Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014
Matur og drykkir
Ö
rvar Bessason hefur
verið á sjó sem
kokkur meira og
minna í 19 ár. Hall-
grímur Sigurðarson er mat-
reiðslumeistari til tveggja ára-
tuga og þeir hafa nú tekið
höndum saman um rekstur veit-
ingastaðar við Hafnarstræti þar
sem Örkin hans Nóa hefur verið
til húsa; lengst af húsgagna-
verslun en einnig matsölustaður
og vinnustofa myndlistar-
mannsins Kristjáns Eldjárns Jó-
hannessonar hin síðari ár. Stað-
urinn ber sama nafn en verður
kallaður Noa’s Seafood á út-
lensku.
„Þetta er gamall draumur sem
ekki var hægt að sleppa,“ segir
Hallgrímur við Morgunblaðið.
Hann verður veitingastjóri á
staðnum en Örvar ræður ríkjum
í eldhúsinu. Hallgrímur var mat-
reiðslumeistari á veitingastaðnum
1862 Bistro í menningarhúsinu
Hofi frá stofnun og er áfram
einn eigenda þar á bæ, en varð
að endurskipuleggja líf sitt eftir
alvarlegt vélsleðaslys í fyrravor.
Var einmitt í ítarlegu viðtali í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
um þá reynslu síðsumars í fyrra.
„Ég get ekki verið standandi á
kokkavaktinni,“ segir hann.
„Örvar er því í aðalhlutverki en
við vinnum þetta saman. Hann
er örugglega smeykur um að ég
verði með puttana í fleira en
veitingastjórninni! Ég fæ að
minnsta kosti að vera á kant-
inum og smakka.“
Þeir kynntust þegar báðir
störfuðu á veitingastaðnum Frið-
riki V á sínum tíma og varð vel
til vina. „Hugmyndin er sú að
halda áfram með það sem var
hér fyrir en taka það skrefi
lengra,“ segir Örvar. „Hér verð-
ur boðið upp á ferskasta fisk á
Norðurlandi, eldaðan og borinn
fram í pönnu. Við verðum þó
ekki bara með fisk; íslenska
lambið verður í heiðursessi eins
og því ber.“
Félagarnir leggja áherslu á
mat úr héraði, sem og norð-
lenskan bjór. „Mjög margir góð-
ir matvælaframleiðendur eru á
Norðurlandi. Við verðum með
hráefni frá þeim.“
Sjóarinn Örvar er vanur því
að elda fisk. Byrjaði ungur:
„Pabbi var kokkur á Hótel
Blönduósi og þar stóð ég uppi á
kókkassa og flakaði silung og
steikti níu ára gamall. Það var
mitt fyrsta starf. Þegar ég var
á sjónum eldaði ég fisk einu
sinni á hverjum einasta degi.“
Einn og hálfur mánuður er
síðan Örvar hætti á sjó: „Það
liggur beint við þegar maður
kemur í land að elda á Örkinni
hans Nóa!“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
FJÖLBREYTNIN EYKST Á AKUREYRI
Sjávarfang
í Örk Nóa
HÚSGAGNAVERSLUNIN ÖRKIN HANS NÓA HEFUR
VERIÐ REKIN Á AKUREYRI UM ÁRABIL, MATSÖLU-
STAÐUR VAR SETTUR Á LAGGIR Í HLUTA HÚNÆÐISINS
FYRIR NOKKRUM MISSERUM EN NÚ ER MATURINN,
AÐALLEGA SJÁVARFANG, Í AÐALHLUTVERKI.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Kristján Eldjárn Jóhannesson, Örvar Bessason matreiðslumaður og Hallgrímur Sigurðarson veitingastjóri.
Fyrir fjóra.
800 g saltfiskur -
Örvar notar hráefni
frá Ektafiski.
Veltið fiskinum upp
úr hveiti krydduðu
með pipar, dilli og
estragoni.
2 meðalstórir laukar,
sneiddir frekar
gróflega
200 g soðið smælki
Ólífur og hvítlaukur
eftir smekk, saxað
niður
Konfekttómatar
skornir í tvennt
1 dós saxaðir
tómatar
Basillauf
Aðferð Bræðið smjör á
pönnu. Setjið saltfiskinn á
pönnuna þegar smjörið
fer að krauma, snúið
roðinu upp. Bætið laukn-
um við og steikið í u.þ.b.
3 mínútur. Snúið þá fisk-
bitunum við og bætið
smælki, ólífum og hvít-
lauk við og steikið í um
það til 2 mínútur til við-
bótar. Þá er einni dós af
söxuðum tómötum bætt
við og látið krauma í 2-3
mínútur. Kryddið með
salti og pipar eftir smekk.
Skreytið með konfekttó-
mötum og basil, berið
fram í pönnunni.
Saltfisk-
panna