Morgunblaðið - 05.12.2013, Side 24

Morgunblaðið - 05.12.2013, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þetta var hansstærsti sig-ur og helsta kosningamálið þegar sóst var eftir endurkjöri. Heil- brigðistrygg- ingakerfið, sem í almennu tali vestra er kallað Obamacare, átti að verða bautasteinninn um það hvaða áhrif Barack Obama hefði haft á bandarísk innanlandsmál. Nú stefnir allt hins vegar í það að Obamacare verði til þess að gera út af við seinna kjörtímabil forsetans. Samkvæmt könnunum segja 57% Bandaríkjamanna að þau styðji ekki umbæturnar, og 55% eru ósátt við störf Obama sem forseta. Hluti vandans er það hvernig Obamacare fékkst samþykkt með miklu harðfylgi í banda- ríska þinginu. Þingmenn skipt- ust í fylkingar nánast alveg eft- ir flokkslínum og deilan um Obamacare varð nánast per- sónuleg gagnvart forsetanum. Löngu eftir að lögin um Oba- macare voru samþykkt og eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi þau lögleg eftir króka- leiðum hafa repúblíkanar því haldið uppi andstöðu við þau. Deilan um Obamacare hefur til dæmis verið grunnurinn að þeirri óvissu um fjármögnun ríkisins sem skekið hefur Bandaríkin síðustu árin. Andstaða almennra Banda- ríkjamanna við Obamacare er hins vegar ekki sprottin af deil- um um fjármögnun eða hug- myndafræði repúblíkana, held- ur býr tvennt þar einkum að baki. Annað er að komið hefur í ljós að loforð forsetans um að „ef þér líkar við tryggingarnar þínar núna, þá færðu að halda þeim“ hefur reynst vera rangt. Tryggingafélögin hafa út frá ákvæðum laganna neyðst til þess að bregðast við sam- keppni ríkisins. Um þarsíðustu mánaðamót fékk því stór hópur Bandaríkjamanna bréf inn um lúguna þar sem útskýrt var fyrir honum að vegna laganna stæði til að hann þyrfti að borga hærri iðgjöld fyrir verri heilbrigðistryggingar. Óhætt er að fullyrða að það séu þver- öfugar afleiðingar við það sem stefnt var að með Obamacare. Hitt atriðið, síðasti naglinn, ef svo má að orði komast, var svo opnun heimasíðunnar þar sem fólk átti að skrá sig. Alls kyns tæknigallar hafa hrjáð síðuna frá upphafi og fólki ver- ið gert erfitt fyrir að skrá sig. Fyrsta mánuðinn skráðu sig rétt rúmlega 100.000 manns, af þeim 50 milljónum Bandaríkja- manna sem hafa ekki heilbrigð- istryggingar. Enginn virðist við stjórn sem ber ábyrgð á klúðrinu og spurningar hafa jafnframt vaknað um öryggi persónuupplýsinga, þó að eng- inn tyrkneskur hakkari hafi gert vart við sig vestanhafs enn sem komið er. Allt þetta hefur veikt stöðu Obama mjög. Trúverðugleiki hans hefur beðið hnekki og þingmenn demókrata í bar- áttusætum eru farnir að huga að þingkosningunum 2014. Einnig hefur því verið velt upp hvort Obama hefði ekki getað afstýrt þessum hörðu deilum með því að koma meira til móts við repúblíkana í upphafi. Lík- lega eru slíkar sáttaumleitanir um seinan nú, en Obama hefur hins vegar enn möguleika á að laga hnökrana við Obamacare. Spurningin er þó hvort skaðinn sé nú þegar orðinn of mikill. Bandaríkjaforseta hefur tekist illa upp við endurskoðun heilbrigðiskerfisins} Myllusteinn Obama Steingrímur J.Sigfússon og eftirmaður hans á formannsstóli VG, Katrín Jak- obsdóttir, birtust óvænt eins og frelsandi englar Ríkisútvarpsins í þingsölum í gær og sóttu hart að Illuga Gunnarssyni menntamála- ráðherra. Ráðherrann fipaðist þó hvergi og benti á viðskilnað þeirra sjálfra við „RÚV.“ Steingrímur J. og Katrín for- dæmdu þá menntamálaráð- herra fyrir að „dvelja í fortíð- inni.“ Þeirra fortíð. Þau tvö settu það fordæmi að klípa af hinum sérstaka nef- skatti til „RÚV“ og láta klíp- una renna í ríkiskassann. Auð- vitað hefði verið eðlilegast að lækka nefskattinn á almenning. Nú eru margir í uppnámi vegna út- komu íslenskra skóla í svonefndri PISA-könnun. Slík hrakför á sinn aðdraganda. Katrín Jak- obsdóttir kemst ekki hjá því að horfa á þá niðurstöðu sem upp- skeru eftir fjögurra ára ráð- herratíð hvað þennan þátt varðar. Eða má ekki heldur horfa til þeirrar fortíðar þegar fall- einkunnin birtist? Nú eru sex mánuðir síðan VG ráðherrarnir tveir hrökkluðust úr rík- isstjórn. Vilja þau að verk þeirra þar séu þurrkuð út eftir sex mánuði, eins og smáskila- boð hjá Vodafone? Fortíðarlausir ráðherrar eru sjaldgæf eintök} Fortíðarflótti Þ að fer ekki framhjá þeim sem veita umhverfi sínu einhverja eftirtekt að stjórnarandstaða landsins er slegin og ráðlaus nú þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu skuldugra heimila hafa verið lagðar fram og hlotið góðar und- irtektir. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega gert það sem stjórnarandstaðan hafði hvorki rænu né vit á að gera þegar hún var við völd. Þá reyndi vinstri stjórnin stöðugt að tyggja það ofan í þjóðina að allt hefði verið gert sem hægt væri að gera fyrir heimilin í landinu. Fólkið sjálft vissi mætavel að ekkert hafði verið gert og skildi sömuleiðis að vinstri stjórnin væri einbeitt og staðföst í því að halda áfram að gera alls ekki neitt. Það er afskaplega erfitt að vera á móti að- gerðum í þágu skuldugra heimila en stjórnarandstaðan reynir það nú samt. Hún er dáðlaus en ekki alveg mál- laus og reynir að klóra í bakkann með litlum árangri. Það er beinlínis vandræðalegt að horfa upp á fulltrúa hennar tjá sig um hinar nýju tillögur ríkisstjórn- arinnar. Ólundarsvipur er límdur á andlit þessa fólks og fas þess ber með sér að því líði ekki sérlega vel enda veit það mætavel að það hefur glatað trúverð- ugleika. Stjórnarandstaðan lagði gríðarlega orku í að telja almenningi trú um að loforð annars stjórn- arflokksins, Framsóknarflokksins, um skuldaleiðrétt- ingu væri ein stór blekking, eins konar met í fölskum kosningaloforðum. Þessi málflutningur stenst ekki lengur, reynist hafa verið hræðsluáróður. Ríkisstjórnin stendur nú uppi sem sigurvegari og þá sérstaklega for- sætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, sem hvikaði aldrei í málflutningi sínum heldur ítrekaði hvað eftir annað að ríkisstjórnin myndi vinna að leiðréttingu á skuldum heimila landsins. Pólitískir andstæðingar forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hafa einskis svifist þegar kemur að því að hafa af honum æruna. Hann hefur verið kallaður öllum illum nöfnum, verið gerður að hold- gervingi afturhalds og stöðnunar, kallaður lýðskrumari og sagður vera nánast þjóð- hættulegur maður. Það hefur ekki verið neinn stillingartónn í ýmsum ummælum um forsætisráðherra. En þau eru í takt við nýjustu strauma og tísku í þjóðmálaumræðunni þar sem menn leggja beinlínis upp úr því að opinbera átakanlegan skort sinn á almennri kurteisi. Þeir sem skrifað hafa og talað hvað svæsnast um forsætisráðherra hafa senni- lega ekki manndóm í sér til að biðja forsætisráðherra afsökunar nú þegar hann og ríkisstjórn hans hafa lagt fram skynsamlegar tillögur um skuldaniðurfellingu. Sumir verða alltaf dónar. En ríkisstjórnin hefur styrkt sig um leið og stjórnar- andstaðan virðist vera í nokkurri tilvistarkreppu. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Sigur fyrir ríkisstjórnina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Matvælastofnun hefur ennekki gengið frá ráðn-ingarsamningum viðsex dýraeftirlitsmenn sem ráðnir voru til starfa í haust og eiga að taka til starfa 1. janúar næst- komandi. Óvissa hefur verið með fjárveitingar til verkefnisins en reiknað er með að málið skýrist við aðra umræðu fjárlaga. Alþingi samþykkti í vor ný lög um velferð dýra og búfjárhald. Sam- kvæmt þeim mun Matvælastofnun taka við störfum á fjórða tug búfjár- eftirlitsmanna sem nú starfa í hluta- störfum á vegum sveitarfélaga um allt land og sinna öflun hagtalna í landbúnaði ásamt almennu búfjár- eftirliti. Samhliða þessu annast stofnunin framkvæmd nýrra laga um velferð dýra og þar með eftirlit með gæludýrum sem áður var hjá Um- hverfisstofnun. Tilkynnt um ráðningu Atvinnuvegaráðuneytið gerði frá upphafi ráð fyrir fjölgun starfa hjá Matvælastofnun vegna þessara nýju verkefna, þar á meðal sex sér- fræðinga, svokallaðra búfjáreftirlits- manna, í jafn mörgum útibúum. Sextíu umsóknir bárust um þessi sex störf þegar þau voru aug- lýst í sumar. Matvælastofnun birti tilkynningu á vef sínum 30. október um það hverjir hefðu verið ráðnir í þessi störf. Ekki var gert ráð fyrir fjárveit- ingu til ráðningar eftirlitsmannanna í fjárlagafrumvarpi næsta árs en fram kom við fyrstu umræðu að til- laga yrði gerð við aðra umræðu. Þá var í tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar lagt til að kostn- aður við innleiðingu dýravernd- unarlaga yrði endurskoðaður. Atvinnuvegaráðuneytið mun hafa beðið Matvælastofnun um að halda að sér höndum þar til málin skýrð- ust. Allavega hefur enn ekki verið skrifað undir ráðningarsamninga. Tillaga um að draga úr Samkvæmt upplýsingum Stef- áns Guðmundssonar, forstöðumanns rekstrar- og mannauðssviðs Mat- vælastofnunar, hefur undirbúningur að gildistöku laganna tekið mið af kostnaðarmatinu sem fylgdi báðum frumvörpunum. Gert var ráð fyrir að kostnaður yrði 115 milljónir kr. á fyrsta ári og 106 milljónir eftir það. Þar af eru 83 milljónir vegna verk- efna sem nú eru á ábyrgð sveitarfé- laganna. Samband íslenskra sveitar- félaga hefur aðra sýn á málið og bendir á að ýmis verkefni eru áfram á vegum sveitarfélaganna. Gera átti samkomulag um verkefnatilfærsluna á milli ríks og sveitarfélaga. Nú hafa fulltrúar úr atvinnu- veganefnd Alþingis flutt frumvarp um breytingar á umræddum lögum þar sem dregið verður úr kröfum um eftirlit og þar með kostnaði. Þannig verður ekki skylt að skoða alla staði annað hvert ár heldur áhættuflokk- un látin ráða. Ekki örugg fjárveiting Matvælastofnun reiknaði með að hægt yrði að ganga frá ráðningum eftirlitsmannanna í framhaldi af 2. umræðu sem vera átti í þessari viku en var frestað fram í næstu viku. Vigdís Hauksdóttir, formað- ur fjárlaganefndar, segist ekki geta sagt neitt um málið þegar hún er spurð að því hvort vænt- anleg sé tillaga um fjárveitingu við aðra umræðu. „Eitt get ég þó sagt að augljóst er að frest- unin á ráðningarsamning- unum á rætur að rekja til þess að ekki er komin örugg fjárveiting frá Alþingi,“ seg- ir Vigdís. Engar fjárveitingar til búfjáreftirlits Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Búfé Vonir eru bundnar við að eftirlit með velferð dýra verði skilvirkara með ráðningu sex sérhæfðra eftirlitsmanna úti um landið. Frestun á frágangi ráðningar- samninga nýrra búfjáreftirlits- manna skapar óvissu og setur strik í reikninginn í ráðstöf- unum sem fólk þarf að gera vegna núverandi starfs, hús- næðis og jafnvel fjölskyldu- mála. Langur kapall þarf að ganga upp. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri við endurmennt- unardeild Landbúnaðarháskóla Íslands, var ráðin eftirlits- maður á Austurlandi. Hún seg- ist hvorki hafa getað gengið frá samningum um leigu á hús- næði sínu á Hvanneyri né um húsnæði á Egilsstöðum. Fólk hafi ekki endalausa þol- inmæði. Erfitt sé að redda svona hlutum á nokkrum dögum. „Þetta fær mann til að hugsa um það hvort maður hafi tekið rétta ákvörðun að þiggja þetta starf.“ Óvissa hjá fjölskyldum ERFITT VEGNA FRESTUNAR Ásdís Helga Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.