Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Viltu selja bílinn? Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Mjög jákvæðar og góðar fréttir hafa borist af skóla- og fræðslu- málum bæjarins að undanförnu. Framtíðarsýn í skólamálum hlaut í upphafi árs nýsköpunarviðurkenn- ingu í opinberri þjónustu og stjórn- sýslu, m.a. fyrir metnað og nýjar áherslur.    Nýjar áherslur hafa m.a. skilað því að stór hluti elstu leikskóla- barnanna er læs og koma þau því vel undirbúin í skólann. Ipad-væðing grunnskólanna miðar m.a. að því að jafna félagslega aðstöðu nemenda og Skólavogin sýnir að foreldrar grunn- skólabarna eru bæði ánægðir með skólastarfið og stjórnendur grunn- skólanna í Reykjanesbæ. Þá má geta þess að dregið hefur úr brottfalli í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.    Leikskólinn Holt hefur hampað tveimur viðurkenningum það sem af er ári, fékk Evrópuverðlaun fyrir e- twinning-verkefni sitt „Talking Pict- ures“ og leikskólabörn unnu í myndasamkeppni Landlæknisemb- ættisins sem tengdist vatni. Mikil áhersla er á listsköpun og listnám í leikskólanum. Ný aðstaða Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll hefur gjörbreytt kennsluaðstöðu skólans. Breytingar voru orðnar löngu tíma- bærar og þess ánægðara er starfs- fólk skólans og nemendur. Ekki sak- ar að hafa Rokksafn Íslands í sama húsnæði, sem ætti að auka vitneskju nemenda um íslenska tónlistarsögu.    List án landamæra er verkefni þar sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman að listsköpun og samfélags- málum. Áhugaverð ljósmyndasýning verður opnuð í Ráðhúsi á miðvikudag en myndirnar sýna fatlaða ein- staklinga við draumastörf sín í bæn- um. Ýmsir aðrir viðburðir verða dag- ana 22. apríl til 6. maí.    Tvær leiksýningar verða um aðra helgi í Frumleikhúsinu þar sem fatlaðir og ófatlaðir sýna afrakstur vinnu við uppsetningu á frumsömdu verki, sem styðst við lög úr þekktum erlendum söngleikjum. Verkið gerist í fangelsi þar sem bæði fangar og fangaverðir eru af ýmsum toga. Yngsti þátttakandinn er 6 ára og sá elsti 53 ára.    Fyrsta hugmyndin að nýjum íbúavef Reykjanesbæjar (www.rnb.ibuavefur.is) var send til umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku sem ábending í samræmi við verklagsreglur vefjarins. Það eru tímamót en framhaldið veltur að sjálfsögðu á íbúum og hversu dugleg- ir þeir verða að nota vefinn. Fyrsta hugmyndin varðaði uppbyggingu hjólastíga í bænum.    Nú er ljóst að a.m.k. sex framboð munu bjóða fram lista til sveitar- stjórnarkosninga 31. maí nk. Sjálf- stæðisflokkurinn, Framsóknarflokk- urinn og Samfylking munu bjóða fram eins og mörg undanfarin kosn- ingaár, en þrjú ný framboð hafa ver- ið kynnt.    Bein leið fyrir fólkið í bænum býður nú fram í fyrsta sinn, þó leið- togi hópsins sé ekki óvanur stjórn- málum, Guðbrandur Einarsson, fyrr- verandi samfylkingarmaður. Gunnar Þórarinsson, núverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er með sér- framboð, Frjálst afl, og Píratar bjóða fram lista.    Ekkert hefur enn heyrst frá Vinstri grænum sem buðu fram í fyrra en enn er rúmur mánuður í kosningar og margt getur gerst á þeim tíma. Sumardagurinn fyrsti er á næsta leiti og það þýðir opnun land- námsdýragarðsins við Víkingaheima. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Frá æfingu á leikverki sem fatlaðir og ófatlaðir vinna saman að í verkefninu List án landamæra. Jákvæð tíðindi í skólamálum Kolmunni er genginn af krafti norður í færeyska lögsögu og þar voru 12 íslensk skip að veiðum í vikunni. Á vef HB Granda er haft eftir Guðlaugi Jónssyni, skipstjóra á Ingunni AK, að veiðarnar hafi byrjað fyrir alvöru að kvöldi mánu- dags og áhöfnin á Ingunni lauk við fyrsta holið á þriðjudagsmorgun. ,,Það er fínasta veiði og við höf- um verið að fá þetta um 300 til 500 tonn í holi. Við lentum því miður í vandræðum með trollið og misst- um stærsta holið en samtals erum við komnir með um 1.500 tonna afla,“ sagði Guðlaugur við tíðinda- mann HB Granda að morgni skír- dags. Ingunn var þá um 110 mílur SV af Akrabergi, syðsta odda Fær- eyja. Samkvæmt samningum við Fær- eyinga mega aðeins 12 íslensk skip vera að veiðum í færeysku lögsög- unni í einu. Skipin hófu veiðar í al- þjóðlegri lögsögu vestan við Írland en eftir það gekk kolmunninn inn í bresku lögsöguna og það var ekki fyrr en í byrjun vikunnar sem hann gekk norður fyrir færeysku lög- sögumörkin. 12 íslensk fiskiskip hafa verið á kolmunna- veiðum í færeyskri lögsögu í dymbilviku Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Brotaviljinn virðist mjög einbeittur. Hér býr eitthvað meira að baki en bara að fólk sem er að koma af næt- urlífinu fari út af sporinu,“ segir séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprest- ur á Akureyri. Litlu mátti muna að stórtjón yrði aðfaranótt skírdags þegar eldur var borinn að hurð Ak- ureyrarkirkju. Eldfimum vökva hafði verið úðað á hurðina, sem er úr gegnheilli eik, og pappír sem vættur var með eldfim- um vökva var lagður við dyrnar til íkveikju. Ekki tók langan tíma að slökkva eldinn, en skemmdir eru miklar og hurðin trúlega ónýt. Spellvirkin ekki einsdæmi Spellvirki þessi við Akureyrar- kirkju eru ekki einsdæmi. Haustið 1996 komst þjófur að nóttu þar inn og braut meðal annars 200 pípur í orgeli kirkjunnar, vann skemmdir á altari, helgimynd og brenndi gamla biblíu. Þá var einn steindur gluggi í kirkjunni brotinn og slík spellvirki hafa raunar verið endurtekin á seinni árum. Yfir- leitt hefur lög- reglan upplýst þessi mál. „Nei, ég tel ekki að þetta sé eitthvað sem heit- ir andkristin öfl. Yfirleitt er þetta ölvunarrugl eða þá að gerendur eru fólk sem líður eitt- hvað illa,“ segir sr. Svavar, aðspurð- ur hvort hann telji að einhver ann- arleg sjónarmið kunni að tengjast verknaði þessum. Hann sagði enn- fremur að öryggisfyrirtæki annaðist næturgæslu við kirkjuna. Athugað yrði í ljósi síðustu atburða hvort styrkja þyrfti þá varðstöðu, til dæm- is með fleiri öryggismyndavélum. Hjá lögreglunni á Akureyri feng- ust þær upplýsingar í gær að unnið væri að rannsókn málsins. Ákveðnar vísbendingar væru til staðar, en þó ekkert enn fast í hendi. Ítrekuð skemmdar- verk verið unnin Ljósmynd/Karl Eskil Lagfæringar Aðalhurð kirkjunnar er illa sviðin eftir eldinn sem að var bor- inn. Iðnaðarmenn komu og bættu til bráðabirgða það sem hægt var. Svavar Alfreð Jónsson  Brennuvargar á ferð við Akureyrar- kirkju  Eldur borinn að eikarhurð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.