Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 ✝ Friðrik Theo-dórsson, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri og tónlistarmaður, fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1937. Hann lést 28. mars 2014. Foreldrar hans voru Sigríður Mar- grét Helgadóttir, húsfreyja og um- boðsmaður DAS, f. 1910, d. 1977 og Theodór Gíslason, hafn- sögumaður, f. 1907, d. 1986. Systkini: Gísli Theodórsson, f. 1930, d. 2001, og Guðbjörg Theo- dórsdóttir, f. 1943. Friðrik kvæntist Eddu Völvu Eiríks- dóttur 1962. Edda Völva er fædd 1. október 1939 og foreldrar hennar voru Valborg Bents- dóttir, f. 1911, d. 1991, og Eirík- ur Baldvinsson, f. 1906, d. 2004. Börn Friðriks og Eddu Völvu eru Hildur, f. 1962, Hrefna, f. 1965, og Halla Rún, f. 1972. Maki flugvél. Eftir heimkomu hóf Frið- rik störf hjá Rolf Johansen & Co. Þar var hann framkvæmdastjóri mestan hluta starfsævinnar að undanskildum rúmum sjö árum sem Friðrik starfaði hjá Loftleið- um, fyrst sem sölustjóri hótels og síðar sem deildarstjóri frakt- deildar. Árið 1970 tók hann þátt í að stofna Cargolux í Lúxemborg. Friðrik var þekktur tónlist- armaður. Hann spilaði á kontra- bassa í mörg ár og síðar á bás- únu. Þá söng hann einnig og brá oft fyrir sig skattsöng. Friðrik kom víða við í tónlist og spilaði með fjölmörgum hljómsveitum. Þegar hann lést spilaði hann með Lúðrasveit Reykjavíkur og Stór- sveit öðlinga. Friðrik sat lengi í framkvæmdastjórn Jazzvakn- ingar. Hann var í stjórn Jazzhá- tíðar Reykjavíkur frá upphafi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar frá 1999 til 2005. Friðrik var heiðraður sérstaklega á Jazzhá- tíð Reykjavíkur 2013 og var sá fyrsti sem hlaut þá viðurkenn- ingu. Þá var Friðrik í stjórn jazz- deildar FÍH í fjölmörg ár og hélt úti öflugri fréttaveitu um jazz- viðburði. Útför Friðriks fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 11. apríl 2014, kl. 13. Hildar er Jóhannes Albert Sævarsson, f. 1962, og börn þeirra eru Hrund, f. 1992, Friðrik Húni, f. 2001, og Kári Hrafn, f. 2003. Maki Hrefnu er Hörður Sigurðarson, f. 1962. Dóttir Hrefnu er Eyrún Eggerts- dóttir, f. 1982, maki hennar er Þor- steinn Otti Jónsson, f. 1980, og börn þeirra eru Jökull Otti, f. 2007, og Bjartur Otti, f. 2010. Maki Höllu Rúnar er Jón Benoný Reynisson, f. 1961. Friðrik lauk prófi frá Versl- unarskóla Íslands 1955 og fór þá að starfa hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Árið 1958 fór hann á þeirra vegum til Banda- ríkjanna og vann í þrjú ár við að setja á fót og reka fiskvinnslu- verksmiðju. Í Bandaríkjunum tók Friðrik einkaflugmannspróf og eignaðist hann síðar hlut í Sumum lætur vel að tala um hluti, mörgum hættir til að færast of mikið í fang, en svo eru það þeir sem ekki gefa drauma sína upp á bátinn, eru framkvæmdarmenn; læra að fljúga á miðjum aldri og með elju og þrjósku þjálfa sig út í eitt í bílskúr til að ná tökum á nýju hljóðfæri; í lífi sínu sönnun þess að aldrei er of seint að breyta út af föstum venjum, leyfa draumum sínum að rætast. Lúðrahljómsveit Reykjavíkur var einn af föstum punktum Frikka, annar var Öðlingarnir, sveit eldri eðaldjassara; man Frikka alltaf á ferð á milli þessara hnita með lúður í tösku, á leið á æfingar eða til að spila á giggum, jafnvel scattaði hann stundum eða söng á jólaböllum með sinni hrjúfu látúnsrödd. Óbilandi ástríða; djass og brass voru hans súrefni, ekki til heilnæmara loft en það sem dregið var inn um munnvik og blásið út í gegnum hljóðfærið. Frikki flaug um háloft lífsins og blés í básúnu til síðasta dags. Gott faðmlag fer eftir hjarta- lagi ekki lengd arma; faðmur Frikka var víður og hlýr, virkaði eins og bros, bræddi alla þá sem í hann komust. Eftir að Frikki kvaddi rædd- um við feðgar um mannshugann, sem er stærri en alheimurinn, dularfyllri og margbreytilegri. Þar rúmast allt; hugmyndir okk- ar og hugsanir um hvaðeina. En við dauðann, hvað verður þá um allt það sem hugurinn geymdi, spurðu afastrákarnir. Ósögð orð tapast, óráðnir draumar og óupp- fylltar langanir einnig; margt lifir samt áfram í minningum og verk- um þess látna, en ekki þó síst sá orðstír, hveim er sér góðan getur. Það verðuga úr lífi sérhvers manns á að vera eftirkomendum hvatning til mannbætandi verka, þá var til einhvers lifað. Á þann hátt mun Frikki verða okkur ná- lægur, minnir okkur á góð gildi, þó svo hann sé nú farinn að leika á básúnu með nýju bandi. Látúns- herinn hefur skipaði honum til sætis nærri goðsögnum djassins, spilurum sem Frikki hreifst með þegar hann dvaldi ungur maður í Ameríku; það er alltaf pláss fyrir góðan blásara, nýjan tón. Jóhannes Albert Sævarsson. Elsku afi okkar. Við kveðjum þig með miklum söknuði og sorg í hjarta. Þú hefur verið stór hluti af lífi okkar allra og við hefðum ekki getað hugsað okkur að eiga betri afa. Þú varst svo kærleiksríkur og glaður og alltaf til í að syngja, hlæja og segja brandara. Þú varst mikill fjölskyldumaður og traust- ur, alltaf til staðar ef við þurftum á stuðningi að halda, svo hjálp- samur og greiðvikinn. Við mun- um öll eftir stóra og hlýja faðm- laginu þínu. Þar var líka alltaf svo góð rakspíralykt. Elsku afi, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Eyrún Eggertsdóttir, Hrund Jóhannesdóttir, Friðrik Húni Jóhannesson, Kári Hrafn Jóhannesson. Friðrik mágur minn féll skyndilega frá 28. mars síðastlið- inn. Við vorum jafnaldrar og þegar andlát hans bar að garði varð mér hverft við og allt í einu fór ég að hugsa um hvað stutt er milli lífs og dauða. Hann kom inn í fjöl- skylduna fyrir meira en hálfri öld þegar hann kvæntist systur minni. Við systur erum mjög samrýmdar og börnin okkar hafa alltaf verið vinir. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar litið er til baka. Hann reyndist foreldrum mínum alla tíð góður tengdasonur og hann var einstaklega bóngóður maður. Börnin mín minnast Frikka, sem sérstaklega barngóðs glaðlynds og gjafmilds manns, og þau muna eftir ótal skemmtilegum stundum með honum. Árið 1975 fórum við báðar systurnar til Ítalíu ásamt börnum og mökum, alls tíu manns, og vorum í fjórar vikur, það var mjög gott sumarfrí. Árið 1994 keyptum við Valborg dóttir mín okkur sumarhús á Stokkseyri, það gerðu Edda og Frikki einnig. Fyrsta verk Frikka þegar þau komu austur var alltaf að draga íslenska fán- ann að húni, þá vissum við að þau voru komin. Eftir að við eignuð- umst húsin á Stokkseyri voru samverustundirnar okkar ennþá fleiri. Það var grillað og borðað saman, farið í fjöruferðir, sund- laugaferðir og allt þetta skemmti- lega sem sumarhús gefa. Ég og afkomendur mínir eigum eftir að sakna Frikka og minnast hans oft. Sárastur er þó söknuður hjá Eddu, dætrunum og fjölskyldum þeirra. Megi góðar minningar styrkja ykkur í sorginni. Silja Sjöfn Eiríksdóttir. Hann var bráðmúsíkalskur maður. Spilaði á bassa, básúnu og söng. Hann var líka viðskipta- maður, framkvæmdastjóri, at- hafnaskáld, skemmtanastjóri og skemmtikraftur. Síðast en ekki síst var hann djassmaður. Hann var í stjórn Jazzhátíðar Reykja- víkur um árabil og síðar fram- kvæmdastjóri, hélt úti vefritinu Jazzfréttum, var formaður djass- deildar FÍH, vann að samnor- rænum djassmálum, ekki síst með ungmennum, en var líka driffjöður í starfi eldri félaga FÍH. Hann elskaði að spila og syngja, alltaf kátur og kankvís. Gat verið snöggur upp á lagið en hafði gott hjartalag og vildi öllum vel. Ég sá Friðrik Theodórsson síðast í fimmtugsafmælinu mínu í janúar. Þar var hann mættur, að vanda með blik í auga og bros á vör, og óskaði hlýtt og innilega til hamingju með þéttu handtaki og faðmlagi. Fyrst hitti ég hann aft- ur á móti 34 árum fyrr á veitinga- staðnum Esjubergi á Hótel Esju. Mig grunar að það hafi verið í eitt af fyrstu skiptunum sem ég kom fram opinberlega að spila djass- tónlist. Unglingahljómsveitin Swingbræður fékk að opna fyrir eldri og reyndari menn í Trad- kompaníinu þar sem Friðrik spil- aði á bassa með bullandi sveiflu. Svo söng hann stöku lag og þegar vel lá á honum brast á með „scat“- söng. Hann kynnti lögin, skemmti áhorfendum, var ein- hvern veginn allt í öllu og hann tók okkur unglingunum vel – því hann var þannig maður. Þegar ég kom heim frá námi tæpum áratug síðar lenti ég í stjórn djassdeildar FÍH og sam- an fórum við Árni heitinn Schev- ing í að koma á fót djasshátíð í Reykjavík. Þegar kom að því að finna fleiri stjórnarmenn stakk ég strax upp á Frikka T. Ég vissi sem var að hann hafði fjölþætta reynslu bæði úr viðskiptalífinu og tónlistarlífinu auk ódrepandi áhuga á tónlistinni. Svo var hann vel tengdur, fljótur að hugsa og hvergi banginn. Allt mikilsverðir kostir sem nýttust vel. Ég held að tónlistin hafi alltaf verið framarlega, ef ekki fremst, í huga Friðriks þó að lífið hafi ým- ist borið hann nær eða fjær henni. Eftir að fór að hægjast um lék hann með Lúðrasveit Reykjavík- ur og sömuleiðis með stórsveit eldri félaga FÍH. Þar endaði hann ferilinn í orðanna víðasta skilningi því dauðinn vitjaði hans á stór- sveitarstóli með básúnu í hendi. Það velja sér fæstir brottfarar- máta og dauðinn er sjaldnast vel- kominn. Samt verð ég að segja að það er eitthvað passandi við þessa útgöngu Friðriks. Hann kvaddi við þá iðju sem honum var einna kærust og ég get a.m.k. hugsað mér margar verri kveðjuaðstæð- ur en djassæfingu í vinahópi. Líklega söng Friðrik Theo- dórsson ekkert lag oftar en „My blue heaven“, að minnsta kosti er það lagið sem ég tengi sterkast við minningu hans. Nú er hann kominn þangað uppeftir og ég veit að þar mun hann hressa upp á mannskapinn með sínu glaðbeitta brosi, eljunni, glettninni og sinni góðu rödd. Spurning hvernig al- mættið bregst við þegar brestur á með skvídilíaba dúba da bídilíada- bop – ég hlakka til að blanda mér í það djamm. Frikki minn, hafðu þökk fyrir allt þitt góða starf í þágu djasstónlistar á Íslandi. Þitt framlag skipti miklu máli. Sigurður Flosason. Mér er ljúft og skylt að minnast vinar og félaga, Friðriks Theo- dórssonar og þakka áratuga sam- starf og vináttu. Hann er kvaddur með miklum söknuði af ástvinum, frændum og vinum. Einnig af stórum hópi fólks sem deildi með honum ást hans á tónlist, einkum djassmúsík. Strax og Friðrik lauk námi frá Verslunarskólanum hóf hann störf af miklum krafti, og fyrir nú- tímalega þenkjandi mann voru víða nýstárleg tækifæri sem köll- uðu á nýtt, dugandi fólk. Friðrik var stórhuga og öflugur. Verkefn- in sem hann tók þátt í fyrsta ára- tug starfsævinnar voru því af stærri gerð en gengur og gerist. Stofnun fiskréttaverksmiðju í Harrisburg í Bandaríkjunum, stofnun Hótel Loftleiða, og stofn- un flugfélagsins Cargolux í Lúx- emborg. Mjúk lending en anna- samt starf beið hans þegar hann hóf störf sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtæki Rolfs Johansen, og þar átti hann farsælan feril í ára- tugi til starfsloka. Alla tíð starfaði hann að hljóðfæraleik jafnhliða aðalstarfi. Hvar sem Friðrik Theodórs- son drap niður fæti um ævina skildi hann eftir sig spor. Á sjö- unda áratugnum bjuggu Friðrik og Edda í Árbæjarhverfi. Þau voru þar ekki lengi, en gamlir Árbæingar tala en um forystu Friðriks í göngustíga- og lóða- framkvæmdum í Árbænum. Friðrik var ekki einhamur og eljusemi hans slík að hann á fáa sína líka. Hann var á þann hátt til forystu fallinn að það sem hann vissi að gera þurfti gat hann aldr- ei látið ógert, eða beðið þess að einhver annar gerði það. Þess nutum við sífellt félagar hans, sem störfuðum með honum, því hann vissi alltaf hvað gera þurfti til þess að mál leystust eða þokuð- ust áfram. Þegar hann var burt kallaður hafði hann ekki lokið leik sínum, og því síður því ómetan- lega starfi sem hann var sífellt að inna af hendi og laut að rekstri og skipulagningu hljómsveita okkar og samtaka. Skarð hans er svo vandfyllt að manni nánast fallast hendur. Djassmúsík var og er lífsstíll þeirrar kynslóðar sem nú er kom- in á beinu brautina. Friðrik naut þeirra forréttinda ungur að fá djassmúsík beint í æð í Banda- ríkjunum og gyðjan sú var ekki svikin af þeim kynnum, því á einn eða annan hátt sinnti hann henni allar götur síðan. Hljóðfæri hans var í fyrstu kontrabassi en síðar básúna. En hljóðneminn var líka hljóðfæri hans og með hann í höndum átti hann ekki marga jafninga í djassheimi, og var í raun frumkvöðull í skattsöng. Auk góðrar söngraddar lagði Friðrik ávallt mikla áherslu á kynningar við tónleikahald og á því sviði var hann snillingur. Framkoman í senn örugg, fáguð og gáskafull, enda maðurinn húmoristi svo af bar. Ég á margar minningar um hann þar sem hann fór á kostum. Það er Friðriki Theodórssyni verðugt að fá þau eftirmæli að þar fór góður maður og vinur. Ávallt reiðubúinn að sjá af tíma sínum og orku í þágu góðra mál- efna, félaga sinna, vina og sam- ferðamanna. Í einka- og fjölskyldulífi var Friðrik gæfumaður, enda vakinn og sofinn yfir velferð fjölskyld- unnar. Ég votta Eddu Völvu, Hildi, Hrefnu, Höllu Rún og öðr- um aðstandendum dýpstu samúð. Sverrir Sveinsson. Friðrik Theodórsson, eða Frikki básúna eins og við í Lúðra- sveit Reykjavíkur þekkjum hann, var virkur meðlimur lúðrasveit- arinnar í fjölda mörg ár. Hann gegndi hinum ýmsu störfum fyrir lúðrasveitina m.a. var hann í ferðanefnd, hann sat í stjórn lúðrasveitarinnar um tíma og var endurskoðandi sveitarinnar. En Frikki gaf okkur svo margt fleira en bara að sitja í nefndum og stjórn. Hann var yfirleitt kynnir á tónleikum hjá okkur þar sem hann kom með ýmsan fróð- leik í tengslum við hvert lag og tónskáld sem kom við sögu á tón- leikunum. Þeim sem þekkja Frikka kemur þetta ekkert á óvart þar sem hann lifði og hrærðist í tónlist og er Lúðra- sveit Reykjavíkur bara brot í tón- listarsögu Frikka. Það var ekki bara á tónleikum sem hann skemmti fólki með ýmsum sögum og fróðleik heldur lét hann ekkert eftir liggja á æf- ingum. Hann mætti manna fyrst- ur á æfingar í hverri viku og þurfti mikið til að hann missti af æfingum. Á æfingunum sjálfum sagði hann brandara og ýmsar sögur sem skemmtu okkur sam- spilurum hans ávallt. Friðrik var góður félagi okkar og er mikill missir að honum. Hann lét sér annt um alla meðlimi sveitarinnar og lét hvergi sitt eft- ir liggja. Hann var ákveðinn og áreiðanlegur, auk þess sem hann var gleðigjafi mikill. Við munum sakna þín mikið, elsku Frikki, og básúnudeildin verður ekki söm án þín, kæri vin- ur og félagi. Ég vil þakka þér, Frikki, fyrir starf þitt í og fyrir sveitina í gegn- um árin. Með söknuði, fyrir hönd Lúðrasveitar Reykjavíkur, Jóhanna Guðmundsdóttir. Friðrik Theodórsson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR ÖNFJÖRÐ MAGNÚSSON kennari frá Siglufirði, lést þriðjudaginn 25. mars á Landspítala við Hringbraut. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð um drukknaða sjómenn frá Siglufirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki 11E krabbameins- deildar fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Jóhanna Hauksdóttir, Bára Hauksdóttir, Bylgja Hauksdóttir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Ólafur Magnús Hauksson, Dagný, Sandra, Rósant Máni, Guðbjartur, Anna Þórdís. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Haraldur Hermannsson frá Yzta-Mói, Fljótum, Sauðármýri 3, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki fimmtudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 11.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Guðmunda Hermannsdóttir, Sigurhanna Ólafsdóttir, Jóhanna Petra Haraldsdóttir, Jónas Svavarsson, Linda Nína Haraldsdóttir, Jón Eðvald Friðriksson, Lára Gréta Haraldsdóttir, Magnús Sigfússon, Þröstur Georg Haraldsson, Guðrún Haraldsdóttir, Ellen Hrönn Haraldsdóttir, Gunnar Björn Ásgeirsson, Stefán Logi Haraldsson, Inga S. Baldursdóttir, Róbert Steinn Haraldsson, Erla Valgarðsdóttir, Haraldur Smári Haraldsson, Eydís Eysteinsdóttir, afabörn, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA JAKOBÍNA ÞORGEIRSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar laugardaginn 5. apríl. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 12. apríl kl. 14.00. Þorgeir Reynisson, Guðrún Reynisdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, afi og langafi, KRISTJÁN ALEXANDERSSON, Kiddi, lést á hjúkrunardeild HSA á Egilsstöðum fimmtudaginn 3. apríl. Útför fer fram mánudaginn 14. apríl í Egils- staðakirkju kl. 14.00. Hjartans þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar HSA, Egilsstöðum, fyrir einstaka umhyggju og hlýhug í okkar garð. Þórður Kristjánsson, Petrína Haraldsdóttir, Hrafnkell H. Kristjánsson, Bryndís Sigurgeirsdóttir, Svanfríður Kristjánsdóttir, Magnús Ó. Gunnarsson, Birna Kristjánsdóttir, Alexander Kristjánsson, Lembi Seia Sangla, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.