Morgunblaðið - 19.04.2014, Page 12

Morgunblaðið - 19.04.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Sigurður Ægisson sae@sae.is Í ljósi fækkunar langvía og fleiri sjó- fugla hérlendis á að ráðast í nýja talningu í íslenskum fuglabjörgum í sumar til að reyna að komast að því hvort einhverjar breytingar hafi orð- ið hér og annarstaðar í Atlantshafi á hlutfalli hringvíunnar, sem er sér- stakt litarafbrigði langvíu. Bresku fuglafræðingarnir Sarah Wanless og Michael Harris verða þar í fylkingar- brjósti. Á árunum 1938-1978 voru langvíur taldar í íslenskum fuglabjörgum og kom þá í ljós, að hlutfallslega var mest af hringvíu í Vestmannaeyjum, 52,8%, en minnst norðanlands, t.d. ekki nema 4,2% í Hornbjargi. Hringvía verður því algengari sem norðar dregur á útbreiðslusvæðinu, nema á Íslandi, þar snýst dæmið við. Umrætt hlutfall var á síðustu áratug- um 20. aldar 1-5% á Englandi, 6-17% í Skotlandi, 12,5% í Suður-Noregi, 19,4-24,6% í Norður-Noregi, 36-50% á Nóvaja Semlja og 57,3% í Bjarna- rey. Einkenni þessara fugla er hvítur augnhringur og samskonar litrák aft- ur frá honum. Eitt stakt gen stýrir þeirri svipgerð og er víkjandi svonefnd mendelsk erfð. Langvían er ein af sex tegundum svartfugla sem heimkynni eiga í Norður-Atlantshafi. Hinar eru álka, haftyrðill, lundi, stuttnefja og teista. Fræðimenn skipa langvíunni í nokkrar deilitegundir. Allra nyrst, á svæðinu Norður-Noregur, Múr- mansk, Bjarnarey, Svalbarði og Nó- vaja Semlja, er tegund sem nefnist U. a. hyperborea. Þá tekur nafnteg- undin við, U. a. aalge, sem nær frá frá Austur-Kanada, um Grænland, Ís- land, Færeyjar, norðurhluta Skot- lands, Eystrasalt og Suður-Noreg. Og syðst er U. a. albionis, sem nær frá Bretlandseyjum (sunnan 55° 38’N) um Írland, Helgoland, Bre- tagne-skagann á Norðvestur- Frakklandi og vesturhluta Pýrenea- skagans. Auk þessara eru svo a.m.k. tvær aðrar, báðar í Kyrrahafi, U. a. californica og U. a. inornata. Að sumri til eru fuglar norrænu deilitegundanna (U. a. hyperborea og U. a. aalge, einkum þó hinnar fyrr- nefndu) næstum svartir að ofan en hvítir að neðan. Að auki eru þeir með dökkar kámur á síðunum og dökkt í undirvæng. Suðræna deilitegundin (U. a. albionis) er hinsvegar nokkuð ljósari á baki, eða dökkkaffibrún, og að jafnaði minni. Litarmunur kynja innan deilitegundanna er enginn. Hringvíur verða taldar á ný í fuglabjörgum í sumar  Hlutfall hringvíu í Atlantshafi hækk- ar eftir því sem norðar dregur  Öfugt farið á Íslandi  Hlutfallið hæst í Eyjum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hringvía Eitt litarafbrigða langvíu, sem er ein sex tegunda svartfugla hér. Engar kjara- viðræður fara fram um helgina en Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemj- ari, segir að samninganefndir hafi verið sendar heim í páska- leyfi. „Við tökum okkur frí yfir páskana en komum svo endurnærð strax á þriðjudaginn þegar hefjast fundir með samninganefndum flug- vallarstarfsmanna og Isavia,“ segir Elísabet við Morgunblaðið. Engar kjaraviðræður yfir páskahátíðina Enginn vöfflubakst- ur verður um páska. Í tilefni af Mottumars hélt starfs- fólk Arion banka svokallað karla- kvöld, til styrktar baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Alls söfn- uðust rúmar 2 milljónir króna og hefur styrkurinn verið afhentur forsvarsmönnum verkefnisins Heilsusaga Íslands sem unnið er í samstarfi við Krabbameinsfélag Ís- lands. Fyrr í vetur söfnuðust 1,5 milljónir á konukvöldi Arion banka, sem fóru til Krabbameinsfélagsins. 3,5 milljónir frá starfsfólki Arion Gjafir Starfsfólk Arion banka afhendir af- rakstur karlakvöldsins, 2 milljónir króna. Mánudagurinn 28. apríl 18:00 Þórður Þórarinsson – Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins – kynning á innviðum flokksins. 18:30 Magnús Júlíusson – Formaður SUS 19:00 Þórey Vilhjálmsdóttir Formaður LS 19:30 Styrmir Gunnarsson og Geir H. Haarde – Sagan og sjálfstæðisstefnan Þriðjdagurinn 29. apríl 18:00 Lára Óskarsdóttir – Ræðumennska og framkoma í fjölmiðlum 19:30 Óli Björn Kárason – Greinarskrif á vettvangi stjórnmála 20:30 Magnús Sigurbjörnsson – Samfélagsmiðlar í pólitík Þórður Þórarinsson Þórey Vilhjálmsdóttir Geir H. Haarde Halldór Halldórsson Bjarni BenediktssonÓli Björn Kárason Magnús Júlíusson Styrmir Gunnarsson Lára Óskarsdóttir Aldís Hafsteinsdóttir Ragnheiður RíkharðsdóttirMagnús Sigurbjörnsson Miðvikudagurinn 30. apríl 18:00 Halldór Halldórsson og Aldís Hafsteinsdóttir í ráðhúsinu 19:30 Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir í alþingishúsinu 20:00 Lokaathöfn í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins STJÓRNMÁLASKÓLI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, heimsótti Langanes- prestakall í vísitasíu sinni um Þing- eyjarprófastsdæmi um síðustu helgi en veðrið lék ekki við gestina þessa helgi. Með í för var biskupsritari, Þor- valdur Víðisson, og höfðu þau gist á Raufarhöfn. Um nóttina varð Hófa- skarðið ófært svo úr varð að björg- unarsveitarmenn á Raufarhöfn fylgdu biskupsbílnum yfir Hálsana til Þistilfjarðar á laugardagsmorgni og gekk það vel en dagskráin hófst með heimsókn og helgistund í Sval- barðskirkju. Á Þórshöfn heiðraði biskup dval- arheimilið Naust með nærveru sinni og þar var snæddur hádegisverður með fleiri gestum en kirkjuskoðun á Þórshöfn og Sauðanesi var einnig á dagskrá. Á laugardagskvöldið var guðsþjónusta í Þórshafnarkirkju þar sem biskup prédikaði og sókn- arprestur þjónaði fyrir altari. Börn- in tóku virkan þátt í helgihaldinu, gáfu kirkjugestum pálmagreinar og sungu með biskupi. Friðrik Ómar á tónleikum Kirkjusamveru var þó ekki alveg lokið því söngvarinn Friðrik Ómar var með tónleika í kirkjunni fljót- lega eftir að messu lauk um kvöldið. Friðrik er á tónleikaferðalagi um landið með undirleikurum sínum og flytur sálma og saknaðarsöngva í kirkjum landsins. Kirkjugestir hlýddu á ljúfa tónleika í kirkjunni, uppljómaðri af kertaljósum, og voru þessir viðburðir í Þórshafn- arkirkju góð byrjun á páskahátíð- inni. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Gjöf Ása litla Sigurðardóttir kom með föður sínum til hádegisverðar á Nausti og fékk kross að gjöf frá Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi. Vísiteraði í fylgd björgunarsveitar  Biskup heimsótti Langnesinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.