Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Þ etta er sami grautur í sömu skál.“ Þessi þreytulega stuna og andóf gegn tilbreytingarleysi er iðulega notað um stefnu stjórnmálamanna eða flokka og framboða. Hún lýsir því, að þeir hafi meira og minna runnið saman í eina suðu og örðugt sé að greina þá frá öðrum kekkjum. Því sé stefna þeirra, loforð eða útlistun á pólitískri hugsun ekki lengur hjálpleg kjósendum við ákvörðun um hvar á kjörseðlinum X skuli að lokum lenda. „Heima er best“ Þeim fjölgar sem skjóta sér hjá vandamálinu með því að sleppa króknum á kjörstað. Það er þó ekki vegna þess að vandamálið við að velja einn öðrum fremur sé þeim ofviða. Tilganginn vantar. „Til hvers,“ spyrja þeir. Slíkrar þróunar gætir hér á landi, en kjósendur skila sér þó enn tiltölulega vel að rifunni á kjörkass- anum. Kosningaþátttaka virðist sums staðar vera í öfugu hutfalli við þann tíma sem kosningabaráttan tekur og þann gauragang sem einkennir hana. Þeir sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum sjá að bar- áttan fyrir forsetakosningar stendur meira eða minna samfellt í tvö ár. Framboðsfréttir taka drýgstan tíma í helstu fjölmiðlum alla daga og oft á dag og fjöldi skýrenda, fjölmenntaðra og reyndra, fer mikinn. Sýnt er frá endalausum fundum, sem eru að auki skrautsýningar með fána fjöld, blöðrum og blásturshljóðfærum og gengur mikið á. Fljótt á litið virðist þetta allt þrungið mikilli spennu. Bandaríkja- menn eru mjög meðvitaðir um að verið sé að kjósa „valdamesta mann veraldar“ til embættis og hafa mjög á því orð. Fjármunirnir sem flokkarnir tveir og einstakir frambjóðendur hafa úr að spila eru yf- irgengilegir. Mikilvægi atburðarins, stórbrotinn fjáraustur og allur gauragangurinn stendur svo lengi að útilokað ætti að vera að nokkur kæmist upp með að taka ekki eftir þeim ósköpum. En þrátt fyrir það allt mega Bandaríkjamenn þakka fyrir að ná lið- lega helmingi lögmætra kjósenda á kjörstað. Enn slappara í ESB Nú í maí verður kosið til þings Evrópusambandsins í löndum þar sem það á við. Kosningaþátttakan til þess fyrirbæris minnkar sífellt og er nú komin niður undir 40% og er þó kosningaþátttaka í aðild- arlöndum, þar sem refsivert er að kjósa ekki, talin með í þeirri prósentu. Kannanir hafa sýnt að vel inn- an við 1% íbúa ESB-landa þekkir deili á þeim sem eru „umbjóðendur“ þeirra á þingunum í Brussel og Strassborg. Lýðræðisleg tenging við kjósendur er með öðrum orðum engin. Þekktustu frambjóðendurnir að þessu sinni eru sennilega þau tvö sem eiga erfiðast með að leyna skömm sinni og andúð á ESB. Þau sömu sem segjast vilja tryggja löndum sínum fullveldi sitt á ný, Marine le Pen og Nigel Farage. Enn benda kannanir til að framboð þeirra og fleiri þeim lík muni ná drjúgum árangri í þessum kosningum, en hafa verður þann fyrirvara að slík framboð eru oft bólgnari í könn- unum en í kosningum. Afstaðan ræðst af hinum Stjórnmálafræðingar og fréttaskýrendur hafa lengi haft þá afstöðu, sem hefur nokkur einkenni þess að vera fremur trúarleg en fræðileg, að til þess að flokkur nái árangri þurfi hann að „höfða til miðj- unnar“. Þar sem grauturinn er þykkastur í skálinni kunnuglegu sé pólitíska svarið sem sagt jafnan að finna. Ef með fullyrðingum af þessu tagi er átt við það að kjósendur forðist „öfgarnar“ er það svo sem Miðjumoðið er auðvitað grautur, en er hann í sömu skálinni og oftast áður? * Það sjá engir neitt að því aðvelja menn til hárra embætta ílýðræðisríki sem gætu ekki neitað því (og könnuðust við glaðir) að hafa verið Trotskíistar eða Maóistar fram í þann tíma að þeir voru orðnir full- þroskaðir menn og lokið sínu námi í frambærilegum skólum. Myndi sama gilda um nasista? Reykjavíkurbréf 25.04.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.