Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 40
Tíska Klukkan er Kenzo! *Franska tískuhúsið Kenzo, sem að undanförnuhefur verið þekkt fyrir vinsælar jersey-há-skólapeysur með mynd af tígrisdýrahöfði, til-kynnti á dögunum að í maí hæfi húsið sölu á úra-línu. Úrin sem ætluð eru bæði dömum ogherrum, verða bæði mjög litrík og hönnunin ísportlegri kantinum. Listrænir stjórnendur tísku- hússins Carol Lim og Humberto Leon hanna úrin í samstarfi við úraframleiðandann TWC. Á ttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? „Beauty is NOT pain!“ Ég myndi aldrei klæða mig í eitthvað sem mér finnst óþægilegt – punktur. Einnig hef ég takmarkaða þolinmæði í versl- unum og ef mig „vantar“ eitthvað þá finnst mér best að fara ein og klára kaupin hratt og örugglega. Persónulega mæli ég með að kaupa alla vega ekki dýra og eigulega hluti í flýti. Með árunum er ég farin að versla minna og frekar kaupa mér eigulegri flíkur – það eru skynsamlegustu kaupin mín síðustu árin. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Hann er mjög háður árstíðum og fílingi. Á sumrin dett ég alveg í hippafílinginn og hef alltaf elskað síða litríka kjóla sem er heppilegt þar sem ég er 180 cm. Á veturna fer ég meira í svart og elska pelsa því mér er alltaf svo kalt. Efni skipta mig miklu máli og verð ég að snerta allt sem ég kaupi þ.a.l. er ég ekki mjög hæfileikarík í að versla á netinu. Ég elska silki, blúndur og leður og finnst gaman að blanda saman ólíkum mynstrum og áferðum. Fer allt eftir því í hvernig stuði ég er í. Ég er ekki mikið fyrir skartgripi en þá helst fyrir grófa, antík, statement skartgripi. Áttu þér uppáhaldsflík? Nei eiginlega ekki ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég á nokkrar flíkur; kjóla, samfestinga, pelsa og töskur sem ég hef fjárfest í en ég get ómögulega gert upp á milli þeirra. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Það er eiginlega tvennt. Hvítur silkikjóll frá Skaparanum sem beið eftir mér á fáránlega góðu verði þegar Dúsa var með búðina sína á Laugaveginum. Hann var eins og sniðinn á mig og hún gaf mér aukaaflátt svo ég ætti efni á honum. Ég gaf mér hann í frumsýningargjöf þeg- ar ég var í Nemendaleikhúsinu. Hinn hluturinn er risastórt Jean Paul Caul- tier-málmhálsmen sem ég fékk á útsölu fyrir rúmlega 10 árum – þá þótti þessi stóri gripur ekki smart en mér fannst og finnst hann stórkostlegur! Lestu tískublöð eða tískublogg, hver eru í uppáhaldi? Get ekki sagt að ég fylgist mikið með hvað er „inn“ hverju sinni. Reyni frekar að forðast það. Það er helst að ég sé að glugga í tímarit á kaffihúsum og ég dett inn á einhverja skemmtilega hugmynd en ég er mjög slöpp á alnetinu. Þekki fá blogg og finnst í raun ekkert gaman að vera fyrir framan tölvuna. Hvert er þitt eftirlætis tísku-tímabil og hvers vegna? Ætli minn stíll sé ekki mest smitaður af áttunda áratugnum.. Hef alltaf haft dálæti á sam- festingum, flegnu V-hálsmáli, hippakjólum en samt með smá glamrokki sbr. leðrið og pelsarnir. En ef ég ætti að dressa mig upp í gala þá væri það án efa í anda The Great Gatspy 20́s stíll með dass af 70́s. Mér finnst mér gaman að blanda saman ólíkum stílum. Hvað ætlarðu að fá þér fyrir sumarið? Ég er enn að leita mér að hinum fullkomnu leðurbuxum … ætli þeirri leit haldi ekki áfram þrátt fyrir að vera ekkert voða sumarleg. Svo bráðvantar mig nýjan sundbol – minn er orðinn óþægilega mikið eyddur. Hvaðan sækir þú innblástur? Persónur, tímabil, myndir, tónlist og svo margt margt fleira í lífinu veitir mér inn- blástur. Getur þess vegna verið eitthvert augnablik eða til- finning sem ég upplifði. Hvað er það síðasta sem þú festir kaup á fatakyns? Samfestingur frá REY sem hún lánaði mér fyrir frumsýninguna á Harrý og Heimi. Hann var hluti af haustlínunni hennar sem hún sýndi á RFF í vetur. Ég var svo hrifin af honum að ég ákvað að kaupa hann og álbeltið í stíl. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Mér fannst Alexander McQueen mikill listamaður sem þorði að fara öðruvísi leiðir, sömuleiðis Jean Paul Gaultier. Hef alltaf gaman af pínu leikhúsi í flíkum sem ég klæðist. Af íslenskum hönnuðum held ég mikið upp á Ýr, nýja línan hjá REY er æðisleg, Harpa Einars, Hildur Yeoman, Heli- copter, Eygló og JÖR. Hins vegar pæli ég voða lítið í merkjum og vel alfarið eftir því hvað klæðir mig og hvað ég fíla þá stundina.Morgunblaðið/Þórður STÍLLINN HÁÐUR ÁRSTÍÐUM OG FÍLINGI Hef alltaf elskað síða litríka kjóla SVANDÍS DÓRA EINARSDÓTTIR FER MEÐ EITT AF AÐALHLUTVERK- UNUM Í KVIKMYNDINNI HARRY OG HEIMI SEM VAR FRUMSÝND Í SÍÐUSTU VIKU. SVANDÍS ER ÁVALLT GLÆSILEG TIL FARA OG FINNST GAMAN AÐ BLANDA SAMAN ÓLÍKUM STÍLUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is „Persónur, tímabil, mynd- ir, tónlist og svo margt margt fleira í lífinu veitir mér innblástur.“ Svandís heldur upp á tískuna frá átt- unda áratugnum. Úr vetrarlínu Alexander McQueen 2014/2015. Úr línu Hildar Yeoman, Yuliu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.