Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 36
Tæknileg útlistun á Formula E
Umfang
Lengd: 5,000 mm
Breidd: 1,800 mm
Hæð: 1,250 mm
Þyngd (með ökumanni): 800 kg
Þyngd á batterí 200 kg
Kraftur
Hestöfl: 268
Leyft á keppnisdag: 178
Við framúrakstur:Auka 90
hestöfl*
Úr kyrrstöðu í 100 km/klst.
hraða á þremur sekúndum
Hámarkshraði verður 225
km/klst.
Vængirnir
Hönnun á vængjunum er ein
mikilvægasta hönnun formúlu
keppnisbíls.Vængirnir halda
bílnum niðri. Loftaflsfræðin er
hámörkuð til að framúrakstur
verði auðveldari.
Fjöðrun er betri en í
venjulegum Formúlu 1 bíl.
Orkugjafi
Rafhlaðan verður frá McLaren.
Tvær rafhlöður verða leyfð
um hverja keppnishelgi.
Bíllinn verður
afturhjóladrifinn.
Spólvörn er bönnuð.
*Bílarnir mega nota heildarkraftinn við æfingar og við undanrásir. Við keppni er bíllinn stilltur á „Race Mode“
sem dregur úr heildarhestöflum en hægt að nota takka sem gefur 90 auka hestöfl við framúrakstur.
Græjur
og tækni
Þurfa að hlaupa 100 metra
AFP
AFP
*Ökumenn liðanna þurfa að taka sprettinnþegar rafgeymir bílanna er að tæmast. Ökumenn leggja bílunum á þar til gerðumplönum og þurfa að hlaupa 100 metra aðnæsta bíl sem bíður fullhlaðinn við þjónustu-svæðið. Í hvert mót fer aðeins einn dagur.Um morguninn er æfing og tímataka, svo
einn tímahringur á báðum bílunum.
Síðdegis fer svo kappaksturinn fram.
„Bíllinn lítur vel út og lofar mjög
góðu fyrir framhaldið. Það er
þegar búið að aka honum rúm-
lega 2500 kílómetra án þess að
eitthvað stórvægilegt hafi komið
upp. Það er afrek verð ég að
segja, þar sem þetta er nýr bíll
byggður algjörlega frá grunni
með gríðarlega tækni á bak við
hverja beygju og hverja inngjöf,“
segir Jean-Paul Driot, einn af for-
svarsmönnum rafbílaform-
úlunnar.
Bíllinn má ekki fara yfir 800
kíló með ökumanni en rafhlaðan
ein og sér vegur rúmlega 200
kíló.
REYNSLUAKSTUR LOFAR GÓÐU
Engar stórar bilanir
Jean-Paul Driot, einn af forsvars-
mönnum rafbílaformúlunnar.
R
afbílaformúla, eða Formúla
E, verður toppurinn í raf-
magnsbílakappakstri.
Aldrei áður hefur verið
keppt í slíkum kappakstri af þess-
ari stærðargráðu þar sem raf-
magnsbílar leika aðalhlutverkið.
Rafmagnsbílar hafa undanfarin
ár tekið þátt í sportbílakappakstri
með góðum árangri, meðal annars í
Le Mans-kappakstrinum þar sem
ekið er í heilan sólarhring með ör-
stuttum viðgerðarstoppum. Al-
þjóðaakstursíþróttasambandið
(FIA) telur að nú sé komið að raf-
magnsbílum að láta ljós sitt skína,
ekki á kappakstursbrautum heldur
á götum borga heimsins því keppt
verður með svipuðu sniði og í
Mónakó í Formúlu 1.
Fyrsti rafmagnsbíllinn var smíð-
aður 1880 en batteríið hefur alltaf
verið of þungt til að hægt sé að
keppa á hraðskreiðum rafmagns-
bílum. Síðan 2008 hefur þróun-
in verið hröð á rafmagns-
bílum og sérstaklega
batteríunum, sem bæði
hafa lést og skilað meira
afli.
Alain Prost, sem vann
Formúlu 1 keppni
51 sinni á ferl-
inum, segir að
rafmagnsform-
úlan verði
glæsilegur
vitnisburður
um hvað
mannkynið sé
komið langt í
að gera raf-
magnsbíla.
„Það þarf ekki
aðeins að aka
bílnum heldur
þarf líka að
hugsa á bak við
stýrið. Það þarf
að passa orkuna
á gjöfinni.
Við sem stönd-
um að þessum kapp-
akstri erum vissir að
þróun á rafhlöðum í
bílunum eigi enn eft-
ir að batna og við
munum sýna efa-
semdarmönnum að
þetta sé tækni sem er
komin til að vera,“
sagði Prost í samtali við
vefinn fiaformulae.com.
Heimsmeistarinn í
Formúlu 1, Sebastian
Vettel, er hinsvegar ekki
jafn hrifinn og líst alls
ekkert á þessa keppni.
„Fólk kemur á Form-
úlumótin til að fá keppnina beint í
æð. Þegar rafbíll ekur hjá heyrist
lítið sem ekkert,“ segir Vettel.
Þess má geta að bílarnir í Formúlu
1 hljóma allt öðruvísi í dag en á
síðasta ári og hafa margir kvartað
undan því að það vanti hávaðann
og lætin.
Bílarnir munu aka um 10 borgir
frá og með september en ekki
verður ekið á brautum líkt og tíðk-
ast í öðrum kappakstri. „Raf-
magnsbílarnir eru yfirleitt í mið-
bæjunum og þar er fólkið sem vill
sjá svona bíla,“ bætti Prost við.
Rafmagnsformúlan fer um Suður-
Ameríku, Bandaríkin og Evrópu en
lokakeppnin fer fram í London í
júní.
Fyrirframgefin formúla
Eins og í öllum öðrum Formúlu-
kappakstri gilda ákveðnar reglur
um smíði bílanna sem öll lið þurfa
að fara eftir. Bílarnir verða allir
eins til að byrja með en bíllinn sem
liðin koma til með að nota var
smíðaður af franska fyrirtækinu
Spark Racing Technology, í sam-
starfi við fjölda fyrirtækja sem eru
framarlega á vettvangi aksturs-
íþrótta. Ítalski kappakstursbíla-
smiðurinn Dallara smíðaði und-
irvagninn, drifrás bílsins og
rafeindakerfi er fengið frá McLa-
ren Electronics Systems, dótt-
urfyrirtæki McLaren-liðsins úr
Formúlu-1. Rafgeymarnir eru
fengnir frá öðru dótturfélagi ann-
ars bresks formúluliðs, eða Willi-
ams Advanced Engineering.
Yfirumsjón með samræmingu
allra kerfa í aflrás bílsins er í
höndum franska bílsmiðsins Re-
nault. Loks verða sérhönnuð 18
tommu Michelin-dekk undir bíl-
unum. Fyrst um sinn er búist við
að flest liðanna kaupi eða leigi
Spark-Renault-bílinn til keppni en
þau eru engu að síður hvött til að
smíða sinn eigin bíl.
FORMÚLA E ER NÝ TEGUND KAPPAKSTURS
Formúlufjör með rafmagni
TÍU LIÐ MUNU KEPPA
Í RAFBÍLAFORMÚLU SEM
HEFST Í SEPTEMBER. LIÐIN
UNDIRBÚA SIG NÚ AF
KAPPI OG HAFA MARGIR
LÝST YFIR ÁNÆGJU SINNI
MEÐ SLÍKA MÓTARÖÐ.
HEIMSMEISTARINN Í FORM-
ÚLU 1, SEBASTIAN VETTEL,
ER HRÆDDUR UM AÐ
STEMNINGIN VERÐI EKKI
NÆG ÞAR SEM BÍLARNIR
ERU SVO HLJÓÐLÁTIR.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Lucas Di Grassi varð fyrstur til að aka formúlu-rafmagnsbíl og gerði
það um götur Rómar árið 2012. Bíllinn var frumgerð af bílnum.
AFP
Leonardo DiCaprio er orðinn
hluti af kappakstursliðinu
Venturi Grand Prix, sem var
síðasta liðið til að staðfesta
þátttöku sína í Formúlu E.