Morgunblaðið - 19.04.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014
Gr
eið
slu
mi
ðlu
n
Vissir þú að . . .
Með ferlum Alskila í
greiðslumiðlun tryggjum
við viðskiptavænt viðmót
fyrir þína greiðendur!
Alskil hf • Sími: 515 7900 • alskil@alskil.is • www.alskil.is
Ka
nnaðu Málið!alskil.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nokkur röskun varð á samgöngum
á landinu í gær vegna rysjótts veð-
urs. Víða var éljagangur og hragl-
andi og m.a. var öllu innanlands-
flugi aflýst eftir hádegi. Á vegum
gekk þó allt þokkalega fyrir sig, en
margir urðu að fara sér hægt á
fjall- og heiðarvegum. Spár gera
ráð fyrir frekar leiðinlegu veðri
með kulda og suðvestlægum áttum
fram á páskadag. Eftir það léttir
til, hlýnar og vindur verður hæg-
ari.
„Þegar fólk sem hefur brugðið
sér af bæ er á heimleið annan í
páskum verður komið þokkalegt
ferðaveður. Að vísu gætu orðið
einhver minniháttar él og hálku-
blettir upp til fjalla, en þetta er allt
í áttina. Eftir helgina verður hiti
yfir daginn 5-8 stig,“ sagði Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
„Hér hefur verið mikið að gera.
Verslunin er eins og á besta sum-
ardegi,“ sagði María Guðbjörns-
dóttir, sem var á vakt hjá N1 í
Borgarnesi í gærkvöldi. Hún sagði
marga á leiðinni norður í land og
þá lægi leið margra vestur á Snæ-
fellsnes eða í sumarhúsabyggðir.
sbs@mbl.is
Léttir til
annan í
páskum
Morgunblaðið/Ómar
Margir á faraldsfæti um páskahátíðina þrátt fyrir rysjótt vetrarveður víða um landið
Fukt Veturinn hefur enn ekki sleppt takinu og víða var leiðinlegt veður í gær. Í Reykjavík voru él, en fólk á göngu í miðborginni lét það ekki á sig fá.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég var hættur í stjórnmálum. Að
undanförnu hef ég hins vegar rætt
við fjölda fólks sem hefur beðið mig
um að líta yfir sviðið í borgarmálum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra hefur rætt við mig
um stöðuna og eins forystumenn
flokksins í Reykjavík og fólkið á göt-
unni. Flokkurinn á mikil tækifæri í
Reykjavík, en árangur ræðst auðvit-
að af málefnum og hvaða fólk fæst í
framboð,“ segir Guðni Ágústsson,
fyrrverandi formaður Framsóknar-
flokksins og áður ráðherra.
Rekistefna hefur verið að undan-
förnu vegna framboðsmála Fram-
sóknar í Reykjavík eftir að oddvit-
inn, Óskar Bergsson, sté til hliðar á
dögunum. „Það er mikilvægt að lín-
urnar skýrist sem fyrst,“ segir
Guðni. Hann segist ekki hafa tekið
ákvörðun um framboð, en muni
svara af eða á málaleitunum á næstu
dögum. Á þessum tíma líti hann á
sjálfan sig aðeins sem stýrimann
eða leiðtoga hóps sem þurfi að
þjappa saman til góðra verka. „Hitt
vitum við samt að stýrimenn verða
stundum skipstjórar, en kannski
verður einhver annar en ég í
brúnni.“
Guðni segir framtíð Reykjavíkur-
flugvallar verða stóra kosningamál-
ið. „Höfuðborg án flugvallar er stór-
sködduð,“ segir Guðni. Hann telur
að flugvallarsinnar, þvert á flokks-
línur, gætu átt samleið með Fram-
sókn og hugsanlega aðkomu að
framboðslistanum. Þá sé mikilvægt
að horfa á Reykjavík heildstætt.
Miðborgin og Vesturbærinn hafi
verið í brennidepli, en úthverfin að
sumu leyti verið afskipt í tíð núver-
andi meirihluta. „Úthverfin, til
dæmis Grafarvogur, Grafarholt og
Úlfarsárdalur, þurfa að vera sterk
og nauðsynlega öll þjónusta þar til
staðar svo fjölskyldurnar geti þar
átt sómasamlegt líf.“
Fylgja sigri og
leiðréttingu eftir
Í alþingiskosningum í fyrra fékk
Framsóknarflokkurinn 16,4% og
16,8% greiddra atkvæða í Reykja-
víkurkjördæmunum tveimur og tvo
alþingisþingmenn kjörna í þeim
báðum. „Í borgarmálunum er auð-
vitað mjög mikilvægt að fylgja eftir
kosningasigrinum frá í fyrra og eins
skuldaleiðréttingunni, máli sem
Framsókn er nú að koma í gegn sem
forystuflokkurinn í ríkisstjórn,“
segir Guðni Ágústsson.
Ræddi við Sigmund Davíð
Guðni Ágústsson íhugar framboð í forystu Framsóknarflokksins í Reykjavík
Flugvallarframboð þvert á flokkslínur „Stýrimaður stundum skipstjóri“
Guðni
Ágústsson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Lagadeild Há-
skóla Íslands
tekur upp inn-
tökupróf fyrir
næsta vetur og
fara prófin
fram 13. júní
næstkomandi.
Klara Óðins-
dóttir, formað-
ur Orators, fé-
lags laganema við HÍ, segist vona
að inntökuprófið verði til þess að
sporna við brottfalli á fyrsta ári.
„Inntökuprófið leggst almennt vel í
okkur og það verður vonandi til að
draga úr brottfalli á fyrsta árinu.“
Á hverju ári hefja um 250 nem-
endur nám í lögfræði á fyrsta ári
auk nokkurs hóps sem endurtekur
fyrsta árið. „Til að komast á annað
ár verða nemendur að ná prófi í al-
mennri lögfræði og það verður
áfram þrátt fyrir inntökuprófið,“
segir Klara. Um 80 nemendur kom-
ast að jafnaði upp á annað ár.
Ánægja með inn-
tökupróf í lagadeild
Sjálfseignarstofnun sjóðs Samtaka
fjárfesta á um 800 milljónir króna í
sænskum krónum á gjaldeyris-
reikningi hjá Íslandsbanka en eins
og nafnið ber með sér er hún tengd
Samtökum sparifjáreigenda (áður
Samtökum fjárfesta).
Vilhjálmur Bjarnason, fráfarandi
framkvæmdastjóri samtakanna,
staðfestir þetta, en haft var eftir
honum í Morgunblaðinu á skírdag að
félagið ætti um 15 milljónir á reikn-
ingi. Segir Vilhjálmur það hafa verið
misminni, eignirnar séu meiri.
„Við áttum 21 milljón króna í pen-
ingum um áramótin og svo áttum við
skammtímakröfu, ógreiddan styrk
frá sjóði Samtaka fjárfesta [sem eru
sjálfseignarstofnun] að fjárhæð 17
milljónir króna,“ segir Vilhjálmur.
Vilhjálmur segir aðspurður að for-
saga sjálfseignarstofnunarinnar sé
sú að eignarhaldsfélaginu Verð-
bréfaþingi Íslands hafi verið skipt
upp. Samtök fjárfesta hafi fengið
hluta og svo keypt meira í félaginu.
Samtökin hafi síðan orðið að láta
sinn hlut og greiddi sænska kaup-
höllin fyrir hann í janúar 2008. Var
féð lagt á gjaldeyrisreikning hjá
Glitni. Stærstur hluti er í sænskum
krónum, afgangurinn í íslenskum kr.
Fjórir sitja í stjórn sjóðsins og á
fjármálaráðuneytið tvo fulltrúa á
móti Samtökum sparifjáreigenda.
Segir Vilhjálmur að samtökin geti
því ekki ráðstafað fénu að vild. „Við
getum ekkert hreyft okkur þar.“
Samtök sparifjáreigenda
eiga 800 milljónir króna
Sjálfseignarstofnun á sjóð sem er í sænskum krónum
Morgunblaðið/Ómar
Aðalfundur Félag sparifjáreigenda
fundaði sl. miðvikudag.