Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 51
27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
ur eru en karlar, eða sextán prósent hjá LRH. Brottfall er
líka hærra hjá konum en körlum. Það er ekki mín tilfinn-
ing að konur innan lögreglunnar séu sniðgengnar, þær
sækja bara sjaldnar um yfirmannastöður. Ég vona að ráðn-
ing mín verði öðrum lögreglukonum hvatning, hafi þær á
annað borð áhuga á því að gegna stjórnunarstöðum. Ég hef
aldrei fundið fyrir því í mínum störfum að það hái mér að
vera kona. Hef alltaf verið dæmd af verkum mínum.“
Konum hefur fjölgað jafnt og þétt í lögreglunni á umliðn-
um árum og í vetur eru í fyrsta skipti fleiri konur en karl-
ar í Lögregluskólanum.
Síðastliðið haust komst könnun sem embætti ríkislög-
reglustjóra og Háskóli Íslands stóðu fyrir í fréttirnar en í
henni kom fram að þriðjungur kvenna í lögreglunni hefði
orðið fyrir kynferðislegri áreitni oftar en tvisvar sinnum á
sex mánaða tímabili á móti tæplega 18% karla.
Aldís vill alls ekki gera lítið úr þessum niðurstöðum, þær
séu grafalvarlegar. Eigi að síður hefur hún ekki upplifað
þetta sjálf. „Auðvitað heyrir maður stöku karlabrandara, er
það ekki þannig á öllum vinnustöðum? Ég hef á hinn bóg-
inn aldrei fundið fyrir öðru en borin sé virðing fyrir mér
sem konu og litið á mig sem jafningja.“
Markmiðið að stöðva glæpastarfsemi
Lögregla hefur kortlagt undirheimana á umliðnum árum og
gert mörgum fíkniefnasalanum skráveifu. Stórum sem
smáum. Spurð hvort hana dreymi um að taka einhverja
menn öðrum fremur úr umferð hristir Aldís höfuðið. „Ég
verð ekki með „most wanted“ lista á veggnum hjá mér, ef
þú ert að spyrja um það, enda ekki við hæfi að tjá sig um
slíka hluti. Markmið lögreglu er og verður að stöðva glæpa-
starfsemi í þessu landi, óháð því hverjir standa á bak við
hana. Ágætt er líka að hafa í huga að þeir sem eru
„stærstir“ í fjölmiðlum eru ekki alltaf stærstir í raun og
veru.“
Aldís vísar þarna í það sem kallað hefur verið „stjörnu-
væðing glæpamanna“ og skrifast ekki síst á reikning fjöl-
miðla. Hún viðurkennir að þessi þróun sé áhyggjuefni, sér-
staklega þegar dæmdum glæpamönnum er hampað. Myndir
birtar af þeim, við þá rætt og látið að því liggja að lífsstíll
þeirra sé eftirsóknarverður. „Börn og unglingar geta séð
svona lagað í ljóma, ég vil alla vega ekki að mín börn lesi
um menn sem stæra sig af afbrotum og ofbeldisverkum í
fjölmiðlum. Þetta er ábyrgðarhlutur hjá fjölmiðlum. Þeir
hafa mikið vald.“
Þess utan leggjast samskipti við fjölmiðla vel í Aldísi.
„Ég hef ekki verið í því hlutverki áður að veita fjölmiðlum
upplýsingar. Það mun ég að sjálfsögðu gera svo lengi sem
þær upplýsingar stangast ekki á við rannsóknarhagsmuni
hverju sinni. Ég mun sýna fjölmiðlum fulla virðingu og
vænti þess að það verði gagnkvæmt.“
Starfsmöguleikarnir margir
Talið berst að lokum að framtíðinni og hvort Aldís sjái fyr-
ir sér að verða lengi í þessum málaflokki. „Það er auðvitað
alltof snemmt að segja, ég er ekki búin að taka upp úr
kössunum ennþá.“
Hún brosir.
„Ég er mjög spennt núna, brenn í skinninu að takast á
við ný verkefni. Það hefur hins vegar alltaf verið mín skoð-
un að engum sé hollt að vera of lengi á sama stað. Hvað
það þýðir í árum talið er þó auðvitað afstætt. Kosturinn við
lögregluna er sá að starfsmöguleikarnir eru margir. Það
átta sig ekki allir á því. Maður getur flutt sig um set og
tekist á við ný verkefni, þar sem reynslan nýtist manni
samt. Það er einn af fjölmörgum þáttum sem gera þetta
starf svo ótrúlega spennandi.“
Lögregla rannsakar kannabisplöntur
sem gerðar hafa verið upptækar.
Morgunblaðið/Júlíus
Smyglaraskútan Sirtaki og varðskipið Týr. Skútumál-
ið er eitt af stærri fíkniefnamálum seinni ára.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Húsleitir hjá grunuðum brotamönnum eru partur af starfi lögreglunnar. Aldís
hefur umtalsverða reynslu af starfi á vettvangi, svo sem húsleitum.
Morgunblaðið/Júlíus
Aldís Hilmarsdóttir er 36 ára gömul. Hún ólst upp í Árbæn-
um en þaðan koma margir góðir lögreglumenn, að hennar
sögn – og líka meintir glæpamenn.
Hún hlær.
Aldís lauk stúdentsprófi úr Kvennaskólanum í Reykjavík
og stefndi að því loknu á laganám. Af því varð þó ekki því
veturinn eftir var henni boðið að gæta bús og barna hjá ís-
lenskri fjölskyldu í Japan. Bjó þar í eitt ár. „Það var frábært ár
og í Japan kviknaði áhugi á viðskiptafræði,“ segir hún.
Við heimkomuna ritaðist Aldís inn í Tækniskólann (sem
síðar varð Háskólinn í Reykjavík) og lauk prófi í iðnrekstr-
arfræði. Áður en það nám var á enda hafði Aldís á hinn bóg-
inn áttað sig á því að hana langaði ekki að vinna við það fag.
„Ég fór að líta í kringum mig og rakst á auglýsingu frá Lög-
regluskólanum. Sótti um í einhverri rælni og var tekin inn.
Var þar í stærsta árgangi í sögu skólans.“
Eftir strangan vetur í skólanum og starfsnám hjá LRH hóf
Aldís sinn starfsferil hjá lögreglunni í Keflavík. Eftir það varð
ekki aftur snúið. „Ég fann strax að starfið átti vel við mig, við
þetta vildi ég vinna. Starfið er í senn fjölbreytt og áhugavert
og andinn einstakur. Það ríkir mikil vinátta innan lögregl-
unnar og hér hef ég kynnst mörgum af mínum bestu vinum.“
Hefur góðan skilning á lífi lögreglumannsins
Ekki nóg með það. Aldís kynntist líka eiginmanni sínum,
Arnari Má Elíassyni, í lögreglunni. Árið sem hún var í Kefla-
vík. Arnar Már er hagfræðingur að mennt og starfar nú hjá
Íslandsbanka. Með námi vann hann fjögur sumur í lögregl-
unni. „Það byrja mörg hjónabönd í löggunni,“ segir Aldís
sposk. „Það er kostur frekar en hitt að maðurinn minn hafi
verið lögga. Fyrir vikið hefur hann góðan skilning á þessu lífi
– sem er nauðsynlegt.“
Árið 2006 lauk Aldís Bsc-prófi í viðskiptafræði frá Háskól-
anum í Reykjavík með vinnu.
Aldís og Arnar Már eiga tvo drengi, fimm og sjö ára, og
segir hún ganga prýðilega að samræma þetta tvennt, vinnuna
og fjölskylduna. „Ég hef unnið mjög mikið undanfarinn ára-
tug, því er ekki að neita. Ég er hins vegar vel gift og á góða
móður og tengdafjölskyldu. Þó að mikill tími fari í vinnuna
gengur fjölskyldan alltaf fyrir!“
Mörg hjónabönd byrja í löggunni
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
•
1
4
1
0
0
5
PIP
169.990 KR.
Léttgreiðslur 28.332 KR.
í 6 mánuði
Stærð: 50-52-54-56 cm
Bremsur: Tektro 160mm
Gírskipting: Shimano 105
Þyngd: 11 kg
MERIDA SPEEDER T3 GÖTUHJÓL
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
GÆÐAHJÓL
FYRIR LENGRA
KOMNA
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 / ellingsen.isAKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 •
VAXTALAUSAR
GREIÐSLUR
Í ALLT AÐ
6 MÁNUÐI