Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 30
Matur og drykkir Sumarleg pavlova *Hin ótrúlega bragðgóða pavlova er afar sumar-legur eftirréttur. Í einfalda pavlovuuppskrift þarfaðeins að þeyta saman fjórar eggjahvítur, 2/3bolla sykur, 1 msk. maísmjöl. 1 tsk. af hvít-vínsediki er hrært síðast saman við varlega. Hræran er sett í hringlaga form á smjörpappírog bökuð við 150°C í 10 mín. en hitinn þá lækkaður í 100°C og bakað í klst. Þá er slökkt og kakan látin standa í ofninum í klst.  Þú skalt aðeins drekka cappuccino, kaffi latte, macchiato eða annað mjólkurkaffi á morgnana og aldrei eftir máltíð. Ástæðan er sú að mjólk er ekki vel til þess fallin að hjálpa meltingunni. Það er í góðu lagi að panta espresso eftir matinn á veitingastað, en alls ekki mjólkurkaffi. Ekki láta þér bregða þótt þú fáir illt auga frá þjóninum ef þú brýtur þessa reglu (greinar- höfundur hefur reynslu af slíkum mistökum, en gerði þau bara einu sinni). Á sumum stöðum gætirðu jafnvel lent í því að vera neitað um afgreiðslu.  Mundu að á Ítalíu er ekki mikil stemning fyrir því að verið sé að rugla með kaffidrykki. Ekki biðja um myntu-frappuccino eða vera með vesen heldur haltu þig einfaldlega við það sem er á kaffiseðli staðarins.  Ef þú vilt panta espressó á Ítalíu biðurðu um „un caffé, per favore!“ Espressóbollinn er normið, hann er það sem allt miðast við og því er hann það sem borið er á borð fyrir þann sem pantar sér einfaldlega einn kaffi eða „un caffé“. Það er því algjör óþarfi að nota orðið espresso.  Á ítölskum kaffibörum þarf oft að panta kaffið fyrst og borga við kassa en fara svo til kaffibarþjóns með miðann og fá drykkinn afgreiddan. Ekki henda miðanum!  Ekki setjast niður nema þú hafir góða ástæðu til þess. Ítalir drekka sitt kaffi standandi við barinn. Það er líka oftar en ekki ódýrara þannig. Margir kaffibarir rukka eitt verð fyrir kaffi sem er drukkið al banco, þ.e. við bar- inn, en annað ef sest er niður við borðið, eða al tavolo. Þegar við erum á Ítalíu er best að gera eins og Ítalirnir gera og drekka kaffið okkar eins og þeir. Mjólkurkaffi er morgundrykkur en ekki ætlað til brúks í eftirmiðdaginn. Morgunblaðið/Styrmir Kári ÍTALSKAR KAFFIREGLUR Enga mjólk eftir matinn ÍTALIR DREKKA MIKIÐ KAFFI EN UM DRYKKJUNA GILDA ÞÓ ÁKVEÐNAR REGLUR SEM VERT AÐ KYNNA SÉR ÁÐUR EN HALDIÐ ER Á ÍTALSKAN KAFFIBAR. ÞAÐ ER ALLS EKKI VÍST AÐ PÖNTUN SEM STANGAST Á VIÐ HINAR HEILÖGU KAFFIREGLUR FÁIST AFGREIDD. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Fyrir áhugasama um kaffidrykkju á Ítalíu þá hefur Sara Rosso skrifað heila bók þar sem hún leiðbeinir um hvernig aðkomumenn skuli bera sig að við kaffipantanir í landinu fagra. Í talía er þekkt kaffiland. Heimamenn fylla barina á morgnana og næla sér í kaffi til að hlaða batteríin fyrir daginn og grípa þá gjarnan með sér brioche með kaffinu, sem er sætabrauð náskylt hinu franska croissant. Ítölum leiðist yfirleitt hvorki að drekka kaffi né tala um kaffi. Ef vantar umræðuefni við Ítali er gott að hefja spjallið á að spyrja hvernig best sé að gera góðan bolla af kaffi. Telja má nánast öruggt að viðkomandi sé meira en til í að skýra út með tilþrifum og í afar löngu máli hvers kyns kaffikanna hentar hverjum og einum best og hvernig fara skuli að því að töfra fram dýrindis espressóbolla í eldhúsinu heima. Þegar keypt er kaffi á bar þarf að vanda pöntunina. Orðið bar hefur í raun ekki sömu merkingu þar og hér því það sem við myndum kalla kaffi- hús er á Ítalíu kallað bar. Þú ferð á barinn á morgnana á Ítalíu – og ef til vill líka seinna um daginn. Orðið bar á ítölsku er ekki endilega bara notað yfir staði þar sem ætlunin er að hella í sig áfengi, heldur staði sem selja kaffi, meðlæti og gjarnan ís líka – auk áfengra drykkja, sem þó eru ekki aðalatriðið. Fimm reglur sem gott er að muna áður en kaffi er pantað á ítölskum bar Á morgnana er í lagi að fá sér mjólk í kaffið en alls ekki í eftirmiðdaginn, og reyndar helst ekki eftir kl. 11 á morgnana. Þetta er ein af mörgum reglum um kaffi sem Ítalir taka alvarlega. Hér eru farið yfir nokkrar þeirra: Hægt að horfa á eldri matreiðsluþætti á vefnum Þátturinn Eldað með Ebbu sem sýndur er á RÚV lýkur senn göngu sinni en á fimmtudag í næstu viku er áttundi og síðasti þátturinn. Fyrir matgæðinga er gott að vita að allir þættir Ebbu eru aðgengilegir á www.ruv.is/ matur. Á þeirri vefslóð er einnig að finna eldri matreiðsluþætti og uppskriftir úr þeim. Nú þegar grilltíminn fer í hönd er líka gagn- legt að vita til þess að þættirnir Hrefna Sætr- an grillar eru aðgengilegir á fyrrnefndri vef- slóð. Í þáttunum, sem sýndir voru á RÚV síðastliðið haust, má til dæmis sjá meist- arakokkinn Hrefnu leggja tandoori-lamba- prime á grillið, reiða fram grillaða ostapitsu með sultu og gera dýrindis laxaborgara. Nýverið hóf göngu sína matreiðsluþátt- urinn Læknirinn í eldhúsinu þar sem Ragnar Freyr Ingvarsson sýnir fimi sína í eldhúsinu. Þættirnir eru á dagskrá á Skjá einum á fimmtudagskvöldum. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir byrjar með nýjan matreiðsluþátt á Stöð 2 næst- komandi mánudagskvöld en sjálf kallar hún sig ástríðukokk. Þátturinn ber heitið Höfð- ingar heim að sækja. Meistari matreiðsluþáttanna Gordon Ramsey hefur gert fjölda matreiðsluþátta. Margir þeirra eru aðgengilegir á sjónvarps- veitunni Netflix fyrir þá sem hafa slíkan að- gang. Masterchef USA, þáttur þar sem Ram- sey leitar að meistarakokki Bandaríkjanna með aðferð raunveruleikasjónvarps, er sýnd- ur á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum. MATREITT Í SJÓNVARPI Matur á mat ofan í sjón- varpi og á netinu Bræðurnir Adam og James Price eiga vinsæla veitingastaði í Danmörku, hafa gefið út mat- reiðslubækur og eru með sjónvarsþætti í danska ríkissjónvarpinu sem heita „Spise med Price“. Þessir þættir verða sýndir á RÚV á næstunni, sá fyrsti fimmtudaginn 8.maí. Þeir bræður eru þó ekki kokkar held- ur hafa handritaskrif og tónsmíðar helst á sinni ferilskrá. Adam Price er handritshöf- undur og hefur meðal annars skrifað handrit að Borgen, Önnu Pihl og fleiri vinsælum dönskum þáttum. James Price hefur skrifað söngleiki og tónlist fyrir leikhús, útvarp og sjónvarp. Þættir þeirra njóta mikilla vinsælda, ekki síst fyrir uppátækjasama matreiðslu og hugmyndaauðgi. Hvers kyns matreiðsluþættir njóta raunar mikilla vinsælda hér á landi líkt og annars staðar. Matreiðslubækur tróna jafnan efst á metsölulistum og fólk virðist ekki fá nóg af mat, hvort sem er á skjá eða síðum. Sífellt bætist í hóp svokallaðra sjónvarps- kokka hérlendis. Þeir sem falla í þennan hóp eru ekki alltaf lærðir kokkar heldur fólk sem hefur til dæmis tileinkað sér ákveðna færni eða tiltekið mataræði og sýnir hvernig á að fara að. Eva Laufey KjaranEbba Guðný Guðmundsdóttir Ragnar Freyr IngvarssonHrefna Sætran Bræðurnir Adam og James Price eru meðal vinsælustu sjónvarpskokka Dana. Þeir birtast á RÚV í maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.