Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 26
Pappírsrör hafa verið vinsæl undanfarið. V ið erum aldar upp í heildsölu- og verslunarum- hverfi frá því við vorum litlar. Foreldrar okkar eru í þessum bransa. Byggðu upp Cintamani á sínum tíma og eiga Sportís-íþróttavöruverslunina í dag. Svo höfum við verið að byggja upp Cintamani-merkið undanfarin ár þannig að við höfum mikla reynslu í mark- aðssetningu vörumerkja. Við teljum okkur vita hvað við er- um að gera,“ segja Elva Rósa og Sigrún Kristín Skúladæt- ur sem stofnuðu saman vefverslunina esjadecor.is. „Við erum heppnar að við erum góðar vinkonur og mjög samrýndar.“ Þær segjast báðar hafa áhuga á verslunarrekstri enda lifað og hrærst í þessum heimi með foreldrum sínum, Skúla Björnssyni og Önnu Garðarsdóttur. „Við vorum búnar að tala um þetta lengi að stofna svona verslun og svo hófumst við handa í haust að gera áætlanir, finna vörumerki og annað slíkt. Ætlunin er að vera með merki sem enginn annar er með og koma með eitthvað nýtt, ferskt og spennandi á markað. Ef eitthvað íslenskt passar í okkar módel þá skoðum við það bara,“ segir Sig- rún sem vonast til þess að bæta við íslenskri hönnun á vesíðuna en flestar vörurnar eru frá Danmörku, Hollandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Frakklandi. „Við ætlum að byrja með öðruvísi vörur sem hafa ekki sést áður hér á landi. Við fórum á vörusýningu í París í janúar og fundum ný merki þar og svo höfum við verið að skoða okkur um á netinu og tímaritum. Þetta er aðallega stofustáss og barnavörur, leikföng og annað inn í barnaherbergi. Fylgihlutir frekar en fatnaður. Aðallega húsmunir fyrir heimilið og fylgi- hlutir fyrir íbúa þess,“ segir Elva og segir að það sé auðvitað draumur að opna verslun með tímanum en það sé hins vegar gott að byrja smátt og þar er vefverslun svarið. „Fólk er í minna mæli að kaupa sér stærri hús en meira að nostra við heimili sín og skreyta þau. Sérstaða okkar er að fókusera á hönnun og unga efnilega hönnuði.“ Fyrsti viðskiptavinur SNURK Astronaut rúmfatanna er Gísli Gíslason tilvonandi geimfari. Gísli verður meðal fyrstu geimfaranna sem fara út í geiminn á vegum flugfélags Richard Branson, Virgin Galactic. Púði frá merkinu HOFF Interior fæst hjá Esju. Skemmtileg mynd af lunda. Litríkir kubbar fyrir börnin. Morgunblaðið/Þórður ALDAR UPP Í VERSLUNARREKSTRI Elva Rós vann í hönnunardeild Cintamani í sjö ár þar sem hún sá um hönnun og framleiðslu og var yfirhönnuður um tíma. Hún er einnig lærður innanhússhönnuður. Sigrún er verslunarstjóri Sportís og Cintamani og útskrifaðist frá Bifröst í haust. VEFVERSLUNIN ESJA DECOR, SEM ÞÆR ELVA RÓSA OG SIGRÚN KRISTÍN STOFNUÐU FYRIR SKÖMMU, EINBEITIR SÉR AÐ STOFUSTÁSSI OG BARNAVÖRUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Lítil verslun í risastórum vef Heimili og hönnun *Verk útskriftanema listaháskóla Íslands á BA-stigi íhönnunar- og arkitektúrdeild og arkitektúrdeildverður opnuð laugardaginn 26. mars kl. 14:00 í Lista-safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar munu um 65 nem-endur sýna verk sín. Sýningin stendur til 11. maí oger opin daglega frá 10:00-17:00 og á fimmtudögumfrá 10:00-20:00. Sýningarstjórar eru þær Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Anna Hrund Másdóttir. Sýning- arstjóraspjall verður fimmtudaginn 1. maí kl. 15:00. Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.