Morgunblaðið - 19.04.2014, Síða 52
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 109. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Mannskæðasta slys Everest
2. Vilborg og Ingólfur heil á húfi
3. Barnið mitt er í vatninu
4. Stolið úr tugum ferðataska
Bíó Paradís og sendiráð Póllands á
Íslandi standa fyrir Pólskum kvik-
myndadögum í fjórða sinn í ár og
verða þeir haldnir 24.-26. apríl nk.
Þrjár nýjar myndir verða sýndar og
fjallar opnunarmyndin, Walesa. Czlo-
wiek z nadziei, þ.e. Walesa. Maður
vonar, um Lech Walesa, fyrrverandi
forseta Póllands. Hinar myndirnar
tvær eru Chce sie zyc, eða Lífið er
yndislegt og verðlaunamyndin Ida,
eða Ída. Lífið er yndislegt er sann-
söguleg og fjallar um Mateusz sem
þjáist af heilalömun og baráttu hans
fyrir því að öðlast viðurkenningu. Ida
segir af ungri konu sem hyggst
ganga í klaustur en er staðráðin í að
hitta Wöndu, eina ættingja sinn, áður
en hún strengir heitin.
Walesa á Pólskum
kvikmyndadögum
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-18 norðaustantil og bjartviðri, en 8-13 þegar kemur
fram á daginn. Hiti 0 til 9 stig, mildast austantil.
Á sunnudag (páskadagur) Suðvestan 10-15 m/s og él, en heldur hægari og létt-
skýjað á Norðausturlandi. Hiti 0 til 5 stig, en víða næturfrost.
Á mánudag (annar í páskum) Suðaustan 8-15 m/s við suðvesturströndina og dálítil
slydda eða rigning suðvestan- og vestanlands, en hægari annars staðar. Hlýnandi.
Íslenska landsliðið í fimleikum átti
góðu gengi að fagna á Norður-
landamótinu í áhaldafimleikum sem
lauk í Halmstad í Svíþjóð í gær.
Kvennalandsliðið vann til brons-
verðlauna í liðakeppninni í fjölþraut
og þau Norma Dögg Róbertsdóttir
og Jón Sigurður Gunnarsson unnu
til verðlauna í einstaklings-
keppninni. »1
Norma Dögg fékk silfur
á Norðurlandamótinu
„Mér hefur gengið vel í vet-
ur og segja má að hann sé
rökrétt framhald á því sem
ég hef gengið í gegnum síð-
ustu ár með Haukum. Ég
hef fullt traust hjá Patreki
[Jóhannessyni] þjálfara
eins og hjá Aroni Kristjáns í
fyrra,“ segir Árni Steinn
Steinþórsson, sem valinn
var besti leikmaður Olís-
deildar karla af Morgun-
blaðinu. »2
Árni Steinn hefur
skarað fram úr
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í
körfuknattleik hefst í kvöld. Miami
Heat hefur tvö undanfarin ár hampað
meistaratitlinum og LeBron James
og félagar hans í liðinu stefna á að
vinna titilinn þriðja
árið í röð. Það verð-
ur ekki auðvelt en
lið Indiana er til alls
líklegt í úrslita-
keppninni. »2-3
Miami stefnir á að vinna
þriðja árið í röð
Morgunblaðið kemur næst út þriðju-
daginn 22. apríl. Fréttaþjónusta
verður um páskahelgina á fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að
koma ábendingum um fréttir á net-
fangið netfrett@mbl.is.
Þjónustuver áskrifta er opið í dag,
laugardag, frá 08-12 en lokað er á
páskadag og annan dag páska. Þjón-
ustuverið verður opnað á ný á
þriðjudag kl. 07. Sími þjónustuvers
er 569-1122 og netfangið er askrift-
@mbl.is.
Blaðberaþjónusta er opin í dag,
laugardag, frá 06-12. Hún verður
opnuð að nýju á þriðjudag kl. 05.
Hægt er að bóka dánartilkynningar
á mbl.is. Símanúmer Morgunblaðs-
ins er 569-1100.
Fréttaþjónusta
mbl.is um páskana
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Það er rosalega gaman að vera
hér í sveitinni og gefa kindunum.
Ég kem oft um helgar þegar ég get
og er þá alltaf í fjárhúsunum, enda
hef ég mestan áhuga á sauðfénu og
öllu sem því tengist,“ segir Birgir
Arngrímsson, 13 ára nemi í
Lundarskóla á Akureyri, sem hefur
í ýmsu að snúast í páskafríinu á
bænum Ytri-Tungu á Tjörnesi. Þar
eru lömbin; fimm gimbrar og fjórir
hrútar, farin að hoppa í krónni, en
ekki stóð til að sauðburður byrjaði
upp úr miðjum apríl svo ánægjan
kom nokkuð óvænt.
Venjulega byrja ærnar að bera í
byrjun maí, en Birgir er ánægður
með þessa tilbreytingu. Það varð
uppi fótur og fit þegar komið var í
fjárhúsin seinnipart dags þegar ein
ær var borin þrílembd og jarmað
var víða í krónni, enda ekki búið að
setja kindina í sérstakt spil eða
burðarstíu.
Er sjálfur orðinn fjáreigandi
Í Ytri-Tungu búa afi og amma
Birgis, þau Guðrún Jóhannesdóttir
og Jón Heiðar Steinþórsson. Einnig
býr þar móðurbróðir hans, Steinþór
Heiðarsson, með kýr og alltaf er
eitthvað skemmtilegt að gerast í
búskapnum.
„Ég þekki þó nokkuð af kindum
með nafni, en amma sér um bók-
haldið og er með öll nöfnin á hreinu
svo það þarf stundum að líta í bók-
ina hjá henni þegar þarf að vita
hvað þær heita,“ segir Birgir sem
sjálfur er orðinn fjáreigandi og á
e.t.v. von á 8-10 lömbum undan sín-
um ám.
Ærnar sem núna báru heita
Gláma, Lúpa, Mýsla og Sókn, en
það er ekki ennþá búið að nefna
þessi níu lömb sem komu í vikunni.
Það er ekki vaninn að nefna þau
strax, en það verður gert í haust ef
gimbrarnar verða settar á. Það er
góður möguleiki á því, en búast má
við að þær verði vænar þegar þær
eru svona snemmbornar. Hins veg-
ar segir Steinþór að lömb sem fæð-
ist snemma þurfi ekki endilega að
mælast sérstaklega vel að hausti og
fyrirmálslömbin séu auðvitað ekki
með betri byggingu en þau sem
fæðast t.d. seint í maí.
Gaman að gæfum kindum
Bróðir Birgis, sem er 10 ára, hef-
ur líka gaman af fénu og þeir bræð-
ur reyna að koma í smalamennsku
og eru alltaf báðir í réttunum. Birg-
ir segir að það sé mjög gaman að
vinna í hlöðunni við að losa heyið
og gefa á garðana, auk þess sem
hann tekur stundum að sér að tína
egg undan hænunum.
Þó að lömbin sem nú fæddust
séu ekki orðin gömul þá eru þau
strax farin að hoppa um og leika
sér, enda öll fædd heilbrigð. Birgir
ætlar að vera mikið í fjárhúsunum
um páskana, enda mjög gaman að
fylgjast með lömbunum þegar þau
verða farin að gera alls konar
kúnstir. Svo er e.t.v. hægt að gera
þau gæf, eins og hrútinn Garp sem
alltaf dillar dindlinum þegar honum
er klappað.
Þeir frændur, Birgir og Steinþór,
eiga ekki von á því að sauðburður-
inn sé að hefjast fyrir alvöru, en
þeir telja að enn sé von á einni. Það
er veturgömul kind sem er orðin
mjög burðarleg svo sennilega bæt-
ist í hópinn. Páskarnir í Ytri-Tungu
verða líklega með skemmtilegra
móti þetta árið og líflegt í meira
lagi í lambakrónni.
Líf og fjör í lambakrónni
13 ára Akureyr-
ingur eyðir pásk-
unum í sauðburði
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Páskalömb Birgir Arngrímsson og móðurbróðir hans, Steinþór Heiðarsson, með nýfædd páskalömbin.
Vinir Hrúturinn fagurhyrndi, Garp-
ur, er í miklu uppáhaldi hjá Birgi.