Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 20
húsum og spunaleikhúsum á borð við hið þekkta Upright Citizens Brigade sem á bækistöðvar í New York þótt það troði reglulega upp víðar um Bandaríkin. Off-Off- Broadaway leikhúsin eru svo enn minni leikhús og geta verið atvinnu- leikhús sem og áhugaleikfélög sem bjóða upp á minni sýningar í styttri tíma en leika sér meira með form, efnivið og aðferðir. Prófaðu að leita uppi leikhús í öðrum borgarhlutum líka, t.d. Brooklyn og Queens, því þar þrífast öðruvísi samsett sam- félög og skilar fjölmenningin sér í listinni sem þar blómstrar. Miða- verð utan Broadway og Off- Broadway er einnig mun lægra og meiri líkur á að geta komist á sýningar þar með skömmum fyr- irvara. Það segir sig eiginlega sjálft að borg sem vinsæll söngleikur er nefndur eftir hljóti að vera lífleg leikhúsborg. Þar eru enda yfir tvöhundruð leikhópar að störfum en mesta fjörið er í leikhúshverfinu í The Loop, miðbæjarhluta Chicago. Þar eru öll stóru leikhúsin þar sem farandsýningar eru einnig settar upp, t.d. sýningar sem hafa gengið vel í New York o.þ.h. Það er því mögulegt að sjá stórvirki af Broadway í Chicago leikhúsunum, ef maður missir af þeim í Stóra eplinu. Í Chicago eru líka mjög öflug gamanleikhús og grínklúbbar, t.d. á The Second City hreyfingin ræt- ur sínar að rekja þangað og er SC leikhúsið í Chicago mikilvægur stökkpallur fyrir uppistandara og aðra grínista sem vilja komast í sjónvarp, t.a.m. Saturday Night Live þættina vinsælu. Chicago er að því leyti frá- brugðin London og New York að þar er lögð meiri áhersla á að prófa nýtt efni og vera með tilraunastarf- semi í leikhúsinu, leyfa nýjum leikskáldum og leikstjórum að spreyta sig og frumsýna þar nýjustu leikritin. Ef þau ganga vel í Chicago ná þau athygli stærri leikhópa og leikhúsanna í öðrum stórborgum. Í Chicago er því oft hægt að komast í leikhús, fyrir minni pening, og sjá nýjar og öðruvísi sýn- ingar. Það er því að sjálfsögðu happa og glappa hversu vel tekst til en ef maður spyrst fyrir eða leitar uppi leikdóma á svæðismiðlunum í borginni er hægt að fá þar góðar hugmyndir um hvernig sé best að eyða kvöldinu. Og hver veit nema maður verði með þeim allra fyrstu til að uppgötva hæfileikafólk sem síðan verður að stórstjörnum seinna meir? Þá er eitt fremsta óperuhús Bandaríkjanna, Lyric Opera, í Chicago svo þeir sem eru að plana ferð til Chicago ættu að skoða vandlega hvað er í boði á sviðum borgarinnar. Sama gildir hér og annarsstaðar, ekki er nauðsynlegt að klæða sig upp fyrir leikhúsferð enda margir ferðamenn sem skreppa á sýningar og varist að kaupa miða af hverjum sem er úti á götu. CHICAGO 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Ferðalög og flakk HLUTI AF ÞVÍ AÐ KYNNAST MENNINGU ANNARRA LANDA OG UPPLIFA STEMNINGUNNI Í LISTALÍFI ERLENDRA STÓRBORGA ER AÐ SKELLA SÉR Í LEIKHÚS ÞAR. ÍSLENSKIR LEIKHÚSUNNENDUR ÞURFA EKKI AÐ ÞJÁST YFIR SUMARTÍMANN ÞÓTT FLEST LEIKHÚSIN HÉR FARI Í SUMARFRÍ ÞVÍ ERLENDIS ERU FJÖLBREYTTAR LEIKSÝNINGAR Í BOÐI ALLAN ÁRSINS HRING. SUM ÍSLENSKU FLUGFÉLAG- ANNA BJÓÐA UPP Á PAKKA- FERÐIR SEM INNIHALDA LEIK- HÚSFERÐ EN MEÐ AÐSTOÐ INTERNETSINS ER MINNSTA MÁL AÐ FINNA ÁHUGAVERÐAR LEIK- SÝNINGAR SJÁLFUR Í BORGUNUM SEM ERU HVAÐ VINSÆL- USTU ÁFANGA- STAÐIRNIR. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Leikhúsfjalir í útlöndum Í menningar- og listaborginni New York er Broadway að mestu leyti sambærilegt West End hverfinu í London. Allir hafa heyrt um Broad- way leikhúsin en það eru í raun um 40 atvinnuleikhús í leikhúshverfinu Theater District og á Lincoln torginu á miðri Manhattan eyju. Þar, eins og í London, er jafnframt fjöldi veitingastaða og í leikhúshverfum stórborganna er oft hægt að finna sérstakan leikhúsmatseðil og panta borð á veitingastöðum með sér- stöku tilliti til þess hvenær sýningar hefjast. Á Broadway veitingastöðum er því oft spurt að því hvar maður sé að fara á sýningu þegar manni er vísað til borðs, þannig vita þjónarnir hvenær maður þarf í síðasta lagi að yfirgefa veitingastaðinn og haga hraða þjónustunnar eftir því. Allar stærstu og vinsælustu sýningarnar ganga á Broadway, líkt og á West End, og eru í gangi allt árið um kring svo hvenær sem maður heimsækir New York ætti að vera hægt að sjá litríka Broadway sýningu í leiðinni. Söngleikir eru nokkuð áberandi á Broadway en að sjálfsögðueru mun fleiri leikhús í borginni og þar hafa ýmsir söngleikir einnig náð vinsæld- um. Stór leikhús utan Broad- way eru kölluð Off-Broadway og hófst uppgangur þeirra um miðja síðustu öld, sem mótvægi við glys-sýningarnar þar sem markaðsöflin réðu ferðinni frek- ar en listræn öfl. Meðal þekktra Off-Broadway leik- húsa er The Pearl þar sem klassísk verk eru iðulega á fjöl- unum.Ekki er síður spennandi að fara á sýningar hjá sjálf- stæðum leikhópum, gamanleik- NEW YORK AFP Stórstjörnur kvik- myndanna taka gjarnan að sér hlutverk á Broadway, líkt og Daniel Radcliffe gerði á dögunum í Cort Theatre í New York. SUMARIÐ Í PAKKA av Vikuferð til Gard atnsins 21.-28. júní 2014 Verð frá: 145.900 kr. wowtravel.is Katrínartún 12 105 Reykjavík Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir. Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafnmikilla vinsælda og eitt fegursta vatn landsins, Gardavatn, þar sem náttúrufegurðin er engri lík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.