Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 55
hef afrekað. Ég er sendiherra Wal- es og stoltur af því.“ – Og syngur þar oft? „Eins mikið og ég get. Alltaf. Næst syng ég í Sweeney Todd eftir Stephen Sondheim á alþjóðlegu tón- listarhátíðinni í júlí. Þangað ættu allir tónlistarunnendur að steðja, há- tíðin var fyrst sett rétt eftir seinni heimsstyrjöldina til að sýna að tón- list kæmi á friði, og sameinaði þjóð- ir. Þar koma fram kórar víðsvegar að úr heiminum. Það er gríðarlega öflugt kórastarf í Wales. Foreldrar mínir syngja enn í tveimur kórum og því kom líklega engum á óvart að annar sonur þeirra endaði raulandi. Bróðir minn fór aðra leið, hann er þroskaþjálfi.“ Peningar eru mikilvægir Bryn Terfel skaut upp á stjörnu- himininn árið 1989, þegar þeir Dmitri Hvorostovsky öttu kappi í söngvarakeppninni í Cardiff. Rúss- inn sigraði en heimamaðurinn var í öðru sæti, og voru ekki allir sáttir við það. Í dag eru þeir tveir af allra kunnustu óperu- og ljóðasöngvurum samtímans, og góðir félagar. „Þessi keppni í Cardiff er gríð- arlega mikilvæg fyrir alla sem eru valdir til að taka þar þátt fyrir sitt heimaland, það er mikill heiður,“ segir Terfel. „Til að komast á flug inn í heim atvinnumennskunnar þá jafnast engin keppni á við hana. Þeir sem lenda í efstu sætunum fá peningaverðlaun og það er afar mik- ilvægt, því ungt fólk sem er að ljúka dýru söngnámi þarf verulega á pen- ingum að halda. Maður safnar nefnilega skuldum í námi: það þarf að kaupa nótur, föt að koma fram í, skó, alla þessa einföldu hluti. Láta klippa sig, fara í auka söngtíma, tungumálatíma… Það lítur vel út á ferilskránni að sigra í keppnum en peningarnir eru mikilvægir. Þess vegna hef ég komið á fót styrkt- arsjóði fyrir unga söngvara í námi. Sjóðurinn mun aldrei jafnast á við sjóði Dame Kiri Te Kanawa eða Richard Tucker, en ég reyni að gera mitt besta.“ Heillandi heimur Wagners Rödd söngvara breytist með árun- um, og um leið hlutverkin sem þeir takast á við. Terfel gat sér orð fyrir túlkun á Mozartóperum en á síðustu árum hafa óperur Wagners orðið áberandi á efnisskrá hans; meiri þungi og drama. „Röddin er eins og bifreið. Það þarf að hugsa vel um hana. Sum tónskáld eru áberandi á efnisskrá ungra söngvara, eins og Mozart var hjá mér, en það þarf ekki að vera slæmt. Með aldrinum hættir líkam- inn síðan að vera jafn sveigjanlegur og hann var áður og þá er maður ekki endilega „hannaður“ lengur fyrir Mozart-óperur. Ég tók ungur þá ákvörðun að þroska og þjálfa röddina sífellt og hvert var þá hægt að stefna annað en til móts við Wagner! Hann skrifaði afskaplega fallega fyrir bass-baritóna. Í raun skrifaði hann meistaralega vel fyrir þessa rödd, frábær hlutverk eins og Hans Sachs í Meistarasöngv- urunum, Wotan, Telramund… Nú er ég orðinn 48 ára og kominn tími til fyrir mig að takast á við þessi hlutverk. Það er nýr veruleiki. Og mikil áskorun. Þegar maður fer að syngja Wagnerhlutverk er nauðsyn- legt að fara í þrisvar sinnum fleiri söngtíma en áður. Sumar senur í verkum Wagner eru lengri en heilu þættirnir í öðrum óperum. Það er átak að ganga inn í heillandi heim Wagners en dýrðin við það er að ég fæ að starfa með fólki sem hefur fengið skólun í Bay- reuth,“ og á hann þá við Wagner- tónlistarhátíðina í tónlistarhúsi tón- skáldsins í samnefndri borg. „Fólk sem hefur starfað þar veit hvað það er að gera. Ég hef verið svo heppinn að syngja með frábær- um Wagner-söngvurum, á borð við Gerhard Siegel og Jonas Kaufmann. Því miður mun ég þó aldrei syngja sjálfur í Bayreuth, því hátíðin þar er á sumrin og þeim vil ég verja með börnunum mínum.“ Að lokum berst talið að stöðu óp- erunnar í dag og auðheyrilegt er að Terfel hefur ekki miklar áhyggjur af henni, á meðal óperufólk skilji að því ber að skemmta gestum. Nýtur þess að koma fram „Um þessar mundir er ég að syngja í Konunglegu óperunni og þar er alltaf fullt. Ég tel það vera besta óperuhús heims í dag. Það er gull- náma; góðar uppsetningar og söngv- arar sækja í að syngja þar. Ég hef sungið við öll stóru húsin en nú sækist ég eftir að syngja hér heima. Svo er það bónus að geta af og til komið fram í Velsku óperunni. Hún er líklega talin í annarri deild en stendur sig engu að síður af- skaplega vel. Vitaskuld eru laun þar lægri en í stærstu húsunum en það bitnar ekki á hinni faglegu vinnu. Ég viss um að áhrifin af hinum vinsælu kvikmyndaútsendingum í háskerpu úr óperuhúsunum séu góð en nú vilja allir hljóðrita okkur og kvikmynda á allan hugsanlegan hátt, fyrir útvarp og sjónvarp. Engu að síður styð ég fyrst og fremst lif- andi óperuflutning. Ég nýt þess best að koma fram. Það jafnast ekkert á við það þeg- ar allt gengur upp á óperusviði. Ef illa gengur í óperuhúsum þarf að finna nýjar leiðir, setja upp betri sýningar, fá nýja leikstjóra. Þetta er skemmtun, hvort sem maður deyr eða verður ástfanginn á sviðinu. Hvort sem maður syngur í sextett, kvartett, dúett eða einsöng, þá er það skylda okkar söngvaranna að gera það á eins skemmtilegan hátt og mögulegt er. Vitaskuld hafa komið fram kynslóðir frábærra söngvara í fortíðinni, aftur og aftur, en hvað sem segja má annars um mína kynslóð þá sýnist mér að við njótum þess að koma fram og skemmtum okkur á sviðinu. Þá skemmta áhorfendur sér líka,“ segir Bryn Terfel að lokum og kveðst vona að gestir á tónleikum hans á Íslandi muni skemmta sér vel. Varla þarf að efast um það. 27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 Ljósið fæst í helstu verslunarkjörnum um land allt!gr a fi k .i s - kaupum ljósið! Herferð Blátt áfram hefst 30. apríl og lýkur 4. maí Forvarnarsamtökin Blátt áfram hvetja til forvarnarfræðslu fyrir fullorðna í grunnskólum og samfélaginu öllu gegn kyn- ferðisofbeldi á börnum. Starfið hjá forvarnarsamtökunum fer fram allt árið og fagna þau 10 ára afmæli á þessu ári. Það er verkefninu mikilvægt að samfélagið sýni stuðning sinn í verki því án framlaga væru Blátt áfram ekki starfandi. Við hvetjum landsmenn alla að hjálpa okkur í að upplýsa þjóðina um gildi forvarna með því að kaupa ljósið. Ein af hverjum 5 stelpum og einn af hverjum 10 drengjum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Verum upplýst, kaupum ljósið! blattafram.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.