Morgunblaðið - 05.12.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 05.12.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 VIÐTAL Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Tveir lögreglumenn leituðu skjóls hjá pólskri fjölskyldu á þriðju og efstu hæð Hraunbæjar 20 til að forð- ast byssumann sem þá hafði skotið á þá og félaga þeirrra. Þeir voru í fyrsta hópnum sem kom á vettvang aðfaranótt mánu- dags. Í fyrstu taldi lögregla mögu- legt að maðurinn hefði framið sjálfs- víg í íbúðinni og opnaði dyrnar að íbúðinni til að kalla inn til hans. Mað- urinn skaut þá úr haglabyssu á lög- reglu, skotið hæfði skjöld eins lög- reglumannsins sem kastaðist við það aftur á bak niður stigann. Lögreglu- mennirnnir tveir hörfuðu upp á þriðju hæð og þar urðu þeir í raun innlyksa. Þeir voru óvopnaðir og höfðu því afar litla eða enga mögu- leika til að verjast byssumanninum. Sveittir og stressaðir Í íbúðinni voru systkini, 17 ára stúlka og 26 ára karlmaður, móðir þeirra og kærasta mannsins. Fjöl- skyldan hefur búið hér í 5-6 ár en þau eru frá borginni Elk í norðaust- urhluta Póllands. Morgunblaðið ræddi í gær við systkinin tvö. „Mamma vakti okkur og sagði að það væri verið að berja á dyrnar og að hún hefði heyrt skot eða spreng- ingu. Ég fór að dyrunum og kallaði og spurði hver hefði bankað. Ég leit í gegnum gægjugatið á hurðinni og sá tvo lögreglumenn á stigapallinum,“ sagði maðurinn. Lögreglumennirnir hefðu líka barið á dyrnar á hinum tveimur íbúðunum á stigaganginum en virtust ekki hafa fengið svör þar. „Ég opnaði fyrir þeim og hleypti þeim inn. Þeir voru sveittir og greinilega mjög stressaðir,“ sagði maðurinn. Þegar stúlkan kom fram voru lög- reglumennirnir komnir inn og hún áttaði sig ekki strax á því hvað væri að gerast. „Við vissum ekki hvort hann væri með byssu eða sprengju. Við vorum óskaplega hrædd,“ segir stúlkan. „Þetta var bara eins og í bíó- mynd.“ Þótt lögreglumennirnir hafi aug- ljóslega verið stressaðir hafi þeir verið mjög almennilegir og m.a. hafi þeir látið hana fá lögregluúlpu þegar hún kvartaði undan kulda. Lögreglumennirnir voru óvopnað- ir og maðurinn bendir á að þótt ann- ar þeirra hafi haft hylki með pipar- úða hefði það dugað skammt ef byssumaðurinn hefði komið á eftir þeim upp á þriðju hæð. Lögreglu- mennirnir hefðu spurt hvort byssa eða annað sem mætti nota til varnar væri í íbúðinni en svo var ekki. Þeir hefðu beðið konurnar þrjár sem voru í íbúðinni að vera frammi í stofu og sitja í sófa en þar voru þær fjarri gluggum. Maðurinn og lög- reglumennirnir tveir hefðu síðan hjálpast að við að setja rúm, kassa með gervijólatré og stóla fyrir dyrn- ar til að torvelda manninum inn- göngu, reyndi hann að brjóta sér leið inn í íbúðina. Maðurinn segir að annar lögreglu- maðurinn hafi tekið sér stöðu á gangi, við hlið inngangsins í íbúðina en hann hafi sjálfur tekið sér stöðu í eldhúsinu. Þannig hefðu þeir getað sótt að byssumanninum úr tveimur áttum, kæmist hann inn. Hinn lög- reglumaðurinn hafi fylgst með at- burðarásinni út um glugga. Systkinin telja að lögreglumenn- irnir hafi verið í íbúðinni frá um klukkan 3.30 til um 5, þegar liðs- menn sérsveitar ríkislögreglustjóra fylgdu þeim út. Það bar mjög brátt að. Stúlkan segir að sérsveitarmenn hafi barið á dyrnar og lögreglumenn- irnir tveir í fyrstu ekki verið vissir um að þarna væru lögreglumenn á ferð. Síðan hafi þeir sagt að allir ættu að fara út þegar í stað. Þau hafi ekki haft ráðrúm til að klæða sig og hún var því aðeins á náttfötunum og berfætt þegar þau yfirgáfu íbúðina. Sérsveitarmennirnir hafi fylgt þeim niður stigaganginn, skýlt þeim með skjöldum sínum og beint byssum sín- um að íbúð mannsins þegar þau fóru framhjá henni. Stigangurinn var þá fullur af reyk eða gasi og leysimið sem lögregla notar til að miða byssum sínum sáust því vel. Stúlkan segist hafa þurft að hlaupa dálítinn spöl í snjónum berfætt og auðvitað orðið ískalt. „Ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um þetta núna,“ segir hún. Fékk enga hjálp Systkinin og annar nágranni mannsins sem Morgunblaðið ræddi við í gær lýsa því hvernig veikindi byssumannsins virðast hafa ágerst undanfarið. Þau lýsa ýmsu ónæði af hans völdum, hann talað eða rifist við sjálfan sig, sparkað ítrekað í bíl sem hann átti o.fl. Nágranninn taldi að manninum hefði hrakað í kjölfar áreksturs sem hann hefði lent í fyrir um tveimur vikum. „Greyið maðurinn, hann fékk enga hjálp. En löggan gerði allt sem hún gat,“ segir stúlkan. Fengu skjól hjá fjölskyldu  Tveir lögreglumenn fengu skjól í íbúð hjá fjölskyldu á 3. hæð í Hraunbæ 20  Hörfuðu undan byssumanninum og börðu á dyr hjá íbúum  Voru óvopnaðir Morgunblaðið/Rósa Braga Rannsókn Liðsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á leið inn í íbúð byssumannsins. Búið er að loka íbúðinni með tréplötu. Maðurinn sem lést eftir viður- eign við lögreglu í Hraunbæ 20 í Reykjavík að morgni mánu- dags hét Sævar Rafn Jónasson. Hann var 59 ára gamall, fæddur 17. apríl 1954. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvaðan haglabyssan sem Sævar Rafn hafði í fórum sínum og skaut af á lögreglu er komin. Sævar Rafn hafði ekki byssuleyfi og var byssan ekki skráð á hann, samkvæmt heimildum mbl.is. Sævar Rafn skaut að sérsveit- armönnum og hæfði tvo þeirra. Hann lést síðar af skotsárum sem hann hlaut í viðureign við lögreglu. Meðal þess sem lögreglan skoðar er hvort hann hafi fengið byssuna að láni. Hann var vopnaður hagla- byssu. Atvik og aðgerðir rannsakaðar Í tilkynningu frá ríkissaksóknara á þriðjudag kom fram að atriði sem varða forsögu mannsins sem lést, m.a. meðferð hans á skotvopni, sé á forræði lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu að rannsaka, allt eftir því sem hann telji tilefni til. Ríkissaksóknari hefur hins vegar hafið rannsókn á atvikum og að- gerðum lögreglu í fjölbýlishúsinu að Hraunbæ 20 í Reykjavík. Kanna uppruna byssunnar  Var ekki skráð- ur fyrir byssu Sævar Rafn Jónasson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Umsátursástand myndaðist á Sauð- árkróki í gær þegar maður á fimm- tugsaldri hafði samband við fjar- skiptamiðstöð lögreglunnar og kvaðst vera vopnum búinn. Hafði hann í hótunum við lögregluna en samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu reyndist maðurinn hins vegar ekki hafa skotvopn undir höndum þegar upp var staðið. Málið er nú til rannsóknar og mun maðurinn dvelja í fanga- geymslu þar til skýrsla verður tekin af honum í dag að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögreglu- þjóns á Sauðárkróki. Lögreglumenn með skotvopn meðan beðið var sérsveitar Stefán segir að fimm sérsveit- armenn hafi verið kallaðir út frá Akureyri eftir að hótun mannsins barst. Hann vill ekkert fullyrða um það hvort atburðirnir í Árbæ á mánudag, þar sem byssumaður féll fyrir hendi lögreglunnar, séu kveikjan að hegðun mannsins. „Auðvitað hafa menn áhyggjur af því að slíkir atburðir geti undið upp á sig, en hvort það eigi við í þessu tilviki, get ég ekkert sagt til um. En það sem þetta kennir okkur hins vegar enn fremur er að lögreglan þarf að vera við öllu búin, öllum stundum,“ segir Stefán. Að sögn hans stóð umsáturs- ástandið yfir í um þrjár klukku- stundir, frá um kl. 13-16. Maðurinn sagðist vera skotvopnum búinn og að sögn Stefáns þurftu lögreglu- menn á Sauðárkróki því einnig að vera með skotvopn meðan á um- sátrinu stóð. Biðu þeir að sögn Stef- áns í rúma klukkustund eftir sér- sveitarmönnum frá Akureyri og komu þeir á staðinn um klukkan 14.30. Hefur átt við geðræn vandamál að stríða „Á þessum tíma hringdi hann í okkur og við hringdum í hann til skiptis. Allan tímann reyndum við að fá hann til þess að koma fram og gefast upp. Það bar svo árangur rétt fyrir fjögur,“ segir Stefán. Hann segir að maðurinn hafi verið mjög æstur meðan á umsátrinu stóð og verið afar uppsigað við lögregl- una. Að sögn Stefáns lauk umsátrinu með því að maðurinn hleypti lög- reglumönnum inn um dyrnar. Að sögn Stefáns hefur maðurinn átt við geðræn vandamál að stríða. „Hót- anir mannsins beindust nær ein- göngu gegn lögreglu,“ segir Stefán en vildi ekki gefa upp hvort hótanir mannsins hefðu beinst gegn lög- reglu vegna einhverra fyrri atvika. Maðurinn gisti fangageymslur í nótt og fer í skýrslutöku í dag. „Svo verður athugað hvort við þurfum að koma manninum undir læknishend- ur. Svo er spurning hvað verður um hann en það er annarra en lögregl- unnar að ákveða það,“ segir Stefán. Viðbúnaður vegna hótana um skotárás  Reyndist vera óvopnaður meðan á umsátrinu stóð Ljósmynd/Feykir.is Viðbúnaður Umsátursástandið stóð yfir í um þrjár klukkustundir í gær. Íbúð mannsins er í húsinu lengst til hægri á myndinni. Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrí- tugsaldri en hann er grunaður um að hafa 17. mars sl. hrist fimm mánaða gamla dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar. Bráðabirgðaniðurstaða réttarlækn- isfræðilegrar rannsóknar benti til að barnið hefði látist af völdum svo- kallaðs „shaken baby syndrome“. Faðirinn var í mars úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann sem hefur ítrekað verið framlengt síðan. Ákæran í málinu fæst ekki af- hent þar sem ekki er útilokað að þinghald verði lokað. Hins vegar hefur fengist staðfest hjá rík- issaksóknara að sakarefnið er heim- fært undir ákvæði 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Í því seg- ir: „Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sér- staklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ.á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir lík- amsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.“ Ákærður fyrir að vera valdur að dauða barns  Barnið hrist svo blæddi inn á heila

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.