Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Sérstakir frídagar sem liggja að helgum eru mun algengari en hitt á Íslandi. Má þar nefna páskana sem alltaf eru frá fimmtudegi til mánu- dags, annan í hvítasunnu og frídag verslunarmanna sem alltaf eru á mánudögum. Allur gangur er auðvit- að á því hvenær vikunnar jól og ára- mót eru en þær ágætu hátíðir koma alltaf í þremur og tveimur samliggj- andi dögum. Stundum liggja þeir að helgi. Í frumvarpi sínu lagði Róbert Marshall til að bæri jóladag, annan í jólum, nýársdag og 17. júní upp á helgi skyldi veita frídag næsta virkan dag á eftir. Og þannig fjölga frídög- um. Stöku frídagarnir eru af ólíkum toga og eflaust misjafnlega auðvelt að hrófla við þeim eftir því hver á í hlut. Fæstir geta líklega hugsað sér að færa þjóðhátíðardaginn. Hann er 17. júní og verður varla, nema í brýnni neyð, haldinn hátíðlegur á öðrum degi. Erfitt er raunar að ímynda sér aðstæður sem kalla myndu á slíka ráðstöfun. Sumir muldra í brjóstið þegar 17. júní ber upp á laugardag eða sunnudag og gætu án efa hugsað sér að aukafrídagur kæmi á móti í slíku ári. Trú og verkalýðsbarátta 1. maí er líka óhagganlegur í hugum margra. Þann dag á verkalýðurinn í landinu til að koma sínum baráttu- málum á framfæri og eflaust þætti einhverjum skrýtið að fara í kröfu- göngu 2. eða 5. maí, bara svo dag- urinn megi falla að helgi. Sama máli gegnir um uppstigning- ardag. Hann er snar þáttur í dagatali kristinna manna, helgidagur til minningar um himnaför Jesú, og þá eiga menn sinn dag með skapara sín- um. Uppstigningardagur er fimmtu- dagur 40 dögum eftir páska. Við- kvæmt getur verið að hrófla við því. Hvers vegna sumardagurinn fyrsti þarf endilega að vera á fimmtudegi er ekki eins gott að sjá. Er föstudag- ur ekki einmitt upplagður til að bjóða sumarið velkomið? Fara svo rakleitt inn í helgina. Í því sambandi hafa einhverjir að vísu bent á mögulegt vandamál – aukna áfengisneyslu. Samliggjandi frídagar séu með öðrum orðum lík- legri til að draga fólk að flöskunni en stakir. Ekki liggur þó fyrir vís- indaleg rannsókn hvað þetta varðar. Ekki svo vitað sé. Róbert Marshall vildi færa staka frí- daga og lagði fram lagafrumvarp. Sautjándi alltaf sautjándi Tólf sérstakir frídagar eru á Íslandi á árinu 2014, það er dagar sem falla ekki á helgi. Þar af fjórir stakir. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins eru Spánverjar duglegastir að gefa frí en árið 2011 voru fjórtán sérstakir frídagar þar í landi. Malta, Slóvakía og Kýpur voru með tólf og Búlgaría, Portúgal og Ítalíu ellefu. Minnst er stemningin fyrir sérstökum frídögum í Hol- landi og Rúmeníu en þar fengu launþegar aðeins sex slíka árið 2011. Danir, Svíar og Finnar voru með níu sérstaka frídaga og Norðmenn átta. Bretar voru með níu, Þjóðverjar tíu og Frakkar átta. V orið 2014 er vor hinna stöku frídaga. Sum- ardagurinn fyrsti, sem haldinn var hátíðlegur síðasta fimmtudag, setti svip á vinnuvikuna sem er að líða og var hún þó í styttra lagi fyrir vegna páskanna. Sama verður upp á teningnum í næstu viku en baráttudag verkalýðsins, 1. maí, ber upp á fimmtudegi. Þriðji staki frídagurinn verður svo fimmtudag- inn 29. maí, uppstigningardagur. Þá fellur sjálfur þjóðhátíðardag- urinn, 17. júní, á þriðjudag að þessu sinni. Hugmyndir um að færa þessa stöku frídaga að helgum eru ekki nýjar af nálinni. Í kjarasamningum árið 1988 náðist samkomulag við nokkur stéttarfélög verkafólks um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna (sumardagsins fyrsta og uppstign- ingardags) að helgi en tillagan hlaut ekki hljómgrunn þegar samn- ingurinn var kynntur fyrir félögun- um. Andstaða reis víða, meðal annars hjá kirkjunnar mönn- um og skátahreyfingunni. Frumvarp til laga Þingsályktunartillögur hafa verið fluttar um málið og ým- is hagsmunasamtök, svo sem Rafiðnaðarsambandið og Samtök atvinnulífsins og for- verar þess, lýst yfir stuðningi við sambærilega breytingu. Þá hefur vilji þjóðarinnar nokkrum sinnum verið kannaður. Árið 2012 lagði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, fram frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um 40 stunda vinnu- viku og lögum um almennan frí- dag, 1. maí. Í frumvarpinu er vikið að stökum frídögum og svohljóð- andi breytingartillaga gerð: „Veita skal frídaga vegna upp- stigningardags og sumardagsins fyrsta næsta föstudag eftir þann dag sem þá ber upp á, nema um annan hátíðisdag sé að ræða og skal þá veita frí miðvikudaginn á undan. Beri jóladag, annan í jólum, nýársdag og 17. júní upp á helgi skal veita frídag næsta virkan dag á eftir. Þá skal halda 1. maí hátíð- legan sem frídag verkamanna fyrsta mánudag í maí, sbr. lög um almennan frídag vegna frídags verkamanna 1. maí.“ Í frumvarpinu segir ennfremur: „Stakir frídagar eru á margan hátt óheppilegir á vinnustöðum. Þeir skapa óhagræði og draga úr fram- leiðni. Á sama hátt nýtist stakur frídagur launþegum ekki nema að nokkru leyti, með vinnudag á und- an og eftir. Það fyrirkomulag sem hér er lagt til ætti því að auka möguleika launþega á að nýta það frí sem þeir fá með lengri helgi, er fjölskylduvænna fyrirkomulag og er til hagræðis fyrir atvinnurek- endur.“ Ekki rétti vettvangurinn Seint á síðasta ári leitaði velferð- arnefnd Alþingis umsagnar aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnu- lífsins taka undir með flutnings- manni að þessir stöku frídagar skapi óhagræði og dragi úr fram- leiðni en lýsa yfir andstöðu við þá fjölgun frídaga sem lögð er til í frumvarpinu. Í umsögn Starfsgreinasambands Íslands um frumvarpið kemur fram að vera megi að tími sé kominn til að taka málið upp aftur en það verði á hinn bóginn að gera við samningaborðið en tilfærsla á vinnudögum eigi heima þar en ekki á Alþingi. „Með því móti fær al- mennt launafólk tækifæri til að semja um það sérstaklega og í kjölfarið að segja álit sitt með at- kvæðagreiðslu,“ segir í umsögninni. „Starfsgreinasambandið leggst því gegn því að Alþingi hlutist til um breytingar á frídögum á þessu stigi.“ Þetta sjónarmið féllst Alþingi á og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, stað- festir að frumvarpið verði að óbreyttu ekki afgreitt úr nefndinni. Hvað segja menn um að halda 1. maí 2. maí í ár, nú eða 5. maí? Morgunblaðið/Styrmir Kári SPÁNVERJAR DUGLEGASTIR AÐ GEFA FRÍ Afslapp- aðir Spán- verjar. Er fært að færa fríið? LÖGBOÐIÐ FRÍ ER ÞRJÁ FIMMTUDAGA Á ÞESSU VORI, SUMARDAGINN FYRSTA, 1. MAÍ OG UPPSTIGNINGARDAG. ÞÁ ER 17. JÚNÍ Á ÞRIÐJUDEGI ÞETTA ÁRIÐ. ÞETTA VEKUR ENN UPP UMRÆÐU UM ÞAÐ HVORT FÆRA BERI STAKA FRÍ- DAGA AÐ HELGUM. FRUMVARP ÞESS EFNIS, SEM LAGT HEFUR VERIÐ FRAM, VERÐUR ÞÓ EKKI AFGREITT ENDA ERU AÐILAR VINNUMARKAÐARINS Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ SKULI GJÖRT VIÐ SAMNINGABORÐIÐ EN EKKI Á HINU HÁA ALÞINGI. * Flestir eru sammála um það að stakir frídagar eru á margan hátt óheppilegir á vinnustöðum.Samúel Örn Erlingsson í þingsályktunartillögu árið 2008. ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.