Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 100

Morgunblaðið - 02.11.2013, Side 100
100 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013 S tundum er sagt að fáir hlutir séu jafngamlir og dagsgamalt dag- blað. Í því blaði og dagblöðum gærdagsins felst þó oft mikill fjár- sjóður heimilda fyrir sagnfræð- inga og aðra sem vilja kynna sér liðna tíð. Guðni Th. Jóhannesson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að dagblöðin og fyrir- rennarar þeirra séu ómetanleg sem heimildir fyrir söguritun síðustu tveggja alda. „Það er þekkt orðatiltæki að segja að með blöðunum fái maður fyrsta uppkast sögunnar. Blaða- menn eru alltaf á vettvangi atburðanna og þá gildir einu hvað það er sem menn eru að fjalla um. Það geta verið fréttir af slysum, náttúru- hamförum, stjórnmálum eða efnahag, auk þess sem þeir vinna oft greinargerðir eða við- töl,“ segir Guðni. Sérstaða Morgunblaðsins mikil „Það má halda því fram að Morgunblaðið í krafti stærðar sinnar sé fremst meðal jafn- ingja þegar kemur að því að leita uppi fréttir af málefnum líðandi stundar hverju sinni,“ segir Guðni. Hann bætir því við að blaðið hafi að sjálfsögðu verið svipuðu marki brennt og hin blöðin, að það tók ákveðinn málstað og varði hann. „Skrif blaðsins um stjórnmál verð- ur að sjá í því ljósi, það þýðir ekki að þau verði ómöguleg, en það þarf að hafa þau tengsl í huga, á sama hátt og þeir sem lesa Tímann, Alþýðublaðið og Þjóðviljann þurfa að íhuga tengsl blaðanna við sína flokka,“ segir Guðni. Aðspurður hvort þau tengsl hafi kannski verið hentug fyrir greiningu sagnfræðinga segir Guðni tíma flokksblaðanna hafa verið þægilegan að mörgu leyti. „Ef menn vilja kanna afstöðu stóru flokkanna í fjórflokknum, þá dugði lengstum að skoða leiðara viðkom- andi blaðs, en ef menn vilja í dag þefa uppi sjónarhorn þá þarf að fara á heimasíður flokk- anna, eða leita í þingtíðindum. Það var því þægilegra að því leyti að auðvelt var að vita hvar „línuna“ hjá flokkunum var að finna.“ Guðni tekur fram að ekki megi gleyma því að Morgunblaðið reyndi, sérstaklega í rit- stjóratíð Matthíasar Johannessen og Styrmis Gunnarssonar, að fjarlægjast flokksstimpilinn og nálgast mál af meiri hlutlægni en hin blöð- in. „En menn féllu stundum á þessu „flokks- bindindi,“ sérstaklega í kringum kosningar og í formannstíð Geirs Hallgrímssonar réð vin- skapur hans við ritstjórana miklu um stuðning blaðsins, jafnvel á kostnað þeirrar hlutlægn- islínu sem það var að reyna að feta.“ Guðni segir að þegar kom að almennum fréttaflutningi hafi kostir Morgunblaðsins þó oftast vegið þyngra en tengslin við Sjálfstæð- isflokkinn. Ítarlegustu frásögnina af atburð- um, eins og til dæmis náttúruhamförum, hefði þá oftast verið að finna í Morgunblaðinu. „Í krafti stærðar blaðsins höfðu menn meira pláss, í krafti reynslunnar höfðu menn frá- bæra blaðamenn að öllu jöfnu og frábæra ljós- myndara. Þá má nefna að blaðið var og er enn oft leiðandi í nýjungum, tækni og framsetn- ingu, þó að íhaldssamt fólk eins og ég sakni þess að erlendu fréttirnar séu ekki lengur á forsíðunni!“ segir Guðni og hlær. Íslensk sagnfræði gjörbreytt Ein breyting hefur orðið á landslagi íslenskra sagnfræðirannsókna, tilkoma vefjarins tima- rit.is, þar sem hægt er að nálgast nærri því öll gömul blöð og tímarit sem gefin eru út á Ís- landi. Guðni líkir tilkomu timarit.is við bylt- ingu. „Á þessum eina stað fær áhugafólk um liðna tíð öll dagblöðin og aragrúa héraðsblaða. Mér liggur við að segja að þetta sé einsdæmi í veröldinni, án þess að ég hafi kynnt mér það, en þetta er stórkostleg leið til þess að stunda rannsóknir.“ Tæknivæðingin hafði óvænt áhrif á loka- verkefni sagnfræðinema. „Þarna var Morg- unblaðið fyrst inn á sínum tíma og maður sá það að um nokkurra ára skeið kom „Morg- unblaðsslagsíða“ á BA-ritgerðir í sagnfræði og eflaust stjórnmálafræði líka, þannig að þar náði Mogginn aftur yfirburðum yfir hin flokksblöðin, þó að nú hafi það jafnast meira út, þegar hin blöðin eru komin inn á timarit.is líka,“ segir Guðni. Þegar rætt er um tæknina og sagnfræði- rannsóknir nefnir Guðni að Morgunblaðið hafi þar enn yfirburði. „Þar á ég við mbl.is, sem hefur það framyfir aðra veffréttamiðla að leit- armöguleikarnir eru alveg til fyrirmyndar. Vilji menn finna fréttir úr okkar sam- tímasögu, þá er mbl staðurinn til að fara á,“ segir Guðni sem bætir við að hann viti til þess að sumir fréttamenn á samkeppnismiðlunum noti mbl.is til að fletta upp í gömlum fréttum, þar sem þeirra eigin miðlar hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að leitarmögu- leikum. „Þar hefur Mogginn því skapað sér og viðhaldið yfirburðastöðu.“ Endalok pappírsblaðanna? Talið berst að rafvæðingu dagblaða og frétta- miðlunar og hvaða áhrif hún muni hafa á sagnfræðirannsóknir. „Maður vonar að það verði ennþá greinarmunur á bloggi og vönd- uðu dagblaði, að það verði ennþá vandaður vettvangur fyrir öflun frétta og greiningu þeirra og að sú vinna verði unnin af fólki sem hefur af því atvinnu,“ segir Guðni. Hann tekur fram að netvæðingunni og sam- félagsmiðlunum fylgi sá kostur að venjulegt fólk færist nær fréttunum, það losni við milli- liðina sem felist í dagblöðum eða öðrum fjöl- miðlum. Þrátt fyrir það verði enn þörf á miðl- um þar sem fréttum er skipulega safnað saman og fréttaskýringar unnar. „Þá eru dag- blöð flott skapalón, hvort sem þau koma út á pappír eða á skjánum, það er ekki aðalatriðið. Stephen Fry, hinn virti leikari, sagði eitt sinn að bækur yrðu áfram til þrátt fyrir tölvu- tæknina, því að ekki útrýmdu rúllustigar venjulegum stigum.“ Hins vegar sé ljóst að gullöld prentaðra dagblaða sé liðin og komi líklega ekki aftur. Ofgnótt heimilda Sagnfræðingar sem fást við sögu samtímans glíma við þann vanda að því nær í tíma sem viðfangsefnið er, þeim mun erfiðara verður að fá yfirsýn og að þaulkanna heimildirnar. Guðni kynntist því líklega hvað mest þegar hann skrifaði Hrunið um atburði sem þá voru jafnvel ekki nema nokkurra vikna gamlir. „Vandinn þá varð þessi ofgnótt heim- ildanna. Við getum sagt sem svo að ef við ætl- um að líta á frásagnir fjölmiðla eða skriflegar heimildir um eitthvert hitamál fyrr á tíð, tök- um Drengsmálið 1921 sem dæmi, þá ætti ekki að taka mjög langan tíma að finna á timarit.is allt sem kom fram um málið í fjölmiðlum og jafnvel víðar á þeim tíma,“ segir Guðni. „En þegar þú tekur einhvern atburð sem stendur okkur jafnnærri í tíma og bankahrunið, þá er staðan sú að þó að þú takmarkir þig aðeins við nokkrar vikur eða daga, þá er ofgnótt heim- ildanna slík að menn ná aldrei að segja: „Ég er búinn að kynna mér allt.“ Það er ómögu- legt á okkar netvæddu dögum. Vandinn verð- ur þá að velja og hafna, hvað er þess virði að leita að og halda til haga.“ Munurinn á blaðamönnum og sagnfræð- ingum kemur þá skýrt í ljós, að mati Guðna. „Blaðamenn segja frá því sem gerist þá stundina, og þá eru efnistökin allt önnur og viðmiðin önnur en þau sem sagnfræðingar hafa síðar uppi. Bæði er auðveldara að sjá hvað var mik- ilvægt og hvað ekki og öldurnar hefur þá lægt, tilfinningarnar eru ekki jafnheitar,“ seg- ir Guðni. „En hjá báðum ætti meginmarkmið að vera að segja satt og rétt frá og sýna hlut- lægni og sanngirni, þó að báðir ættu að gera sér grein fyrir því að fullkomin hlutlægni er ekki til.“ Morgunblaðið/Ómar „Fyrsta uppkastið að sögunni“ Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson | sgs@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að blöð séu ómetanleg heimild fyrir sagnfræðinga um söguna. Morgunblaðið hafi þar verið fremst meðal jafningja þegar kemur að því að skoða sögu 20. aldarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, lektor í sagnfræði við Há- skóla Íslands, segir að dag- blöð séu ómetanleg heimild fyrir sagnfræðinga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.