Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 21
Miðaverð í leikhúsin í erlendum stórborgum getur verið ægilega hátt, í samanburði við íslensk leikhús, en ef þú planar ferðina með nokkrum fyrirvara er hægt er að spara sér nokkra þúsundkalla með því að eyða dálitlum tíma á internetinu. Margar vefsíður selja miða á sýningar víða um heim, sem og ein- staklingar á e-bay eða Facebook-síðum og slíku og þarf þá að gæta sín á svindlurum. Þar gildir þumalputtareglan að ef það „hljómar of vel til að vera satt“ þá er það sennilega ekki satt! Varist vefsíður þar sem himinhá þjónustugjöld bætast ofan á miðaverðið, þau ættu að auki aldrei að vera hærri en 25% þess sem miðinn kostar. Ein vinsælasta miðasölusíðan fyrir flestar borgir er www.ticketmaster.com (co.uk fyr- ir Bretland) og www.timeout.com og ekki síst á www.tkts.com (Lond- on) og www.tdf.org (New York) en þar er engu smurt aukalega á mið- ana sem koma í sölu. Það góða við leikhúsin í útlöndum er að þar eru miðarnir verðlagðir eftir því hversu góð sætin eru svo verðflokkarnir eru yfirleitt nokkrir. Og hægt er að skoða sætaskipan á flestum vefsíðunum svo ef þér finnst ekki aðalatriði að sitja á fremsta bekk geturðu fengið miða á lægra verði. Sum sæti eru sérstaklega merkt „Restricted view“ (tak- markað útsýni) og eiga í öllum tilfellum að vera talsvert ódýrari en önn- ur. Útsýnið frá þeim er hins vegar ekki endilega alveg glatað svo ef þér er sama þótt að eilítið horn á handriði beri fyrir annan endann á svið- inu geturðu e.t.v. notið leiksýningar fyrir mun minni pening en sessu- nautur þinn. Ef miðar eru keyptir í anddyri leikhúsa er starfsfólkið vanalega mjög hjálplegt og getur útskýrt í hverju hið „takmarkaða útsýni“ felst og hjálpað við að meta hve slæmt/gott sætið er. Í leikhús á síðustu stundu Ef þú ákveður að skella þér í leikhús á síðustu stundu, eða það er hreinlega uppselt á sýninguna sem þig langar á marga mánuði fram í tímann, þá er hægt að nýta sér vefsíður á borð við www.lastmin- ute.com til að finna leikhúsmiða sem fara í sölu með stuttum fyrirvara, og þá oft á sanngjörnu verði. Einnig selja flest leikhúsin ósótta miða eftir hádegi á sýningardegi svo þeir sem hafa tíma til þess geta prófað að fara í röðina þar. En þá er vitaskuld ekki hægt að gera neinar kröfur um sætaval, verð eða fjölda miða, annað hvort stekkur maður á það sem býðst eða sleppir því. Miðar keyptir á netinu AFP 27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Flestir kannast við West End-leikhúshverfið í Lond- on, oft kallað „Theatreland“ (Leikhúsland) þar sem stærstu og vinsælustu sýningarnar eru settar upp, flestar í gömlum og glæsilegum leikhúsum. Þar ganga stórar sýningar ár eftir ár og reiða sig á vinsældir meðal ferðamanna í borginni. Þannig hefur ABBA- söngleikurinn Mamma Mia! verið í sýningu á West End í 15 ár og Vesalingarnir (Les Misérables) gengið þar lengst allra söngleikja, í tæp 30 ár. Það er alltaf líf og fjör á West End, líka á sumrin, og hægt að fara á sýningar að degi til (matinée-sýningar) ef það hentar betur inn í ferðaplanið. Þótt ekki sé alltaf gaman að klæða sig upp fyrir leikhús er þess alls ekki krafist á West End og algengt að ferðamenn séu bara á stuttbuxum og bol og jafnvel með lítinn bakpoka meðferðis. Það ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Leikhúslandi en þar eru um 40 leikhús sem sýna langt í frá eingöngu vinsæla söngleiki, heldur einnig sígild verk eftir þekktustu leikskáld heims og skarta oft einhverjum vinsælustu leikurum samtím- ans, þannig steig Jude Law nýlega á svið sem Hinrik V. Hins vegar eru fjölmörg leikhús utan West End ekki síður þekkt og áhugaverð eins og t.d. Almeida- leikhúsið í Angel-hverfinu, sem hlaut Olivier- verðlaunin nýlega á uppskeruhátíð London- leikhúsanna. Á suðurbakka Thames-árinnar er svo t.d. Shake- speare’s Globe og svo sjálft konunglega þjóðleik- húsið, sem áður var hýst í The Old Vic-leikhúsinu skammt frá, í nágrenni Waterloo-lestarstöðvarinnar. The Old Vic á sér litríka og erfiða sögu en hefur á síðustu árum endurheimt sinn fyrri ljóma og skartar reglulega stórum nöfnum í leikhúsheiminum. Þá er leikhúsið í samstarfi um að setja upp minni leiksýn- ingar og listgjörninga í The Old Vic Tunnels, gömlum lestargöngum undir Waterloo-lestarstöð- inni. Og flestir Íslendingar þekkja The Young Vic, sjálfstætt leikhús sem er runnið undan rifjum leiklist- arskóla The Old Vic, en þar er lögð áhersla á meiri fjölbreytni og tilraunastarfsemi í uppsetningum og hefur m.a. Vesturport sett þar upp sýningar. LONDON 590 3000 wowtravel@wowtravel.is Menningarferð til Varsjár og Kraká 1.-8. ágúst 2014 Verð frá: 149.900 kr. Fararstjóri:Óttar Guðmundsson læknir og rithöfundur. Í ferðinni kynnir Óttar fyrir gestum sínum sögu, menningu, listir og mannvirki þessara borga, sem hafa þolað bæði súrt og sætt og er saga þeirra oft á tíðum ótrúleg. BÓKAÐU Í TÍMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.