Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 43
27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
„Ég bjó til ímynd
sem er mafíósi en
viðskiptakona á yf-
irborðinu og felur
sig á bak við það.
Hún byggir kirkjur
og heimili fyrir
munaðarlausa en
undir niðri er mikil
illska,“ segir Svava
Magdalena sem sýndi sérlega sterka
línu. Línan einkenndist meðal ann-
ars af fallega reimuðum flíkum sem
Svava segir vísa í krufningar á fólki.
„Fallegar rykkingar annarsvegar
endurspegla ímyndina sjálfa sem
karakter, kynþokkafull og elegant
en hinsvegar hinn ógnvekjandi und-
irheim, þó á fallegan hátt. Peysurnar
eru á röngunni og allt í flækju því
ímyndin er flókinn karakter.“
Svava notaði silki í kjólana og ull-
ar- og kasmírblöndu í kápurnar.
Gulllitað leður naut sín í samfellum
og buxum og silki krep notaði
Svava í samfesting og kjól.
SVAVA MAGDALENA ARNARSDÓTTIR
Reimarnar sóttu
innblástur í krufn-
ingar og kynþokka.
Svava Magdalena
Arnarsdóttir
Kynþokki og krufningar
Falleg, skósíð
ullarpeysa á
röngunni.
„Hardcore
sci-fi og back
to earth er
innblástur
línunnar,“
segir Drífa
Thoroddsen
sem hannaði
skemmtilega
línu sem einkenndist af and-
stæðum. Mjúkt, flæðandi silki
á móti harkalegum vínil sem
erfitt er að ráða við voru að-
alefni línunnar ásamt ull og
silkiflaueli.
Drífa hannaði munstur út
frá teikningum af loðfílum
sem hún setti saman við
myndir af háhýsum.
„Viss form í línunni minntu
að hluta til á loðfíla og það var
gaman að sjá hvernig útkom-
an varð heildstæð óvænt.“
DRÍFA
THORODDSEN Form og efni
einkenndust
af and-
stæðum.
Andstæður
og sci-fi
Drífa Thoroddsen
Fallegur sam-
festingur með
sérhönnuðu
munstri.
„Ég hannaði fatn-
aðinn á ákveðinn
karakter sem ég
bjó til. Ég sá fyrir
mér konu um sex-
tugt, listmálara
sem býr í stórborg
og hefur áreynslu-
lausan og töff-
aralegan stíl,“ segir Rakel Jóns-
dóttir. Rakel blandaði saman
ólíkum andstæðum í efnisvali,
þungt leður á móti þunnu og léttu
silki.
„Ég fann mynd af silki sem lá ofan
í olíubrák en sú mynd varð einnig
innblástur munstursins sem ég
hannaði.“
Rakel segir mótorhjólajakka hinn
stóra innblástur línunnar þar sem
stórir rennilásar og kragar ein-
kenndu línuna og urðu svolítið
ólíkar útfærslur af hinum klassíska
mótorhjólajakka.
RAKEL JÓNSDÓTTIR
Mótorhjólajakkar veittu innblástur
Rakel Jónsdóttir
Rakel hannaði
þetta fallega
munstur í
silkikjólnum.
Stórir, gróf-
ir og svartir
rennilásar
sköpuðu
fallegar
andstæður
við hvíta
efnið.
„Ég ætlaði upp-
runalega að hanna
„sportý“ línu og
fór að kynna mér
allskyns íþrótta-
efni, vatnsheld og
kafarabúninga,“
segir Áslaug Sig-
urðardóttir sem
fann skemmtileg
form úr gömlum gúmmíbúningum
sem hún ýkti og byggði línuna á.
Áslaug skoðaði einnig mikið af
afrískum munstrum, prjóni og
hekli útfrá ónefndum listamanni
sem hún kynnti sér. „Ég vildi hafa
línuna svolítið litríka og villi-
mannslega.“
Áslaug sótti í að gera nútíma-
legt, óhefðbundið prjón. „Neon-
bleikt við skærblátt og limegræna
ull. Ég er að blanda saman mýkt-
inni í bómullinni við harða hrá-
leikann sem er í ullinni og þar
sameinast þessar andstæður sem
ég var að leitast eftir. Þyngdin í
bómullinni lætur þær einnig falla
öðruvísi en ullin er mun léttari.“
Áslaug notaði Neoprene-efni í
yfirhafnr og fannst skemmtilegt að
vinna með efnið þar sem það
beyglast ekki heldur koma
straumlínulaga línur þegar það
fellur.
„Beinar línur og skrýtin form
ýkja undarleikann sem ég vildi ná
fram.“
ÁSLAUG
SIGURÐARDÓTTIR
Ýkir undar-
leikann
Áslaug
Sigurðardóttir
Óhefðbundið
prjón og fal-
legir litir.
Beinar línur
og ýkt form
einkenndu
þessa
skemmtilegu
línu.
SVO ÞÆGILEGIR
AÐ ÞÚ GETUR
GENGIÐ
ENDALAUST.
HVER ÆTLI SÉ
SÁTTUR VIÐ
ÞAÐ.
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og
Smáralind | Intersport, Reykjavík | Dion, Glæsibæ | Skóhöllinni Firði,
Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi |
Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri
| Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í
Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Palóma,
Grindavík | Skóbúðin, Keflavík