Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014
Græjur og tækni
Samkvæmt neytendastofu Japans voru 90-
95% allra farsíma sem seldir voru þar í landi
vatnsheldir. Japanir eru yfirleitt mjög lengi í
baði en baðkörin þar eru dýpri en í flestum
öðrum löndum og vilja Japanir taka símann
sinn með til að missa ekki af neinu.
Vatnshelt í Japan
1 Hvað er Heartbleed?
Í sem stystu máli er
Heartbleed örygg-
isgalli í forritun
OpenSSL hugbún-
aðarins sem er al-
gengasti hugbún-
aður sem notast er
við á netinu. Tölvu-
þrjótar gætu
mögulega hafa nýtt
sér þennan galla til
þess að komast yfir
persónulegar upp-
lýsingar notenda á
mörgum af vinsælustu
vefsvæðum heims, en
talið er að um tveir
þriðju allra vefþjóna á net-
inu notist við OpenSSL hug-
búnað.
Gallinn hefur verið kallaður
Heartbleed (hjartasár) vegna þess
að hann kom fyrst til sögunnar í
viðbót við hugbúnaðinn sem kallast
The Heartbeat extension (hjart-
sláttarviðbótin) sem kom út í febr-
úar 2012. Þessi viðbót gerði mögu-
legt að halda dulkóðuðum
samskiptum lifandi yfir lengri tíma
án þess að endurhlaða síðuna og
endurvekja þannig hina dulkóðuðu
tengingu. Frá og með útgáfu 1.0.1
af OpenSSL sem kom út í mars
sama ár var þessi viðbót hluti af
OpenSSL kóðanum.
Gallinn lýsir sér þannig að hægt
er að blekkja hugbúnaðinn til þess að
senda uppýsingar sem geymdar eru í minni
vefþjónsins sem samskiptin fara um. Þær
upplýsingar geta innihaldið ýmislegt, svo
sem lykilorð eða aðrar viðkæmvar upplýs-
ingar.
2 Hvað er OpenSSL?OpenSSL er opin útgáfa af dulkóðunar-
staðli sem kallast SSL. Þessi útgáfa hefur
notið mikilla vinsælda þar sem hún er bæði
opin og ókeypis. Hún hefur verið notuð á
mörgum vefsvæðum til þess að vernda við-
kvæmar upplýsingar sem notendur deila yfir
netið, svo sem lykilorð, kortanúmer eða
bankaupplýsingar. Hugbúnaðurinn var til
þess gerð að gera samskipti með persónu-
legar upplýsingar öruggari.
Þrátt fyrir að þetta sé verðugt og mik-
ilvægt verkefni, þá er einungis einn maður í
fullu starfi við að viðhalda þessum dulkóð-
unarstaðli, en sjálfboðaliðar víðs vegar um
heiminn leggja sitt af mörkum líka.
3 Hvernig lýsir gallinn sér?Gallinn er fólginn í svokölluðum hjart-
sláttarskilaboðum. Þau virka þannig að tölva
á öðrum enda dulkóðaðra samskipta sendir
hjartsláttarboð til tölvu á hinum endanum.
Hjartsláttarboðið er öllu jafna beiðni um
svar af ákveðinni lengd og tölvan á hinum
endanum á að svara skilboðunum á réttan
hátt. Hjartsláttarboðin væru á mannamáli
eitthvað á þessa leið: „Sendu fjögra stafa
orðið „fugl““ og tölvan á hinum endanum á
að senda til baka skilaboðin „fugl“. Með því
að nýta sér gallann getur árásaraðili beðið
um stutt orð sem hann biður um að sé
lengra. Sem dæmi, „sendu mér fimm hundr-
uð stafa orðið „fugl““ og tölvan
á hinum endanum sendir þá orðið
„fugl“ ásamt næstu 496 stöfum sem eru í
minni netþjónsins. Með þessum hætti má
blekkja tölvuna til að senda til baka talsvert
af gögnum. Þar á meðal geta verið mjög við-
kvæmar upplýsingar, meðal annars svokall-
aður einkalykill (e. private key)að vefþjón-
inum, sem gerir þrjótum kleift að fylgjast
með allri umferð sem fer um þjóninn.
4Hversu mikiller skaðinn?
Það voru meðlimir í
öryggisteymi Google
og hugbúnaðar-
fyrirtæki sem kall-
ast Codenomicon
sem fyrst til-
kynntu um þenn-
an galla. Flestir
brugðust hratt
við og ný útgáfa
af hugbúnaðinum
var fljótt fáanleg.
Eins og er veit
enginn hvort þessir
aðilar voru þeir
fyrstu til þess að
uppötva gallann, eða
hvort þessari aðferð hef-
ur verið beitt einhvers
staðar. Gallinn hefur þó ver-
ið til staðar allar götur frá því
2012. Mögulega hefur hann verið
nýttur, en ómögulegt er að sjá það,
þar sem árás af þessu tagi skilur ekki
eftir sig greinanleg merki. Hvort heldur
upplýsingum hefur verið stolið með þessum
hætti eður ei, má reikna með að þessi galli
geti haft talsverð áhrif á traust almennings á
öryggi gagna á netinu.
5Hvað getur þú gert?Þar sem Heartbleed er öryggisgalli í
hugbúnaði vefþjóna er lítið sem þú getur
gert ef vefþjónn sem þú ert í samskiptum
við hefur ekki verið uppfærður. Góðu frétt-
irnar eru þó þær að ný og örugg útgáfa af
dulkóðuninni var í boði mjög fljótlega vegna
mikillar umfjöllunar og almennrar vitneskju
um hann hafa flestir brugðist við honum.
Þar á meðal flest stærri fyrirtæki sem lík-
legt er að þú sért í samskiptum við. Í örygg-
isskyni er þó mikilvægt að breyta um lyk-
ilorð hjá helstu vefsvæðum sem vitað er að
notuðu þessa dulkóðun. Listi yfir algengustu
vefsvæðin fylgir þessari grein (sjá lista í
miðju hjartanu). Mikilvægt er að áður en
skipt er um lykilorð að fullvissa sig um að
vefþjónustan sé að notast við útgáfu af
OpenSSL sem er ekki í hættu.
Eftirfarandi eru slóðir á þjónustur þar
sem hægt er að prófa slíkt:
https://filippo.io/Heartbleed/
https://lastpass.com/heartbleed
https://www.ssllabs.com/ssltest/
Að lokum er gott að hafa í huga að þrjótar
hafa reynt að nýta sér að almenningur er
meðvitaður um þessa ógn. Ef þú færð tölvu-
póst sem inniheldur hlekk á síðu til að
breyta lykilorði er réttast að fara varlega í
að elta slíka hlekki þar sem þar gæti verið
um falspóst að ræða. Farðu frekar beint á
síðu viðkomandi fyrirtækis í gegnum vafrann
og breyttu lykilorði þar.
5 spurningum um
öryggisgallann Heartbleed svarað
ÞAÐ HEFUR VARLA FARIÐ FRAMHJÁ NETNOTENDUM AÐ SKÆÐUR ÖRYGGISGALLI SEM KALLAÐUR ER HEARTBLEED UPPGÖTVAÐIST NÝLEGA.
HÉR ER SVARAÐ NOKKRUM ALGENGUM SPURNINGUM UM GALLANN OG HVAÐ ÞÚ GETUR GERT TIL AÐ STEMMA STIGU VIÐ ÁRÁSUM.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Yahoo
Amazon Web Services
Box
Dropbox
SoundCloud
OKCupid
Github
Minecraft
IFFT
Tumblr
Pinterest
Instagram
Facebook
500px
Flickr
LastPass
Duckduckgo
HJARTASÁR NETSINS
* Í örygg-isskynier mikilvægt
að breyta um
lykilorð hjá
helstu vef-
svæðum sem
vitað er að
notuðu
OpenSSL
dulkóðun.
EF ÞÚ NOTAR EFTIRFARANDI VEFSVÆÐI
SKALTU BREYTA LYKILORÐINU ÞÍNU: