Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 96

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 96
96 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 S kop- og skrítlumyndir hafa átt langa samleið með útgáfu dag- blaða, en þeirra varð fyrst vart í erlendum fjölmiðlum undir lok 19. aldar. Lítið örlaði hins vegar á þeim hérlendis langt fram eftir 20. öld. Póli- tískar skopmyndir með ádeiluívafi birtust hér og þar í blöðunum, en þáttaskil urðu 9. nóv- ember 1927 þegar Morgunblaðið birti teikni- myndasöguna „Ljósálfurinn litli,“ eftir G. Th. Rotman í þýðingu Árna Óla, blaðamanns. Sög- unni var lýst sem barnasögu í 112 myndum, og birtist hún næstu vikurnar, tólf myndir í senn, fram til 5. febrúar 1928. Naut sagan heilmikilla vinsælda og var endurútgefin á bók undir nafninu Dísa ljósálfur, sem finnst enn á mörg- um íslenskum heimilum. Stautaði sig fram úr hollenskunni Árni Óla sagði svo frá í ævisögu sinni, Erill og ferill blaðamanns, að blaðinu hefðu borist til- boð í nokkrar teiknimyndasögur frá hollenskri fréttastofu. Þótti Valtý Stefánssyni ritstjóra blaðsins myndirnar svo skemmtilegar að þær mundu bæði prýða blaðið og vera „ágætt efni handa æskulýðnum.“ En einn hængur var á, textinn við myndirnar var á hollensku. Valtýr bað Árna um að reyna að þýða textann, og samþykkti hann að reyna það þrátt fyrir að hann kynni ekki neitt í tungumálinu. „Þegar ég fór að lesa myndasöguna, varð ég þess vís- ari að hollenzkan er mjög lík lágþýsku og að ég mundi með nokkurri fyrirhöfn komast fram úr henni,“ sagði Árni. Vinsældir sögunnar voru svo miklar að Árni þýddi tvær sögur eftir Rot- man til viðbótar, Flugferðina miklu og Alfinn álfakóng, og nutu þær engu minni vinsælda en sagan af Dísu. Síðasti hlutinn af Alfinni álfakonungi birtist í blaðinu í lok september 1929. Leið þá um ára- tugur áður en teiknisaga birtist aftur í blaðinu en þar var á ferð hinn seinheppni Golíat. Hann virðist þó ekki hafa náð að festa djúpar rætur í flóru Morgunblaðsins. Við hernám Danmerkur 1940 lokaðist enda á tengsl flestra íslenskra dagblaða við teiknisögurnar sem þar var að finna. Það breyttist ekki fyrr en árið 1943 þeg- ar sagan af bandarísku hasarhetjunni X-9 birt- ist í fyrsta sinn. Sagan birtist á nærri því hverjum degi í blaðinu næstu fimm árin. Markús, Sirrí, Bjarni Þegar sagan af X-9 rann sitt skeið hófst önnur saga í blaðinu, „Markús“ eftir Ed Dodd heit- inn. Markús hét Mark Trail á frummálinu og gat sér einkum gott orð fyrir baráttu sína fyrir umhverfisvernd. Mark, Cherry og Barney urðu að Markúsi, Sirrí og Bjarna og lentu þau í ýmsum látum á síðum Morgunblaðsins næstu 13 árin. Þá var ákveðið að hætta með Markús, nánast í miðjum klíðum, því að hann lifir ennþá góðu lífi í erlendum dagblöðum, þó að Dodd hafi sjálfur lagt pennann á hilluna fyrir löngu. Stuttu áður en Markús hætti að prýða síður Morgunblaðsins fór að bera aftur á einstökum skopmyndum og teikniseríum. Líklega er þar einna langlífastur hann Ferdinand, sem hóf göngu sína í blaðinu í ágúst 1955 og er ennþá fastur gestur þar. Fjórum árum síðar hóf Cosper, annar langlífur vinur Morgunblaðsins, göngu sína í blaðinu. Það voru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem teiknuðu myndir í Morgunblaðið. Árið 1959 urðu önnur þáttaskil í sögu teikni- mynda í íslenskum dagblöðum. Þá hóf Morg- unblaðið birtingu framhaldssögunnar „Njáls- brennu og hefnd Kára,“ þar sem teiknarinn Halldór Pétursson myndskreytti valinn kafla úr Brennu-Njálssögu, en talið er að þar sé um að ræða fyrstu íslensku teiknimyndasöguna. Einnig má nefna að Gísli J. Ástþórsson heit- inn, ritstjóri Alþýðublaðsins, byrjaði á meðan hann var þar að teikna Siggu Viggu, fisk- vinnslustúlku sem vissi hvað hún söng. Þegar Gísli færði sig um set yfir á Morgunblaðið kom Sigga með honum, en einnig teiknaði Gísli skopmyndir í blaðið undir heitinu Þankastrik. Íþróttir og myndasögur í sérblöðum Eftir því sem leið á urðu myndasögur stærri hluti af blaðinu, og fengu þær að lokum eigin síðu þar sem um fimm til sex mismunandi sög- ur birtust. Kenndi þar ýmissa grasa. X-9 heils- aði til dæmis aftur upp á lesendur blaðsins í upphafi níunda áratugarins en ekki varð hann langlífur að þessu sinni. Garpur, öðru nafni He-Man, og Grettir, einnig þekktur sem Gar- field, fóru að birtast á þessum tíma. Í lesbók- inni mátti í stuttan tíma finna ævintýri Woody Allens á teiknimyndaformi, og svo mætti lengi telja. Það var því í raun tímanna tákn þegar „Myndasögur Moggans“ hófu göngu sína í sér- blaði á miðvikudögum en aðeins íþróttirnar höfðu fengið þann heiður áður. Myndasögurnar komu út í sérblaði í rúm 20 ár, og mátti þar lesa um ævintýri Smáfólks, Grettis, Högna hrekkvísa og fleiri. Mynda- sögublaðið lifði sem sérblað á miðvikudögum í rúmlega tuttugu ár áður en það breyttist í sér- stakt barnablað sem kemur út á laugardögum, en Smáfólkið, sem jafnan var vinsælasta myndasagan, birtist enn á síðum þess. Njálsbrenna og hefnd Kára hóf göngu sína í Morgunblaðinu undir „Les- bók barnanna“ í árslok 1959 og birtist fram á næsta ár. Sagan, með teikningum eftir Halldór Pétursson var fyrsta íslenska teiknimyndasagan sem birtist í íslensku dagblaði. Grettissaga fylgdi fljótlega í kjöl- farið, einnig teiknuð af Halldóri. Önnur dagblöð ákváðu í kjölfarið að birta eigin myndasögur byggðar á fornsögunum. Ljósálfurinn litli var fyrsta teiknimyndasagan sem birtist í íslensku dagblaði. Hollensk fréttastofa bauð Morgunblaðinu að birta þær og Árni Óla þýddi úr hollensku þó að hann kynni ekki málið. Síðar var sagan gefin út á bók, og þá hafði hún breytt um nafn og hét Dísa ljósálfur. Grín, glens og myndasögur Stefán Gunnar Sveinsson | sgs@mbl.is Skopmyndir og teiknimyndasögur hafa löngum notið mikilla vinsælda í Morgunblaðinu. Blaðið var fyrst íslenskra dagblaða til þess að birta reglulega teiknimyndasögu og hafa þær óneitanlega sett svip á sögu Morgunblaðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.