Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 41
27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 O pinberar heimsóknir kóngafólks eru nú aldeilis eitt- hvað sem kryddar tilveru royalista. Að geta fylgst með klæðaburði, fasi, hárgreiðslum og háttalagi þess sem er í mestu uppáhaldi er nú bara eins og að fá magnesíum-sprautu hjá heimilislækninum. Sál royalistans lyftist upp og hann fær aukinn lífskraft. Katrín hertogaynja af Cambridge og Vil- hjálmur eiginmaður hennar hafa svo sann- arlega verið hress í sinni opinberu heim- sókn í Ástralíu. Hún hefur skartað hverjum kjólnum á fætur öðrum og svo er kápusafn hertogaynjunnar ekki með lak- asta móti. Um klæðaburð eiginmanns hennar er minna hægt að segja enda er hann ekki nærri því jafnspennandi og hún. Þar sem ég lá yfir myndum inni í erlenda myndabankanum sem ég hef aðgang að áttaði ég mig á því að það er alveg sama í hvað hertogaynjan fer – allar flíkur leggja of- uráherslu á mittislínuna. Svo sést hún aldrei í föt- um sem smellpassa ekki á hana. Það er allt úthugsað og útpælt, ekkert gúlpast kjánalega á einhverjum vandræðalegum stöðum. Föt hertogaynjunnar eru þannig að það er alveg sama í hvaða stellingu hún er – fötin líta vel út. Mér er þetta dálítið hugleikið því ís- lenskar konur gleyma allt of oft að klæðast bara fötum sem klæða þær. Stundum hef ég það á tilfinningunni að þráin eftir því að eignast eitthvað nýtt taki völdin í stað þess að konan velji af kostgæfni og vandi valið. Oft er nefnilega mun betra að nota bara gömlu fötin sín, ef þau klæða mann, en að kaupa eitthvað nýtt – bara til að vera í nýju. Það sem er líka dálítið hamlandi hérlendis er hvað það er lítið úrval. Stundum finnst mér ekki vera til neitt nema víðar skyrtur og níðþröngar buxur. Ég hef haft það á tilfinningunni að það sé eins og inn- kaupafólk haldi að konur vilji ekkert annað. Þær sem eru með svipaðan vöxt og hertogaynjan lenda því í stökustu vandræðum með að finna sér föt því allt er svo vítt um mittið. Sara í Júník fer reyndar ekki í þennan flokk því hún kaupir bara þröng föt á konur. Konur með grannt mitti og mjúk læri verða ekki mjög lögulegar þegar þær eru komnar í víða skyrtu (sem felur mittið) og þröngar buxur. Nema náttúrlega að farið sé í agnarsmáan og vel sniðinn jakka yfir sem vekur athygli á mitt- inu. Hugsið um þetta þegar þið eruð inni í mátunarklefa og reynið að vanda ykkur. Ekki kaupa bara eitthvað af því þið eruð í svo miklu stuði af því það var svo gott veður á sumardaginn fyrsta og ykkur langar í föt í lit. Það er ekkert fengið með því að eiga fullan skáp af ein- hverjum fatatuskum ef þær gera ekkert fyrir mann. Ég meina, hvers virði er það að draga andann ef maður ætlar bara algerlega að sleppa því að vera gordjöss … martamaria@mbl.is Royalistar fá vítamínsprautu Hertogaynjan af Cambridge í kápu frá Michael Kors. Mittislínan er alltaf á sínum stað. Sniðsaumarnir á þessari kápu eru dásamlegir. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi - www.spennandi.com Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 3322 & Innate - frönsk hönnun vor 2014 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Komið og skoðið úrvalið Seljum einnig: Peysur, buxur, pils, leggings o.m.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.