Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 94

Morgunblaðið - 02.11.2013, Síða 94
F orsíður Morgunblaðsins frá upphafi eru á sinn hátt merkileg heimild um sögu Íslands og Íslendinga og raun- ar heimsbyggðarinnar allrar. Í 100 ár hefur blaðið skýrt frá öllum stór- viðburðum innanlands og utan eins og þeir hafa blasað við þegar þeir gerðust. Stundum horfa þessir viðburðir öðruvísi við þegar þeir eru löngu seinna komnir í sögubækurnar. Ekki furða að blaðafréttir eru stundum kall- aðar „fyrsta uppkast sögunnar“. Myndirnar sem hér eru birtar eru aðeins örlítið sýnishorn af forsíðufréttum blaðsins í heila öld. Val verður alltaf umdeilanlegt. En myndirnar ættu að gefa hugmynd um hvernig blaðið hefur sagt frá nokkrum stóratburðum undanfarinna áratuga. Íslendingar fengu fullveldi árið 1918 og Morgunblaðið birti sambandslagasáttmálann í heild á sex síðum á íslensku og dönsku. Sér- stakt aukablað var gefið út í fyrsta sinn til að flytja fréttina. Fyrirsögnin á forsíðunni var „Nýi sáttmáli“. Heitið vísaði til „Gamla sátt- mála“ frá 1262 þegar Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu. Fréttir af sjálfstæðismálinu áttu eftir að vera áberandi í blaðinu næstu áratugina fram að lýðveldisstofnun 1944. Áratugum saman voru auglýsingar hafðar á forsíðu í stað frétta. Frá því var ekki vikið nema þegar stórtíðindi urðu. Ein slík voru ár- ið 1931 þegar Tryggvi Þórhallsson forsætis- ráðherra rauf þing án þess að gefa alþing- ismönnum kost á að koma sér saman um nýja ríkisstjórn. Þetta taldi Morgunblaðið valda- rán. „Einræðisstjórn“ var fyrirsögnin yfir þvera forsíðuna af því tilefni. Þegar Bretar hernámu Ísland í maí 1940 var búið að prenta hluta af upplagi blaðsins. Pressan var stöðvuð og tókst þá að koma fréttinni að í hluta upplagsins. Fréttir af sam- skiptum við aðrar þjóðir í blíðu og stríðu og togstreita innanlands vegna þeirra eru gjarn- an á forsíðunni næstu árin: Hervernd Banda- ríkjanna 1941, Keflavíkursamningurinn 1946, inngangan í NATO og óeirðirnar við Alþing- ishúsið 1949, koma varnarliðsins 1951 og land- helgisstríðin og mótmælafundirnir á sjötta áratugnum og áttunda áratugnum. Sambandslagasáttmálinn 1918 var birtur í heild í blaðinu á íslensku og dönsku. Mikið uppnám varð þegar Tryggvi Þórhalls- son sendi Alþingi heim árið 1931. Lýðveldi stofnað og fyrsti forseti Íslands kjörinn á Þingvöllum 1944. Heimsstyrjöldin nær til Íslands. Hernám Breta 10. maí 1940. Bústaður forsætisráðherra á Þingvöllum brennur í júlí 1970. Handritin heim. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra tekur á móti Flateyjarbók 1971. Vigdís verður forseti árið 1980, fyrst kvenna til að gegna slíku embætti. Fundur forseta Bandaríkjanna og leiðtoga Sovétríkjanna í Reykjavík 1986. Stórviðburðir á forsíðum í 100 ár Forsíður Morgunblaðsins frá 1913 til 2013 endurspegla á sinn hátt sögu Íslands og heimsins alls í heila öld 94 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 „Sá voðaatburður hefir orðið hér í bænum, sem eigi á sinn líka í annálum Reykjavíkur eða landsins, og þó víðar sé leitað.“ Þannig hófst frétt á forsíðu Morgunblaðs- ins 17. nóvember 1913 undir þriggja dálka fyrirsögn „Bróðurmorð í Reykjavík“ og undir- fyrirsögninni „Júlíana Jónsdóttir byrlar Eyjólfi Jónssyni, bróður sínum, eitur, sem verður honum að bana.“ Með fréttinni fylgdi stór teikning af húsinu nr. 13 við Vesturgötu, Dúkskoti, þar sem hinn látni bjó og lagðist banaleguna. Þessi forsíða hefur orðið fræg í sögunni, því hér getur að líta fyrstu alíslensku frétta- myndina. Það var Árni Óla blaðamaður sem rissaði upp frummyndina en Bang bíóstjóri í Nýja bíói skar í linoleum. Tæki til prent- myndagerðar voru þá engin til í landinu. Næstu daga var þessari tækni beitt áfram og birtust þá andlitsmyndir af hinum myrta og morðingjanum. Það var ekki aðeins myndbirtingin sem braut í blað, heldur ekki síður fréttin sjálf. Aldrei áður hafði íslenskt blað fjallað svo djarflega um glæpamál. Vilhjálmur Finsen ritstjóri rifjaði seinna upp að fréttin hefði vakið mikla gremju meðal lesenda. „Fólkinu þótti syndsamlegt að segja svo opinskátt frá öllum einstökum atburðum þessa sorg- lega viðburðar sem þar var gert,“ skrifar hann í endurminningum sínum. „Síminn þagði ekki allan þennan dag, ég var skammaður eins og hundur og það var sagt að Morgunblaðið væri ekki lesandi o.s.frv. Það var jafnvel hringt til konu minnar og hún beðin að hafa áhrif á mig til batnaðar.“ Árni Óla segir að hin hörðu viðbrögð hafi orð- ið til þess að Vilhjálmur Finsen dró í land með fréttaflutning af afbrotamálum. Hafi hann þó verið sáróánægður með það og kallað undanhald. FYRSTA INNLENDA FRÉTTAMYNDIN 1913 Bróðurmorð í Reykjavík Fyrsta innlenda fréttamyndin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.