Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014
BÓK VIKUNNAR Njála var í efsta sæti í vali Kiljunnar
á íslenskum öndvegisritum. Sú viðurkenning kallar á að
bókin sé lesin að nýju, enda stórkostleg gersemi.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Ég man eftir þeirri gleði sem ríktimeðal bókmenntaunnenda hér álandi þegar kólumbíski rithöfund-
urinn Gabriel Garcia Marquez hlaut
Nóbelsverðlaunin. Árið var 1982 og þýð-
ing Guðbergs Bergssonar á Hundrað
ára einsemd hafði heillað íslenskt
bókmenntafólk og ekki síst ungt fólk sem
umfaðmaði þetta töfraraunsæisverk og
þótti verulega vænt um höfund þess.
Þegar Marquez hlaut svo Nóbelinn var
þetta sama fólk stolt, rétt eins og fjar-
skyldur frændi í útlöndum hefði öðlast
verðskuldaða upphefð.
Marquez var ekki bara virtur höf-
undur, hann var elskaður. Lesendur náðu
sérstöku tilfinningasambandi við bækur
hans og vildu lesa meira og fengu það því
allnokkrar bækur hans hafa verið þýddar
á íslensku. Hundrað ára einsemd er
frægasta verk hans, og jafngóð og bókin
er þá á sú sem þetta
ritar aðra uppá-
haldsbók eftir hann.
Árið 1975 kom út
eftir hann skáldsag-
an Haust patríark-
ans þar sem að-
alpersónan er
einræðisherra sem
virðist vera eilífur
og ber ábyrgð á
voðaverkum og
kúgun og er læstur
inni í einsemdinni
sem fylgir valdinu.
Verkið einkennist
af löngum máls-
greinum sem teygja sig yfir síðurnar og
þeir sem leita að punktum finna þá
sjaldnast. Jafn þreytandi og slíkt getur
verið virkar það í þessari stórkostlega
mögnuðu bók sem varð vinsælasta bók
ársins 1975 á Spáni. Bókin hefur ekki
verið þýdd á íslensku en þýðing hennar
væri verðugt verkefni fyrir metn-
aðarfullan þýðanda sem myndi fyrir vikið
öðlast þakkir fjölmargra lesenda.
Nú hefur Marquez kvatt þennan heim
og gistir annan heim sem örugglega er
fullur af alls kyns töfrum. Aðdáendur rit-
höfundarins um allan heim þakka honum
góða og farsæla samfylgd og þroskandi
leiðsögn sem ekki er lokið, þótt skáldið
sjálft sé fallið frá. Það eru gömul sannindi
að góðar bækur eru eilífar og bækur
Marquez munu alltaf eiga erindi. Menn
sem skila af sér slíku lífsstarfi eru sann-
arlega lánsamir og við hin erum lánsöm
að hafa kynnst þeim í gegnum ódauðleg
verk sem halda áfram að gleðja og
þroska.
Orðanna hljóðan
MEISTARI
MARQUEZ
Marquez er látinn, 87 ára gamall.
Kólumbískur dreng-
ur hangir á syllu
undir mynd af
Nóbelsskáldinu.
T
autar og raular er ný ljóðabók
eftir Þórarin Eldjárn og er þetta
tíunda ljóðabók hans fyrir full-
orðna. Þess má svo geta að Þór-
arinn á 40 ára rithöfundarafmæli
í ár. „Í þessari bók eru rétt tæplega 70 ljóð
og þar af er rúmur þriðjungur háttbundinn,“
segir Þórarinn. „Ljóðin hafa langflest orðið
til frá því ég gaf síðast út fullorðinsbók árið
2010, sumar þýðingarnar eru eldri en hafa
fæstar birst nema í tímaritum og á plötu-
umslögum. Ég er oft beðinn um að skaffa
þær og fannst því praktískt að leyfa þeim að
fljóta með í þýðingasyrpunni.
Bókin skiptist í fjóra kafla. Sá fyrsti
geymir almenn ljóð og heitir Renningar. Síð-
an kemur kafli með styttri kviðlingum sem
heitir Skeytlur og sver sig nokkuð í ætt við
kverið Vísnafýsn frá 2010. Þriðji kaflinn er
með prósaljóðum og kallast Barnaafmæli og
svo eru þýðingarnar. Ljóðin eru sem sagt
blönduð í forminu eins og hefur verið í síð-
ustu bókunum. Sum vildu vera háttbundin og
önnur báðu sérstaklega um að vera það ekki,
en þó bregður mjög oft fyrir stuðlum og
lausbeisluðu rími inni í háttleysu.“
Hvort finnst þér erfiðara, að yrkja bundið
eða óbundið?
„Nú orðið finnst mér enginn munur þar á.
Ég gaf út ljóðbókina Ydd fyrir nákvæmlega
30 árum og þar reyndi ég fyrst fyrir mér á
hálu svelli óbundna formsins og fannst ég ná
þokkalegri viðspyrnu. Fram að því hafði mér
þótt miklu öruggara að yrkja háttbundið. En
ég lít svo á að ljóð sé bara ljóð og fyrst og
fremst útfærsluatriði hvort það er hátt-
bundið eða ekki.“
Ljóðin eru mjög fjölbreytileg, þarna er til
dæmis ljóð um rödd Þorsteins frá Hamri og
eitt ljóð fjallar um turn á Höfðatorgi.
„Þetta er ekki ljóðabók sem hverfist um
eitt þema eða meginstef heldur eru ljóðin úr
ýmsum áttum, diktsamling í þess orðs fyllstu
merkingu. Öll fjalla þau samt meira og
minna um daglegt líf okkar og vafstur, um-
hverfi og endurminningar, einkalegar og
sameiginlegar.“
Þú hefur einstakt næmi fyrir orðum og
margvíslegri merkingu þeirra. Hefurðu mjög
gaman af orðum?
„Ég velti orðum og orðalagi mikið fyrir
mér. Velti mér jafnvel upp úr þeim og leik
mér. Að sjálfsögðu eru orð þó fánýt til
lengdar ef þau tengjast ekki einhverri hugs-
un. Í þessum ljóðum slær vonandi oft og ein-
att saman orðum og hugsun á heillavænlegan
hátt.“
Hvað viltu segja um fyndnina í ljóðum þín-
um, hún er áberandi. Heldurðu að það sé
hægt að vera of fyndinn?
„Það er hægt að vera of fyndinn en um
leið og maður fer yfir þau takmörk er maður
hættur að vera fyndinn, kominn í hring og
aftan að sjálfum sér.“
Eru fleiri bækur eftir þig væntanlegar á
næstunni?
„Ný barnaljóðabók, sú sjöunda, með
myndum eftir Sigrúnu systur mína er á leið í
prentun. Hún heitir Fuglaþrugl og nafla-
krafl og kemur út í haust að viðhöfðu nafla-
krafli.“
Barnaljóðabækur þínar hafa sannarlega
ratað til barna, það hlýtur að gleðja þig.
„Já, það hefur glatt mitt gamla hjarta ein-
staklega mikið. Ég leyfi mér að trúa því að
bækurnar hafi áhrif í þá átt að búa til ljóð-
elska einstaklinga. Ljóð hafa mikla þörf fyrir
ást og endurgjalda hana ríkulega.“
RÖDD ÞORSTEINS FRÁ HAMRI OG TURN Í HÖFÐATORGI KOMA VIÐ SÖGU Í NÝJU LJÓÐABÓKINNI
Ljóð hafa þörf fyrir ást
„Í þessum ljóðum slær vonandi oft og einatt saman orðum og hugsun á heillavænlegan hátt,“
segir Þórarinn Eldjárn sem á 40 ára rithöfundarafmæli í ár.
Morgunblaðið/Kristinn
ÞÓRARINN ELDJÁRN Á 40 ÁRA
RITHÖFUNDARAFMÆLI OG SENDIR
FRÁ SÉR NÝJA LJÓÐABÓK.
LJÓÐABARNABÓK ER Á LEIÐINNI.
Bækur voru stór þáttur í minni æsku því ég var svo lánsöm að
alast upp á Ísafirði og þar var bókasafn og sundlaug í sama húsi
svo ég byrjaði snemma að sækja mér bækur í
heimlán. Fyrstu bækurnar sem höfðu áhrif á mig
voru Palli var einn í heiminum og Lísa í
Undralandi. Núna eru á náttborðinu bækur um
blandað efni því mér finnst gott að grípa til smá-
lestrar á hverju kvöldi. Hér er brot úr bunkanum:
Saga Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík
er ákaflega heillandi efni en bókin skannar sögu
Iðnaðarmannafélagsins frá 1867 til 1967
Gunnarsæfingar um qi-gong sem er lífsmáti
en Aflinn gaf bókina út fyrir jól. Þetta er bók sem allir ættu að
eiga.
Diana Vreeland, fædd í París 1903, sjálfsævisaga sem segir
skemmtilega frá lífi háklassadömu í 50 ár og sviðið er London,
París, New York og Mílanó.
Transformed of Spectacular Living er nýjasta bók Judith
og Bobs Wright sem eru góðir vinir frá Chicago.
Heilsubók Jóhönnu – ákaflega áhugaverð bók með upplýsingum
um hvernig bæta má líf sitt með réttu mataræði
Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles, útgefið af hinu
íslenska bókmenntafélagi. Tek þetta rit oft fram og undrast alltaf
hvað tíminn hefur lítið breyst.
Að lokum, þegar ég fer í ferðalög tek ég aðeins með mér
spennusögur því ég á erfitt með að hætta þegar ég er byrjuð.
Í UPPÁHALDI
ELSA HARALDSDÓTTIR
HÁRGREIÐSLUMEISTARI
Elsa Haraldsdóttir er allt-
af með bókabunka á nátt-
borðinu og þar kennir
sannarlega ýmissa grasa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aristóteles