Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 86
Kristín Árnadóttir rifjar upp að áminningin hafi alltaf verið sú að „meitluð hugsun og vönduð skrif væru skilyrði fyrir því að texti væri birtur“. Morgunblaðið er 100 ára, jafngamalt Litlu haf-meyjunni á Löngulínu í Kaupmannahöfn. Blaðiðog hafmeyjan eiga ef til vill fátt sameiginlegt annað en aldur og forna frægð. Morgunblaðið var lengi akkeri í íslenskum fjölmiðlaheimi og borið inn á flest heimili landsins. Litlu hafmeyjuna þekkja allir sem kennileiti og táknmynd í hinum forna höfuðstað Íslands og úr ævintýrinu eftir H.C. Andersen sem flest börn þekktu. Hún hefur „hímt á steini sínum í öllum veðrum“ eins og Morgunblaðið komst að orði í frétt um hana fyrir nokkrum árum. Bæði hafa lifað tímana tvenna, Mogginn og meyjan. Áður en lengra er haldið skal játað að litla hafmeyjan var fyrsta viðfangsefni sem óreyndri blaðakonu var falið að skrifa um á stuttum ferli sínum hjá Morgunblaðinu. Líklega eftir að hafmeyjan litla varð einu sinni sem oftar fyrir barðinu á mótmælendum og yfir hana hellt blárri málningu haustið 1986. Síðan hefur hún mátt þola aðför margvíslega en endurheimt virðingu sína fyrir þraut- seigju þeirra sem láta sig varða hag hennar og stöðu. Það kom vel á vondan sem hafði séð kvennapólitísk skrif í hillingum að fá úthlutað þessu litla verkefni, og hin nakta dreymna mær var vissulega á skjön við þá mynd sem kvennabaráttan vildi setja í öndvegi. Öll viðfangsefni bar engu að síður að taka alvarlega og áminningin var alltaf sú að meitluð hugsun og vönduð skrif væru skilyrði fyrir því að texti væri birtur. Og Mogginn gerði kröfu um að greint væri á milli aðalatriða og aukaatriða. Þótt minn tími á Morgunblaðinu væri stuttur, nánast fleygaður á milli barneigna, finnst mér ávallt að það hafi eignast í mér hlutdeild í áratugi – og ég í því. Þetta var tími mikillar samfélagslegrar gerjunar. Vigdís var for- seti, Kvennalistinn breytti umræðuhefðinni á Alþingi, Kvennaframboðskonur í borgarstjórn Reykjavíkur neit- uðu að sitja undir háðulegum glósum um konur og mót- mæltu slíkum orðum og fegurðarsamkeppum með eft- irminnilegum hætti. Vakningin var almenn og umræðan áræðin og krefjandi. Morgunblaðið braut í blað, gekk á svig við málfræðireglur svo ekki þyrfti að vísa til forset- ans í karlkyni, en mikið þurfti til. En eftir stendur að síst er mér sama um örlög litlu haf- meyjunnar á Löngulínu og megi hún standa af sér allar hremmingar. Megi auðna jafnframt fylgja jafnaldranum, mínum gamla vinnustað, og vinum og félögum frá árum áður. Morgunblaðið/Ómar Fyrsta verkefni Kristínar var að skrifa um spellvirki á litlu hafmeyjunni, jafnöldru Morgunblaðsins. Kristín A. Árnadóttir sendiherra Mogginn og meyjan 86 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Ég held að ég hafi verið send í tvær al-vöru ferðir á vegum Morgunblaðsins.Önnur var til Dalvíkur. Hin var til London. Ég vann á föstudagskálfinum Dag- legu lífi og allt var mögulegt efni. Þegar ég var unglingur hafði ég setið yfir Sunnudags- mogganum í dagrenningu eftir að heim var komið af sveitaböllunum, sötrað seríós úr skál og lesið um hugmyndir, atburði og áhugavert fólk, án þess að hugsa út í það að blaðamenn- irnir þyrftu að fá hugmyndir að þessum efn- istökum sjálfir. En á ritstjórninni lærðist fljótt sá siður: Að vera vakandi fyrir (góðu) efni. Þess vegna – og vegna þess að mér fannst óþægilegt að blaðið borgaði undir mig heila utanlandsferð til þess að skrifa um eina ferðasýningu – kom ég heim frá London með efni í tíu greinar í farteskinu. Ég var jafnvel farin að taka viðtöl við leigubílstjórana. Einn hafði átt föður í herþjónustu á Íslandi og út frá því spannst samtal sem rataði í blaðið. Charles Dickens- veitingahúsið sem ég snæddi á varð önnur grein, skóli íslenskra barna sú þriðja. Svo heyrði ég um skyndileg mótmæli við gríska sendiráðið, þar voru á ferð Kúrdar sem kveiktu í sér vegna frétta um að Grikkir hefðu framselt einn leiðtoga þeirra, Abdullah Öcalan, til handtöku. Ég hoppaði upp í taxa og sagði: Gríska sendiráðið! Sorry, miss, þar eru uppþot, svaraði bílstjórinn. Einmitt, sagði ég sigri hrósandi án þess beint að vita hverjir Kúrdar væru eða hvað þeir vildu. Einhvern veginn lánaðist mér samt að ná spjalli við full- trúa úr útlagastjórn þeirra og næst rankaði ég við mér í höfuðstöðvum Reuters þar sem Einar Falur Ingólfsson myndstjóri hafði sam- bönd; þar tóku menn að sér að framkalla vett- vangsmyndir mínar og víra til Íslands. Undir miðnætti las ég svo myndatextana fyrir í svartan skífusíma og fannst ég vera að rap- portera úr heimsstyrjöld. Ég efast um að ég hafi skrifað nokkra næt- urvinnu á tíu-greina-ferðina, hún lýsir ástríðu ungra blaðamanna sem finnst þeir þurfa að koma allri veröldinni á prent. Ég hafði verið ráðin inn af Matthíasi Johannessen, öðrum tveggja ritstjóra. At- vinnuviðtalið var um það bil að hefjast þegar hann leit á mig og spurði hvort það hefði ver- ið ég sem skrifaði fluggreinarnar. Ég játti því, en þær hafði hann beðið mig að skrifa þegar ég kjarkaði mig upp í að hringja í blað- ið hálfu ári fyrr til þess að bjóða til birtingar það sem ég taldi vera áríðandi grein um Skakka turninn í Pisa. Matthías hafði í stað- inn beðið mig um að lýsa pílagrímaflugi ís- lenskra ungmenna í þremur greinum og sagði nú að ég hefði gert það sem um var beðið – það dygði. Ritarinn gaf mér bendingu um að viðtalinu væri lokið. Síðar, ef maður hætti sér upp á rit- stjórahæðina í ræfildómi sínum, var manni auðveldlega kippt inn í spjall þar sem öðruvísi flug bar á góma, skáldlegt og streymandi, og maður fékk innsýn í það hvernig praktísku dagblaði var stýrt með menningarlegum slætti, og öfugt. Það sem lærðist á Morgunblaðsárunum gildir allt enn, því auk hugarflugsins hafði það að gera með góð vinnubrögð. Ungur blaða- maður lærði að taka ábyrgð á eigin efni, bæði inntaki og formi. Þegar prófarkalesararnir hringdu var eins gott að standa á sínu, eða vera búinn undir lærdómsríkt samtal. Ljós- myndararnir bættu efnið undantekning- arlaust og ómetanlegt var líka að ná síðustu pennastrikum alvöru útlitshönnuða sem hand- teiknuðu allar síður – áður en umbrotsforritin tóku yfir. Valgerður Þ. Jónsdóttir, lengi yfir- maður á Daglegu lífi, var ein þeirra og sýndi fram á að unglingarnir yfir seríósskálunum sofna síður ef opnurnar eru líflegar. Eldveggur milli auglýsingadeildar og rit- stjórnar var annað sem prentaðist inn í mann fyrstu árin, kurteisi við viðmælandann, virð- ing fyrir tíma annarra, gagnleg skoðanaskipti og frjó samvinna – þetta hljómar eins og hall- ærisfrasar úr kynningarbæklingi, en lýsir því sem ég vil kalla tíu ára óviðjafnanlegt starfs- nám á ritstjórn Morgunblaðsins. Öll veröldin á prent Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur Morgunblaðið/Ómar „Þetta hljómar eins og hallærisfrasar úr kynningarbæklingi, en lýsir því sem ég vil kalla tíu ára óviðjafnanlegt starfsnám á ritstjórn Morgunblaðsins,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.