Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR) heldur vor- tónleika í Kirkju Óháða safnaðarins við Há- teigsveg í dag, laugardag, kl. 15. Tónleikarnir eru að stórum hluta tileinkaðir skáldinu og lagahöfundinum Ása í Bæ, í tilefni af því að hinn 27. febrúar síðastliðinn var öld frá fæð- ingu hans. Einnig verða flutt lög annarra höf- unda. Ási var fæddur í Litla Bæ við Strandveg í Vestmanneyjum. Hann skrifaði margar bæk- ur og samdi allskyns kveðskap um lífíð í Vest- mannaeyjum. Á tónleikunum verður sagt frá lífshlaupi Ása í Bæ. Með Sönghóp ÁtVR leik- ur fjögurra manna hljómsveit en stjórnandi er Hafsteinn G. Guðfinnsson. TÓNLEIKAR SÖNGHÓPS FLYTJA LÖG ÁSA Ási í Bæ. Á tónleikunum verður sagt frá lífs- hlaupi hans og flutt lög hans og textar. Liðsmenn Nordic Affect rýna í nótur. Á tón- leikunum flytja þeir umritanir Hróðmars Inga. Orgelverk flutt af kammerhóp og endur- vinnsla tónefnis er meðal þess sem kemur við sögu á tónleikum kammerhópsins Nor- dic Affect á Kjarvalsstöðum á laugardag kl. 17.15. Tónleikarnir eru liður í vetrartón- leikaröð hópsins undir yfirskriftinni Nordic Affect +1 og er samstarf við utanaðkomandi aðila í fyrirrúmi á árinu. Að þessu sinni á tón- skáldið Hróðmar I. Sigurbjörnsson stefnu- mót við hópinn en hann tók að sér að umrita verk í anda barokktónskálda sem umrituðu gjarnan verk sín og annarra. Á efnisskránni eru orgelverk eftir Buxtehude og Bach um- rituð af Hróðmari. TÓNLEIKAR NORDIC AFFECT KAMMERVERK Þrátt fyrir að Harry Potter og félagar hans séu sestir í helgan stein heldur höf- undur sagnabálksins áfram að semja – nýjar bækur, og við framleiðendur um úr- vinnslu á skrifum sínum. Árið 2012 sendi J.K. Rowl- ing frá sér skáldsöguna The Casual Vacancy, sem nefnist Hlaupið í skarðið upp á íslensku, um óvænt dauðsfall og afleiðingar þess í bresk- um smábæ. Nú hefur verið greint frá því að BBC mun, í samstarfi við helsta framleiðanda sjálfstæðs sjónvarpsefnis í Bandaríkjunum, HBO, taka upp röð þriggja þátta sem byggj- ast á sögunni. Þættirnir verða teknir upp í sumar í suðurhluta Englands. Skáldsagan Hlaupið í skarðið hlaut mis- jafnar viðtökur en áhugi lesenda á höfund- inum er mikill og í fyrstu vikunni seldust 125.000 eintök á Englandi og hafði bók ekki selst jafn vel þar í landi í þrjú ár. KVIKMYNDA SÖGU ROWLING Í SJÓNVARP J.K. Rowling Menning S ögurnar gegna lykilhlutverki fyrir sjálfsmynd Norðurlanda og ég tel að það sé ekki ofsagt að þær hafi mótað sjálfsmynd Norðurland- anna. Ef svo er, er það nauðsyn- legt að þessi samnorræni arfur sé til á öllum tungumálunum. Þetta eru að mínu viti heims- bókmenntir sem ættu raunar að vera til á öll- um tungumálum,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi hjá Saga forlagi, en á morgun kem- ur út fyrsta samræmda heildarútgáfan á Ís- lendingasögum og þáttum á Norðurlöndunum, 40 Íslendingasögur og 49 Íslendingaþættir. Búið er að þýða allar sögurnar upp á nýtt á dönsku, norsku og sænsku, og hafa um hundrað manns komið að verkinu í heildina. „Þetta er dæmi um samnorrænt verkefni rek- ið áfram af hugsjón, þarna er úrvalslið Norð- urlandanna sem hefur tekið höndum saman og unnið afreksverk,“ segir Jóhann. Undir þau orð tekur Annette Lassen, rit- stjóri dönsku útgáfunnar, en hún hefur unnið nær sleitulaust frá árinu 2008 að verkinu. „Það hefur varla verið helgi eða frí, þar sem ég hef ekki vitað af sögu sem þyrfti að lesa yfir,“ segir Annette. „Þetta var í senn spenn- andi og skemmtilegt en stundum þreytandi eins og öll vinna er.“ Upplifði ótrúlegt örlæti Upphaf þessa afreksverks má raunar rekja til þess að árið 1997 gaf Jóhann út fyrstu heild- arútgáfu Íslendingasagnanna á ensku í rit- stjórn Viðars Hreinssonar. Í kjölfarið hófst samstarf við Penguin-útgáfuna um níu bækur undir yfirstjórn Örnólfs Thorssonar, sem hafa sannarlega aukið mjög útbreiðslu sagnanna. Jóhann segir að nú sé svo komið að um fjórð- ungur þeirra ferðamanna sem komi til lands- ins nefni sögurnar sem hvata til þess að þeir lögðu land undir fót. „Í framhaldi af þessu leitaði hugur minn til Norðurlanda því sög- urnar eru norrænn arfur, sameiginlegur arf- ur. Ég vildi kanna hvort grundvöllur væri fyrir útgáfu sem þessari,“ segir Jóhann, sem hóf vegferð sína árið 2006. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, en hann segist hafa sann- reynt ótrúlegt örlæti af hálfu frændþjóðanna. Fyrst hefði Alþingi samþykkt að styrkja út- gáfuna, sem hefði komið öllu af stað, en síðan hefðu virtustu sjóðir og menningarstofnanir á Norðurlöndunum veitt rausnarlega styrki til útgáfunnar, auk ýmissa einkaaðila. „Með þessum mikilvægu framlögum er þetta loks- ins orðið að veruleika, eitt stærsta útgáfu- verkefni í sögu Vesturlanda er mér sagt,“ segir Jóhann. Eitt fyrsta verk Jóhanns var að finna ritstjóra, en auk Annette ritstýrðu þeir Jon Gunnar Jörgensen og Jan Ragnar Hagland norsku útgáfunni og þeir Kristinn Jóhannesson, Gunnar D Hanson, og Karl Gunnar Johansson sænsku útgáfunni. Annette segir það hafa verið ómögulegt að gera sér grein fyrir hversu mikil vinna myndi fara í verkið, en hún hafði fjórtán þýðendur á sínum snærum, auk þess sem hún þýddi sjálf. „Ég byrjaði að lesa yfir allar þýðingar og bera saman við frummálið. Ég var með þýð- inguna í einu skjali, og söguna í öðru skjali við hliðina.“ Þetta var tímafrekt verk að sögn Annette, enda eru sögurnar og þættirnir um 2.500 blaðsíður. Lien er ekki fager lengur Þegar þýðingum var lokið voru virtir rithöfundar og skáld fengin til þess að lesa þær yfir, með tilliti til málfars og stíls. Ann- ette segir það hafa verið nauðsynlegt, og vís- ar til fyrstu þýðingarinnar sem kom út á dönsku á árunum 1839-1844, sem síðan hefur verið endurútgefin sex sinnum. „Þýðandinn, prófessor N.M. Petersen, var textafræðingur eða „filolog“ og hafði hugmyndir um að styrkja danska tungu, og búa til sameiginlegt mál Norðurlanda til þess að verjast þýskum áhrifum í málinu. Hann bjó í raun til mörg orð sem þekkjast ekki í dönsku, og hafði þann draum að Danir gætu skilið forn-norrænu.“ Þegar sögurnar voru endurútgefnar á þriðja áratugnum bar svo við að Gunnar Gunnarsson rithöfundur mótmælti þýðing- unum með grein í Politiken. Spannst úr um mánaðarlöng ritdeila á síðum blaðsins, og varð á endanum úr að hann og Jóhannes V. Jensen og fleiri rithöfundar tóku sig til og létu þýða sögurnar upp á nýtt í mótmæla- skyni. Annette segir að í ljósi þessarar reynslu hafi verið reynt að fara bil beggja, að vera eins nálægt frumtextanum og hægt er, en þó ganga þannig frá þýðingunni að almennir les- endur geti skilið hana og lesið sér til ánægju. „Sumum orðum hef ég útrýmt alveg í nýju þýðingunum, því að þau eru of forn. Um leið og 15 þýðendur eru að verki, þá eru 15 mis- munandi lausnir. Ég sem ritstjóri get þá mælt með einstökum lausnum en það er ekki endilega alltaf mín lausn sem er best, því að stundum er þetta smekksatriði.“ Þá séu sum orð og hugtök samræmd. Gott dæmi um hvernig staðið var að gömlu þýðingunni kemur úr Njálssögu. „Fögur er hlíðin var alltaf „Fager er lien“, en ekki leng- ur!“ segir Annette og hlær. Orðið „fager“ var fornt þegar á 19. öld, og því var ákveðið að hafa ögn látlausari þýðingu í þetta sinn. „Það hefði verið hægt að halda í gömlu orðin en þá ertu búinn að missa alla menntaskólakrakk- ana. Sumir verða eflaust pirraðir að það sé búið að breyta einhverju. Við viljum frekar angra fáa og ná til fleiri nýrri lesenda.“ Blæbrigðamunur eftir löndum Þó að hér sé um heildarútgáfu að ræða á tungumálunum þremur er það ekki svo að þýðingarnar séu allar alveg eins. Til dæmis eru myndskreytingar í dönsku útgáfunni, en ekki hinum, og sá Karin Birgitte Lund um þær. „Hún málaði eftir myndum í íslenskum FYRSTA SAMRÆMDA HEILDARÚTGÁFA ÍSLENDINGASAGNA Á NORÐURLÖNDUNUM Kraftur fylgir Íslendingasögunum NÝJAR ÞÝÐINGAR Á ÍSLENDINGASÖGUM OG ÞÁTTUM KOMA ÚT Á DÖNSKU, NORSKU OG SÆNSKU Á MORGUN. ÞAU JÓHANN SIGURÐSSON ÚTGEFANDI OG ANNETTE LASSEN, RITSTJÓRI DÖNSKU ÞÝÐINGARINNAR, RÆÐA UM ÞÝÐINGARNAR OG MIKILVÆGI ÍSLENDINGASAGNANNA Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Jóhann Sigurðsson útgefandi og Annette Lassen, ritstjóri dönsku þýðingarinnar, segja Íslendingasögurnar gegna lykilhlutverki fyrir Norðurlöndin. Morgunblaðið/Þórður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.