Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 87

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 87
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 87 Ég man ekki hvenær ég afréð að verðablaðamaður en það var líkast til nokkuðsnemma á lífsleiðinni. Tólf ára gamall las ég Morgunblaðið spjaldanna á milli á hverj- um degi og almennur fréttaáhugi varð snemma mikill. Ég var ráðinn til starfa á við- skiptablaði Morgunblaðsins vorið 1995, þá ný- útskrifaður úr Háskóla Íslands. Atvinnu- ástandið var ekki gott á þessum tíma og ég man að ég var þessu tækifæri afar feginn. Mogginn var góður skóli. Vinnutíminn var oft langur og vinnuhraðinn mikill en fyrir vikið var heldur aldrei leiðinlegt í vinnunni. Í hröðu umhverfi var endurgjöfin á frammistöðuna þó oft af skornum skammti. Mig minnir að eftir fyrstu greinina sem ég skrifaði hafi ég fengið stutt og laggott „þetta er fínt“ frá næsta yfir- manni og þar með var það afgreitt. Næsta hrós sem ég man eftir fólst í nokkuð löngum reiðilestri frá Matthíasi Johannessen, um ári síðar fyrir að ofnota forsetningar í text- um. Minnir að „sem að“ hafi verið sökudólg- urinn í það skiptið. Matthías lauk síðan langri yfirhalningu með: „því annars er þetta svo gott hjá þér“. Fréttastjórinn sem fylgdi mér hálf ráðvilltum út klappaði mér á bakið og tjáði mér að ég mætti líta á þetta sem mikið hrós. Ég var þó ekki alveg sannfærður í fyrstu. Það sem mér er þó alltaf minnisstæðast var góður starfsandi. Blaðamenn voru flestir í þessu starfi af lífi og sál og Morgunblaðið eini vinnustaðurinn sem þar kom til greina. Rit- stjórar blaðsins á þeim tíma, þeir Styrmir og Matthías, áttu að öðrum ólöstuðum mestan heiður af þessu. Þeir voru afar gott tvíeyki, ólíkir um margt, en lögðu greinilega hjarta sitt og sál í blaðið. Vinnusemi Styrmis var nærri ómannleg að manni fannst og maður varð þess fljótt áskynja að hann las stærstan hluta blaðs- ins á hverjum degi áður en það fór í prent. Víð- tæk þekking hans og skilningur á þjóðfélaginu var og er enn aðdáunarverður. Matthíasi kynntist ég minna í starfi mínu en ástríða hans fyrir blaðinu var engu minni. Það voru ekki hástemmdar hvatningar- ræður sem drifu mann áfram heldur fordæmi þeirra í störfum sínum og augljós metnaður og hugsjón í rekstri blaðsins. Ritstjórnarstefna þeirra hafði betra samfélag að leiðarljósi og blaðið studdist við góð gildi á borð við aukið lýðræði, frjáls viðskipti og framþróun lands- ins. Þessi stefna veitti mér innblástur í starfi, gerði það skemmtilegra og þýðingarmeira fyr- ir vikið og átti vafalítið sinn þátt í óbilandi áhuga á þessum málum allar götur síðan. Það er sagt að allir starfsmenn Morgun- blaðsins sem hverfi til annarra starfa endi þar alltaf aftur á endanum. Ég er sjálfsagt undan- tekningin sem sannar þá reglu. Þó munaði afar litlu að ég snéri aftur fjórum árum eftir að ég hætti en spennandi tilboð úr annarri átt kom í veg fyrir það. Ekki sá ég eftir því vali en þó hafa fáir vinnustaðir á ferli mínum til þessa haft meiri áhrif á mig en Mogginn. Ég hugsa því alltaf með hlýhug og ákveðnum söknuði til blaðsins og þeirra ára sem ég starfaði þar. Mogginn reyndist mér afar gott veganesti. Mogginn var gott veganesti Þorsteinn Víglundsson var blaðamaður á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins: „Vinnutíminn var oft langur og vinnuhraðinn mikill en fyrir vikið var heldur aldrei leiðinlegt í vinnunni.“ Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins INNRÉTTINGAR LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK SÍMI: 530-2800 · www.ormsson.is Stofnað 1922 SAMFERÐAMORGUNBLAÐINU Í 90ÁR – alltaf með leiðandi vörumerki: Heillaóskir til Morgunblaðsins – það lengi lifi ! SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 samsungsetrid . is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.