þegar ég gekk út fannst mér ég sjá heim- inn í öðru ljósi, tilfinning sem ég átti oft eftir að upplifa sem blaðamaður eftir að hafa sett mig í spor viðmælanda míns um stund. Að sjá heiminn í öðru ljósi Morgunblaðið/Guðjón María Ellingsen ræðir við Einar Svein Jó- hannesson, skipstjóra í Vestmannaeyjum, fyrir sjómannadaginn 1983. María Ellingsen leikkona Morgunblaðið/Árni Sæberg Maríu Ellingsen leikkonu fannst hún oft upplifa þá tilfinningu þegar hún var blaðamaður að sjá heiminn í öðru ljósi eftir að hafa sett sig í spor viðmælanda síns um stund.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.