Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2014
Vagna Sólveig Vagnsdóttir, alþýðulistakona á Þingeyri,
skorar á nýráðinn dagskrárstjóra Rásar 2, Frank Þóri
Hall, að endurvekja Næturvaktina en þátturinn var
lagður niður um síðustu áramót vegna niðurskurðar
eftir að hafa verið eitt af flaggskipum rásarinnar um
langt árabil. Vagna Sólveig hvetur Frank Þóri einnig
til að endurráða sömu stjórnendur, Guðna Má Henn-
ingsson og Inga Þór Ingibergsson.
„Ég hef verið í sambandi við þá báða og veit að
Guðni er til í tuskið. Ingi Þór er kominn í aðra vinnu
en er tilbúinn að leysa Guðna Má af gerist þess þörf,“
segir Vagna Sólveig sem óskað hefur bréfleiðis eftir
stuðningi útvarpsstjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar,
við málið.
Í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í des-
ember lýsti Vagna Sólveig yfir því að hún myndi
slökkva á Rás 2 og Rás 1 um áramótin yrði sú ákvörð-
un að leggja Næturvaktina niður ekki endurskoðuð.
Spurð hvort hún hafi staðið við þau orð er hún fljót til
svars. „Að sjálfsögðu. Ég mun hvorki hlusta á Rás 2
né Rás 1 fyrr en Næturvaktin kemur aftur á dagskrá.
Núna hlusta ég bara á Bylgjuna,“ segir Vagna Sólveig.
Næturvaktin naut mikilla vinsælda og Vagna Sólveig
hefur fundið fyrir góðum stuðningi við baráttu sína
undanfarna mánuði. „Fólk er alltaf að hringja, spyrja
frétta og hvetja mig til að halda baráttunni áfram. Það
mun ég gera þangað til menn gera það eina rétta í
stöðunni. Byrja aftur með Næturvaktina.“
Guðni Már Henningsson
útvarpsmaður.
VAGNA SÓLVEIG VAGNSDÓTTIR, ALÞÝÐULISTAKONA Á ÞINGEYRI
Skorar á Frank Þ. Hall að
endurvekja Næturvaktina
Frank Þórir Hall,
dagskrárstjóri Rásar 2.
Magnús Geir Þórðarson
útvarpsstjóri.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir
alþýðulistakona.
Íraninn Abdollah Hosseinzadeh
var aðeins 18 ára þegar hann var
myrtur fyrir sjö árum. Morðinginn
Balal var dæmdur fyrir morðið og
í vikunni átti að taka hann af lífi
fyrir ódæðið. Foreldrar og bróðir
Hosseinzadeh áttu að framfylgja
dómnum. Þegar Balal var kominn
upp í gálgan, með snöruna vafða
um hálsinn gerðist nokkuð sem
enginn gat séð fyrir. Á síðustu
stundu, rétt áður en faðir hins
látna ætlaði að taka Balal af lífi,
stöðvaði móðir Hosseinzadeh af-
tökuna, gekk hröðum skrefum upp
gálgann og löðrungaði Balal. Síðan
tók hún snöruna af hálsinum á
honum, fyrirgaf honum og þyrmdi
þar með lífi hans. Móðir Balal grét
af gleði meðal áhorfenda og lofaði
góðverkið. Abolghani Hosseinza-
deh, faðir hins myrta, sagði að
kona sín hefði séð drenginn sinn í
draumi. „Hann sagði henni að
hann væri á góðum stað og vildi
ekki að meira blóði væri spillt í
sínu nafni.“
Það sem af er ári hafa yfir 100
fangar verið teknir af lífi í Íran en
áætlað er að rúmlega 500 hafi ver-
ið teknir af lífi í fyrra. Aðeins í
Kína eru fleiri fangar teknir af lífi.
FURÐUR VERALDAR
Bjargaði
morðingja
sonar síns
Frú Hosseinzadeh gefur Balal vænan kinnhest. Skömmu síðar fjarlægði hún
snöruna af hálsinum og fyrirgaf honum fyrir að myrða son sinn.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
LemúrTim Burton
Leikstjóri
Hugleikur Dagsson
Listamaður
Ótakmarkað fyrir
alla fjölskylduna
með RED Family
Með RED Family fá allir í fjölskyldunni ótak-
mörkuð símtöl og SMS óháð kerfi í alla farsíma og
heimasíma á Íslandi. Allir samnýta gagnamagnið
og fjölskyldan fær einn símreikning.
Skiptu yfir í Vodafone RED á vodafone.is
Vodafone
Góð samskipti bæta lífið