Morgunblaðið - 19.04.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 19.04.2014, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 9. A P R Í L 2 0 1 4 Stofnað 1913  92. tölublað  102. árgangur  TEKUR ÞÁTT Í ALÞJÓÐLEGRI SÖNGKEPPNI ÞAKKAR FYRIR GUÐSGJÖFINA SEM BARNALÁNIÐ ER ELÍSABET Á GILI 20HRAFNHILDUR 10 Landsmenn gera sér glaðan dag um páskahátíðina í faðmi fjölskyldu og vina. Margir eru á faraldsfæti innanlands sem utan. Kunn er sú hefð að gæða sér á súkkulaðipáskaeggi og talið er að landinn muni innbyrða 2-3 milljónir eggja saman- lagt. Hún Bergþóra Hansína Jósepsdóttir, rétt orðin árs- gömul, var á ferðinni í Blómavali á skírdag og fékk þá að bragða á sínu fyrsta páskaeggi um ævina. Ekki fylgdi sögunni hver málshátturinn var en af svipnum að dæma á Bergþóru líkaði henni súkkulaðið vel. Morgunblaðið/Ómar Gleðilega páska  Vilborg Arna Gissurardóttir og tveir aðrir Ís- lendingar sem verið hafa á Eve- rest-fjalli, hæsta fjalli heims, und- anfarna daga eru óhult eftir snjó- flóð sem féll fyrir ofan grunnbúðir í fjallinu í gær. Slysið er það mannskæðasta sem orðið hefur á fjallinu en minnst 12 leiðsögumenn, allt sjerpar, létust í því. Nokkurra var enn saknað í gær. Þeir höfðu farið af stað snemma morguns til að undirbúa leiðina upp skriðjökul þegar mikið snjóflóð hreif þá með sér. »27 Sluppu við mann- skætt snjóflóðið Slasaður sjerpi sem slapp lifandi.  Nokkur sveitarfélög í dreifbýli hafa gengið fram fyrir skjöldu og lagt ljósleiðara á eigin kostnað til að tryggja íbúum sínum og fyrir- tækjum sambærilega netþjónustu og íbúar þéttbýlisins eiga kost á. Símafélögin telja ekki borga sig að veita þessa þjónustu. Fleiri sveitar- félög undirbúa slík verkefni en ekki hafa öll efni á því og einkaaðilar hafa gengið í verkið. »22-23 Sveitarfélög í rekstri fjarskipta Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heimili sem hafa allt að fjórar millj- ónir eða minna í heildartekjur á ári fá að meðaltali 989.000 krónur færð- ar niður af höfuðstól verðtryggðra íbúðalána vegna leiðréttingarinnar. Þetta má lesa út úr gögnum fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins yfir hlutdeild heimila í leiðréttingunni eftir árstekjum. Af þeim má einnig ráða að heimili sem hafa 12 milljónir króna eða meira í heildartekjur á ári fá að meðaltali 1.540 þúsund krónur afskrifaðar af íbúðalánum vegna leiðréttingar, samtals 12,6 milljarða. Samkvæmt gögnum ráðuneytisins dreifðust fyrri úrræði til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána ójafnt milli skuldara. Þannig hafi að- eins um 7.000 heimili af þeim 73.000 sem hafa verðtryggð íbúðalán fengið höfuðstólslækkun, borið saman við 68.000 heimili í leiðréttingunni. Sam- anlögð upphæð fyrri aðgerða er 45 milljarðar og fengu 775 heimili helm- ing hennar. Heimili sem hafa 8 millj- ónir eða meira í heildartekjur á ári fá 50,8 milljarða afskrifaða, eða 40%, af 125 milljörðum vegna leiðréttingar- innar og fyrri úræða. Heimili sem hafa undir 6 milljónum í heildar- tekjur fá samtals 52,9 milljarða. Leiðréttingin nær til allra tekjuhópa  Fjármálaráðuneytið áætlar áhrif leiðréttingar eftir tekjum  Heimili með yfir 8 milljónir í árstekjur fá 40% afskrifta Morgunblaðið/Ómar Húsnæði Lán verða lækkuð. MFlestir fá niðurfærslu »4 „Það er einfaldlega þannig að þegar fræðslu um trúarbrögð, trúariðkun og þátt trúarbragðanna í lífi og menningu er sópað undir teppi þá tekur fáfræðin við og fordómarnir fylgja í kjölfarið,“ segir Karl Sigur- björnsson biskup m.a. í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. „Ekki verður annað séð en að það sé að koma á daginn að þegar leitast er við að þvinga hið trúarlega undir yfirborðið og þagga niður, eins og mjög er tíðkað á Vesturlöndum, líka hér á Íslandi, þá fer ýmiss konar of- stæki að bæra á sér á ólíklegustu stöðum undir lítt geðþekkum for- merkjum,“ segir Karl ennfremur. Hann hefur gefið út bækling og bók um Hallgrím Pétursson sálma- skáld. Morgunblaðið/Kristinn Biskup Karl Sigurbjörnsson. Trúnni sópað undir teppi 15,7% Hlutur heimila með 12 milljónir eða meira í árstekjur af leiðréttingunni. 24,3% Hlutur heimila með undir 4 milljónum í árstekjur af leiðréttingunni. SITT Á HVORUM ENDA »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.