Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 90

Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 90
H inn 25. febrúar árið 1964 fengu lesendur Morg- unblaðsins að sjá „Landgönguna miklu“. Um var að ræða skopteikningu eftir uppfinningamanninn og teiknarann Sigmúnd Jóhannsson úr Vestmanna- eyjum, en áður hafði hann teiknað forsíðumyndir fyrir tímarit eins og Vikuna og Fálkann. Myndin vakti nokkra at- hygli og birtust myndir Sigmúnds með óreglulegu millibili í blaðinu næstu árin, tvær til þrjár á viku, en Sigmúnd var þá verk- stjóri í frystihúsi. Sigmúnd fæddist 22. apríl 1931 í Noregi. Faðir hans var ís- lenskur en móðir hans norsk. Hann ólst upp fyrstu árin á Akur- eyri. Sigmúnd eignaðist konu úr Vestmannaeyjum, Helgu Ólafsdóttur, og bjó þar mestalla ævi sína. Einnig var hann uppfinningamaður sem fann upp ýmsar nýlundur í sjávarútvegi, eins og til dæmis gelluvél sem gat skorið rúmlega þúsund gellur á klukkustund og sjálfvirkan sleppibúnað fyrir gúmbjörgunarbáta sem hefur bjargað mörgum mannslífum. Þegar Vestmannaeyjagosið hófst 1973 gerðist Sigmúnd fastráðinn teiknari hjá Morgunblaðinu og urðu skopteikningar hans aðalstarf. Hann féllst þó aldrei á það að orðið „skopteikning“ væri réttnefni yfir ævistarfið. „Þarna er bara verið að sýna daglegt líf og atburði í þessu ljósi. Bæði til að fólk geti haft gaman af því og skilji hvað er að gerast, jafnvel á bak við tjöldin,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið ár- ið 2004. Samstarfi Morgunblaðsins og Sigmúnds lauk snögglega í október 2008 og söknuðu margir lesendur hans af síðum Morgunblaðsins. Síðasta mynd Sigmúnds fjallaði um þá staðreynd að Bretar ættu næst að sinna loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafs- bandalagsins, þó að Íslendingar væru þá á hryðjuverkalistanum alræmda. Sigmúnd lagði pennann á hilluna eftir það. Sigmúnd lést 19. maí árið 2012, 81 árs að aldri, eftir erfið veikindi. Ungur borgarfulltrúi hefur hér fundið syndaselinn Gunnar Thoroddsen, varafor- mann Sjálfstæðis- flokksins. Birtist 15. apríl 1976. Aldarspegill í svörtu og hvítu Skopteikningar Sigmúnds Jóhannssonar uppfinn- ingamanns settu sterkan svip á blaðið í meira en fjörutíu ár. Sigmúnd hitti í teikningum sínum naglann oft á höfuðið. „Jólasveinn ársins er að sjálfsögðu stóla-krækir.“ Birtist 9. janúar 1986. „Við ætlum öll að fá eins og hann.“ Birtist 1. september 2004. „Landgangan mikla.“ Fyrsta mynd Sigmúnds sem birtist í Morgun- blaðinu var af fyrstu landgöngunni í Surtsey, þegar blaðamenn Paris Match urðu á undan vísindamönnum í eyna og konur voru með í för. Birtist 25. febrúar 1964. „Jæja. Þá erum við búnir með síldina!!!“ Birtist 28. febrúar 1970. „Nei — nei. Þetta má ekki, Valur minn. Láttu dugga-dugg í dótahilluna aftur, góði!“ Birtist 4. desember 1985. 90 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 Sigmúnd Jóhannsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.