Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 59
27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Bernska eftir Lev Tolstoj er komin út í kilju í þýðingu Ás- laugar Agnarsdóttur. Þessi fyrsta skáldsaga Tolstojs kom út þegar hann var rétt rúmlega tvítugur og byggist á uppvexti hans. Bernska er töfrandi bók með litríkum og eftirminnilegum persónum sem höfundur lýsir af einstöku innsæi og miklum mannskilningi. Bókin er svo einkar fallega skrifuð og full- komlega tilgerðarlaus. Bók sem hlýtur að heilla kröfu- harða lesendur. Bernska er fyrsta bókin í þrí- leik Tolstojs og önnur bókin Æska er einnig komin út og þriðja bókin, Manndómsár, er væntanleg. Töfrandi Tolstoj Í dag, laugardaginn 26. apríl, er dagur bóka- búða haldinn í fyrsta sinn. „Það eru til marg- ir sérstakir dagar, og þar á meðal dagur bókarinnar 23. apríl, en ekki er til nokkurs staðar sérstakur dagur bókabúða og ákveðið var að bæta úr því,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, verslunarstjóri Bókaverslunar Máls og menningar á Laugaveginum. „Við vilj- um benda á að það er göfugt að kíkja í bóka- búð og skoða þau ævintýri sem þar eru upp um alla veggi. Nú í ár verða barnabækur í forgrunni og hver sem kaupir barnabók í dag, laugardag, fær aðra barnabók í kaupbæti. Með þessu erum við að stuðla að því að börn alist upp við að heimsækja bókabúðina og um leið erum við auðvitað að hvetja til lesturs. Við viljum minna á tilveru bókabúð- anna og erum mjög ánægð með það að landsmenn allir eru mjög duglegir að heim- sækja þær. Þótt það hljómi eins og klisja að Íslendingar séu bókaþjóð þá er það samt þannig að fólk er duglegt við að rækja bóka- búðina sína.“ DAGUR BÓKABÚÐA OG BARNABÓK Í KAUPBÆTI Kristján Freyr segir Íslendinga duglega við að rækja bókabúðina sína. Morgunblaðið/Ómar Breska skáldkonan Sue Townsend lést nýlega 68 ára gömul, en hafði verið að vinna að nýrri Adrian Mole-bók, Pandóruboxinu. Óvíst er hvort handritið verður að bók þar sem skáldkonunni tókst ekki að ljúka við verkið. Ritstjóri hennar hafði séð brot af verkinu og segir það vera dásam- legt. Bókin hefði orðið níunda bókin um hinn geysi- vinsæla og seinheppna Adrian Mole, en bækurnar um hann hafa verið þýddar á 48 tungumál og selst í rúmlega 10 milljónum eintaka. Fyrsta bókin í bóka- flokknum kom út hér á landi og hét þá Dagbókin hans Dadda, en engin skáldsaga síðustu fjóra ára- tuga hefur selst jafnvel í Bretlandi og hún. Town- send skrifaði einnig afar vinsælar bækur þar sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar voru aðalpersónur. Síðasta bók hennar var hin bráð- skemmtilega The Woman Who Went to Bed for a Year, um þreytta breska húsmóður sem gerir uppreisn, og enska útgáfan seldist mjög vel hér á landi. Townsend hafði einstaklega beitt og skemmtilegt skopskyn sem gerði hana að einum fremsta gamansagnahöfundi sinnar samtíðar. Hún hlaut ýmsar viðurkenningar og verðlaun á ferlinum og verk hennar hlutu frábæra viðtökur gagnrýnenda og lesenda. Hún þjáðist af syk- ursýki og missti sjónina árið 2001 en hélt áfram að skrifa. Fyrir dauða sinn hafði hún verið að vinna að leikriti um Adrian Mole og mun það verða sett á svið næsta vor. Sue Townsend var að vinna að nýrri bók um Adrian Mole en óvíst er um útgáfu. NÍUNDA BÓKIN UM ADRIAN MOLE Ein af betri skáldsögum síðasta árs var Sæmd eftir Guðmund Andra Thorsson. Aðalpersóna bókarinnar er skáldið góða og merkilega, Benedikt Gröndal. Bókin gerist á þeim tíma sem Björn M. Ólsen hefur völd í Lærða skólanum og ákveður að refsa skólapilti, en Gröndal kemur piltinum vasklega til varnar. Gríðarlega vel skrifuð bók sem einkennist af ríkri samúð með þeim sem minna mega sín. Benedikt Gröndal og skólapilturinn Mikil fjölbreytni í útgáfu NÝJAR BÆKUR ÞÓ NOKKUÐ KEMUR ÚT AF BÓKUM ÞESSAR VIKURNAR OG KILJUR ERU ÞAR MEST ÁBERANDI. FJÖLBREYTNIN ER MIKIL OG JAFNT SPENNU- FÍKLAR SEM ÞEIR SEM VILJA KLASSÍK OG FAGURBÓKMENNTIR FINNA SITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI. VEGLEG BÓK UM LÚTHER OG SIÐBÓTINA TELST HELST TIL TÍÐINDA. Eða deyja ella eftir Lee Child er nýj- asta bókin sem kemur út á íslensku um hörkutólið Jack Reacher. Eins og svo oft áður á Reacher hér í höggi við ófyrirleitna þrjóta. Þeir ræna lögreglukonu en þar sem Reacher er við hlið hennar er hann einnig tekinn. Óþarfi er að segja aðdáendum Reacher frá því að þarna gera bófarnir alvarleg mistök sem þeir gjalda fyrir. Reacher í ræningjahöndum Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu – er bók eftir Gunnar Kristjánsson, sóknarprest á Reyni- völlum í Kjós. Í bókinni fjallar höfundurinn um sið- bótartímann snemma á sextándu öld, en siðbótin í Wittenberg, þar sem Marteinn Lúther hafði ein- dregna forystu, á nú fimm alda afmæli. Siðbótartím- inn var tímabil mikilla breytinga og bókinnni er ætlað að opna lesendum dyrnar inn í þann heim. Siðbótin og Marteinn Lúther *Heilbrigður maður skilur ekki heimspeki. Halldór Laxness BÓKSALA 16.-22. APRÍL Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Eða deyja ellaLee Child 2 Iceland Small World lítilSigurgeir Sigurjónsson 3 AndófVeronica Roth 4 Íslenskar þjóðsögurBenedikt Jóhannesson og Jóhannes Benediktsson tóku saman 5 Hljóðin í nóttinniBjörg Guðrún Gísladóttir 6 Hamskiptin - þegar allt varð faltá íslandi Ingi FreyrVilhjálmsson 7 Húsið við hafiðNora Roberts 8 ParadísarfórnKristina Ohlsson 9 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 10 LjóðasafnGerður Kristný Kiljur 1 Eða deyja ellaLee Child 2 Húsið við hafiðNora Roberts 3 ParadísarfórnKristina Ohlsson 4 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 5 HHhHLaurent Binet 6 AfbrigðiVeronica Roth 7 Marco áhrifinJussi Adler Olsen 8 Og fjöllin endurómuðuKhaled Hosseini 9 Sögusafn bóksalansGabrielle Zevin 10 FrelsarinnJo Nesbø MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Í upphafi skyldi endinn skoða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.