Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 47
gott og blessað. En hvað eru öfgar? Það hugtak virð- ist býsna loðið og teygjanlegt eins og annað hugtak þótti forðum. Það er þó eins og viðtekin og ófrávíkj- anleg regla að öfgarnar sé aðeins að finna hægra megin við miðjuna og þurfi ekki að fjarlægjast hana mikið til þess að lenda undir stimplinum. Vinstra megin við miðjuna sjá þessir snillingar engar öfgar, a.m.k. ekki gleraugnalaust. Engin pólitísk stefna hefur þó á seinni öldum farg- að jafn mörgu fólki og haldið því kúguðu jafn lengi og kommúnisminn. Honum ætti að vera óhætt að skipa vinstra megin við miðjuna. Nasismi Hitlers var djöf- ullegur og þau 12-14 ár sem hann hélt öllu í heljar- greipum í Þýskalandi og síðari hlutann í drjúgum hluta Evrópu, en samt er ekki hægt að koma honum upp í fyrsta sætið framhjá kommúnismanum. Þessir tveir verða að deila því. Mannfallstölurnar voru enn meiri hjá síðartalda óvætti mannkynsins og tíminn til kúgunar og undirokunar varð svo miklu lengri. Og stendur enn, þótt menn leitist við að horfa fram hjá því. Það sjá engir neitt að því að velja menn til hárra embætta í lýðræðisríki sem gætu ekki neitað því (og könnuðust við glaðir) að hafa verið Trotskíistar eða Maóistar fram í þann tíma að þeir voru orðnir full- þroskaðir menn og lokið sínu námi í frambærilegum skólum. Myndi sama gilda um nasista? Svari hver fyrir sig. Þegar virt nóbelsskáld deyr þykir vera minningu þess til framdráttar að birta margar mynd- ir af því kjassandi Fidel Castro. Hann er auðvitað lít- ið peð hjá helstu riddurum kommúnismans en hann gerði þjóð sinni það sem hann gat sem slíkur og kúg- un hennar er enn haldið áfram í nafni hans og fjöl- skyldunnar, þótt klærnar haldi ekki jafn fast og forðum. En þessi alheimsógeð, kommúnisminn og nasisminn, eru ekki lengur mælistikan sem hægt er að nota yfir framboð og fylkingar sem hlýða ekki fréttaskýrendum og halda sig á miðjunni. Og þegar hin miklu viðmið eru horfin virðast menn fá mjög frjálsar hendur. Og er þá auðvitað nánast eingöngu átt við þá sem eru aðeins hægra megin við miðjuna. Hverju hefur allt bröltið skilað? Reyndar er það svo að hreinir miðjuflokkar eiga sjaldan langa lífdaga sem stórir flokkar. Sú niður- staða segir sig eiginlega sjálf. Það þarf bærilega myndarlega flokka, nægjanlega fjarri miðjunni og dálítið freka til fjörs til að „miðjan“ eigi möguleika. Ef fylgi slíkra liggur nærri 40% hvorum megin, þá er tiltölulega lítið eftir handa miðjunni. Miðjuflokk- urinn liggur því nærri 20 prósentum í góðum kosn- ingum, fái hann að vera einn á þeim miðum, en hallar sér í átt að 10 prósentunum þegar kjósendum finnst minna til um moðið en endranær eða þegar fleiri eru um hituna. En þessi kenning er þó eingöngu miðuð við „eðli- legt ástand“, sem er þó næsta óljóst hugtak. Þegar sami grauturinn í sömu skálinni er ofarlega í huga kjósenda losnar mjög um fylgi og allt getur gerst. Þótt slík atkvæðaleg hringekja geti glatt þreytulega fréttamenn og enn þreyttari skýrendur á kosninga- nótt hafa hin „óvæntu“ úrslit sjaldan verið almenn- ingi til farsældar árin sem í hönd fara eftir kosn- ingar. Þvert á móti. Litlu flokkarnir, sem voru ábyrgðarlausastir á síð- asta kjörtímabili og miðuðu allt sitt framtak við að tryggja að kosningar brystu ekki á fyrr en þyrfti, eru gott dæmi um þetta. Þeir vissu að ekki kæmi pólitískur dagur fyrir þau eftir kjördag. Þeir breiddu því yfir það, eins og þeir gátu, að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafði ekki starfhæfan meiri- hluta í þinginu seinni hluta kjörtímabilsins. Össur Skarphéðinsson hefur á bók viðurkennt að honum og allmörgum þingmönnum Samfylkingar var orðið þetta löngu ljóst. Sá hópur segist hafa muldrað eitt- hvað um það en ekki haft kjark til að fylgja samvisku sinni eftir í málinu, fremur en endranær. Það má segja að þetta langa dauðastríð hafi gert flokkum núverandi ríkisstjórnar gott. Andstaðan við og síðan andstyggðin á ríkisstjórn Jóhönnu og Stein- gríms hlaut að fara vaxandi dag frá degi. Samfylk- ingin hefði ekki orðið að því pólitíska hrúgaldi sem hún varð, hefði hún ekki hangið stuðningslaus í for- sætisráðuneytinu út kjörtímabilið. En af hverju héngu þau? Það var ekki eingöngu kjarkleysi Öss- urar sem réð því að hann og hópurinn í kring fylgdi ekki sannfæringu sinni um að bregðast yrði við því að umboðslaus stjórn sæti í landinu. Steingrímur, Jóhanna og Össur biðu öll eftir úrskurði EFTA- dómstólsins um Icesave. Þau trúðu á fullyrðingar embættismannanna að þar hlytu þau sigur en þjóðin tapaði. Margir vitnisburðir eru til um að sá dómur átti að vera haldreipi stjórnarinnar og snúa and- úðinni á henni yfir í stuðning. Engu skipti þótt frá þessum dómstól kæmi aldrei raunveruleg niðurstaða í málinu. Allir vita hvernig það fór allt saman. Og þar með var draumur vinstristjórnarinnar endanlega búinn. En vegna þess, að á síðustu metrum Icesave- málsins hafði algjörlega óvænt og að ástæðulausu verið látið undan fámennum hópi ákafra ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum, fékk sá flokkur á sig hluta af Icesave-skvettunum sem Steingrímur og Jóhanna höfðu þó rækilega tryggt sér einkarétt á fram að því. Komið hreint fram og hin aðferðin Margaret Thatcher sýndi að stjórnmálamenn þurfa ekki að fela sannfæringu sína í kraðaki miðjumoðs- ins til þess að ná árangri í stjórnmálum. Og árangri náði hún. Það gerðist ekki síst vegna þess, að hún gat vísað til umboðs kjósenda sem hún hafði fengið án þess að fela fyrir þeim í aðdraganda kjördags hvað fyrir sér vekti. Það varð til þess að hún gat komið Bretlandi úr öskustó yfir í að verða þrótt- mikið ríki á 10 árum. Steingrímur J. Sigfússon er hins vegar, að verðleikum, orðinn táknmynd póli- tískra svika í íslenskri stjórnmálasögu. Svör hans í sjónvarpi daginn fyrir kjördag og gerðir hans dag- inn eftir kjördag eru skólabókardæmi, sem enginn stjórnmálafræðingur framtíðar getur látið fram hjá sér fara. Þau svör og framhaldið gera það að verkum að Steingrímur situr, að þessu leyti, á tindi sem öllum öðrum verður ókleifur um ár og vonandi aldir. Ekki getur verið líklegt, að stjórnmálamenn nútíð- ar eða framtíðar verði þeirrar gerðar að þá langi að reyna sig við tindinn þann. Hann á að vera frátekinn sem lengst. Morgunblaðið/Árni Sæberg 27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.