Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 17
Þau börn sem sýna náttúrunni áhuga rannsaka náttúruna og skoða
fugla. Bókin er skrifuð 1977 og má kannski segja að Barbapabbi hafi
verið frumkvöðull í skólastarfi þar sem einstaklingurinn fær að njóta
sín.
Frumkvöðullinn Barbapabbi
„Öll börn eru ólík,“ sagði Barbapabbi sem í bókinni Skólinn hans
Barbapabba stofnar skóla þar sem hvert barn fær verkefni við sitt hæfi.
Þau sem hafa færni á tæknisviði og hafa gaman af því að gera við fá að
læra um tækni. Þau sem þurfa mikla hreyfingu fá að hreyfa sig mikið.
27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
R
eykjavíkurborg stendur
fyrir Barnamenning-
arhátíð í fjórða sinn dag-
ana 29. apríl til 4. maí
næstkomandi. Hátíðin hefur það að
markmiði að efla menningarstarf
barna og ungmenna í borginni.
Viðburðir tengdir hátíðinni fara
fram víðsvegar um borgina dagana
sem hún stendur yfir. Á vef Barna-
menningarhátíðar, www.barna-
menningarhatid.is, er hægt að
skoða dagskrá hátíðarinnar en einn-
ig hefur bæklingi verið dreift í leik-
skóla og skóla.
Alls eru 125 viðburðir á hátíðinni
og er frítt inn á þá alla. Hátíðin er
einn stærsti viðburður sem haldinn
er á vegum Reykjavíkurborgar á
árinu. Gert er ráð fyrir að um átta
þúsund börn taki þátt í hátíðinni.
Sérstakt barnamenningarhús
undir nafninu Ævintýrahöllin verð-
ur starfrækt í Iðnó meðan á hátíð-
inni stendur.
ASSITEJ Ísland, samtök um
leikhús fyrir unga áhorfendur, efna
til leiklistarhátíðar í Ævintýrahöll-
inni, Tjarnarbíó og dansverkstæð-
inu Skúlagötu.
Barnamenningarhátíðin verður
formlega sett 29. apríl kl. 11.30 með
opnunarhátíð í Hörpu þar sem allir
fjórðubekkingar í Reykjavík, 1.400
talsins, munu flytja lagið 112 ásamt
Friðriki Dór, Möggu Stínu og Dr.
Gunna sem samdi lagið fyrir Neyð-
arlínuna og Barnamenningarhátíð.
Myndasögur, bækur og varð-
skipið Óðinn
Dagskrá Barnamenningarhátíðar
inniheldur viðburði frá menningar-
og listastofnunum, listhópum, lista-
mönnum, félagasamtökum, lista-
skólum, grunnskólum, leikskólum
og frístundaheimilum.
Meðal hinna fjölmörgu viðburða
hátíðarinnar má nefna fjöl-
skylduleiðsögn um varðskipið Óðin
kl. 15.30-16 þriðjudag til föstudags,
myndasögusýningu frá Finnlandi á
Borgarbóksafni, Tryggvagötu, sýn-
ingu nemenda 7. bekkjar Rimaskóla
á Hans Klaufa á miðvikudag kl. 10-
10.30 auk þess sem alla hátíðardag-
ana kl. 15-18 verður hægt að skoða
myndbandasýningu á bókasöfnum
borgarinnar þar sem grunn-
skólabörn í 6. bekk tala um uppá-
haldsbókina sína.
BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 29. APRÍL TIL 4. MAÍ
Menning barna sett í forgrunn
Þúsundir reykvískra barna taka jafnan þátt í Barnamenningarhátíð sem nú er haldin fjórða sinni.
Morgunblaðið/Kristinn
BARNAMENNINGU ER GERT
HÁTT UNDIR HÖFÐI Á
FJÓRÐU BARNAMENNING-
ARHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK SEM
HEFST Í NÆSTU VIKU.
Frá Barnamenningarhátíð í Laug-
ardalslaug í fyrra.
Í bók Sigrúnar Daníelsdóttur sálfræðings, Kroppurinn er kraftaverk, er
börnum kennt að tala um líkamann og bera virðingu fyrir sínum líkama – og
annarra. Bókin er myndskreytt af Björk Bjarkadóttur.
Sigrún hefur haldið námskeið og fyrirlestra um líkamsvirðingu og lík-
amsvitund.
Á vefnum www.likamsvirdingfyrirborn.is má finna þessa skilgreiningu á hug-
takinu líkamsvirðing: „Líkamsvirðing er að bera virðingu fyrir líkama sínum og
annarra. Það þýðir að við hugsum vel um líkamann okkar og hugsum fallega til
hans. Við lærum að tengjast honum, hlusta á hann og bera virðingu fyrir því hvað
hann er vitur, sterkur og duglegur. Við reynum ekki að breyta honum eða sigra
hann. Líkaminn er ekki vandamál sem ber að laga eða óvinur sem þarf að sigra.“
HVAÐ ER LÍKAMSVIRÐING?
Börnum kennt
að tala um líkamann
Foreldrar geta fundið margs
konar ráð um hvernig þeir geta
stuðlað að því að börn upplifi
líkama sinn á jákvæðan hátt.
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
„Ákaflega kraftmikil og sterk sýning”
JBG - Fbl
„Leikhús í sinni bestu mynd”
BL - Pressan
„Glimrandi míní Hamlet”
HA - DV
Borgarleikhúsið
Sun 27/4 kl. 13:00 UPPSELT
Sun 27/4 kl. 14:30 UPPSELT
Mið 30/4 kl. 10:00 UPPSELT
Fös 2/5 kl. 10:00 UPPSELT
Sun 4/5 kl. 13:00 örfá sæti
Sun 4/5 kl. 14:30 örfá sæti
Þri 6/5 kl. 10:00 UPPSELT
Mið 7/5 kl. 10:00 UPPSELT
Fim 8/5 kl. 10:00 UPPSELT
Fös 9/5 kl. 10:00 UPPSELT
Þri 13/5 kl. 10:00 UPPSELT
Mið 14/5 kl. 10:00 UPPSELT
Fim 15/5 kl. 10:00 UPPSELT
Frægasta leikrit allra tíma
...fyrir byrjendur
Á vef Barnamenningarhátíðar má skoða viðburði hátíðarinnar eftir hverfum.
Athygli vekur að langflestir viðburðir eru í miðbæ og vesturborginni. Mun færri
viðburðir eru hins vegar austan Elliðaáa, í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi og
Grafarholti, eða aðeins lítið brot af heildarviðburðafjölda.
Nefna má þó athyglisvert framtak á vegum Fellaskóla þar sem afhjúpað verð-
ur myndlistarverk á lóð skólans þar sem hver og einn nemandi og starfsmaður
hefur málað einn staf í grindverki í „sínum lit“. Hver stafur er táknrænn geisli í
litrófi okkar, mismunandi bylgjulengd af sama ljósi. Hver stafur stendur vörð
um skólann og sterkir standa þeir saman, að því er segir á vefnum um verkið.
Benda má þó á að á bókasöfnum í öllum hverfum borgarinnar verður dag-
skrá tengd hátíðinni.
FELLASKÓLI MEÐ MYNDLISTARVERK
Krakkar í Fellaskóla afhjúpa lit-
ríkt myndlistarverk á lóð skól-
ans hinn 30. apríl kl. 9.
Fáir viðburðir austan Elliðaáa
Í verslunum má víðast hvar finna
skemmtilegt sumardót, krítar,
sippubönd, skóflur, fötur og bolta.
Til að nota sippuböndin og boltana
er hægt að fara í ótal skemmtilega
leiki og þótt margir foreldrar hafi ef-
laust gleymt þónokkrum þeirra er
auðvelt að rifja þá upp með hjálp
netsins. Á google er einfaldlega
hægt að setja inn leitarorðið „úti-
leikir“ og fá þá upp fjöldann allan af
niðurstöðum en á heimasíðum skóla
og einstaklinga er að finna góða
gamla og nýrri leiki og má þar meðal
annars nefna vef Háteigsskóla. Á
heimasíðu skólans er umfjöllun um
fjölda leikja, meðal annars svokall-
aðan lækniseltingaleik. Einn er hann
og ef hann nær einhverjum, með því
að koma við hann, til dæmis öxlina,
þarf viðkomandi að halda um öxlina
með annarri hendi meðan hann
reynir að ná öðrum. Hægt er að lesa
um fleiri leiki á hateigsskoli.is
ELTINGA- OG BOLTALEIKIR
Útileikir á netinu
Eltingaleikir eru góð skemmtun og
skólalóðir eru góðar undir slíka leiki.
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson