Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 22
Heilsa og
hreyfing *Margir hyggja á maraþonhlaup nú í sumarog ýmsir byrjaðir nú þegar. Hlaupurum erráðlagt að kynna sér, þegar nær dregurhlaupi, hvað er ákjósanlegt að snæða dag-inn og morguninn fyrir hlaup. Morg-unmaturinn skiptir þar miklu máli ogmælt er með að hann sé léttur og einfald-
ur. Til að mynda ristuð brauðsneið, disk-
ur af Cheerios eða ávextir.
Mataræðið fyrir maraþon
Góðir vinir enda
alltaf saman
HÖSKULDUR ÞÓR JÓNSSON OG MARGRÉT
HÖRN JÓHANNSDÓTTIR SEGJA DANSINN
HAFA GEFIÐ ÞEIM SJÁLFSTRAUST,
FÉLAGSLEGA FÆRNI OG HÆFILEIKA
TIL AÐ TILEINKA SÉR NÝJA HLUTI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Höskuldur Þór Jónsson
og Margrét Hörn
Jóhannsdóttir
á æfingu í vikunni.
É
g man eftir mér dansandi nokkurra ára gam-
alli á Akureyri þar sem við bjuggum þar til ég
var þriggja ára en pabbi var þá danskennari,“ segir
samkvæmisdansarinn Margrét Hörn Jóhannsdóttir.
Hún og Höskuldur Þór Jónsson hafa vakið mikla athygli í
sjónvarpsþáttunum Ísland got talent en þau keppa í úr-
slitaþættinum sem fram fer á sunnudag. Höskuldur byrjaði fimm
ára gamall í samkvæmisdansi enda var stóri bróðir hans þá byrj-
aður og vakti það áhugann.
Það þykir sjaldgæft; að krakkar nái að halda saman svo langt fram
eftir aldrei sem dansfélagar? Þau jánka því.
„Það er eitt danspar á Íslandi sem hefur dansað svona lengi
saman en þau eru komin vel yfir tvítugt og hafa dansað saman
einu ári lengur en við,“ segir Margrét. „Það skiptir miklu máli
í svona að foreldrar séu samstiga og í okkar tilfelli ná þau
mjög vel saman og það hefur án efa skipt máli og hjálpað til
við að við næðum að dansa alla tíð saman,“ segir Höskuldur. Þau
viðurkenna þó að auðvitað geti þau alveg rifist og verið ósammála,
enda saman 5-6 daga vikunnar, oft marga klukkutíma í senn. Þau séu þó
fljót að finna út úr því. Um helgar eru þau í einkatímum en fyrir Ísland
got talent hafa þau æft á hverjum degi – gjarnan 5-6
klukkustundir í senn. Það sama á við ef um mót er að ræða.
Margrét og Höskuldur fóru út að keppa í sinni fyrstu
keppni sex ára gömul. Er ekkert erfitt að samræma skól-
ann og félagslífið dansinum?
„Jú, en það er þess virði og það má segja að við séum
bara enn skipulagðari fyrir vikið. Dansinum fylgir mikill agi
og við njótum þess í náminu,“ segir Höskuldur. „Það er líka
mjög gott félagslíf innan dansins,“ bætir hann við.
„Dansinn hefur orðið lífið manns. Hann veitir okkur
sjálfstraust og ég er líka á því að hann gefi manni fé-
lagslega færni. Það eru til dæmis voðalega fáir í dansinum
sem eru feimnir úti í hinu daglega lífi,“ segir Margrét. „Auk
þess finnur maður hvað maður verður fljótur að læra og til-
einka sér nýja hluti almennt í lífinu,“ bætir Höskuldur við.
Höskuldur og Margrét eru miklir vinir og þekkja hvort
annað vel. Faðir Margrétar, Jóhann Gunnar Arnarsson,
segir að þau eigi vel saman. Hún sé fiðrildi og hann meira á
jörðinni og vilji taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Sá kokteill
virki vel.
Sjálf eru þau með firðing í maganum fyrir úrslitakvöldið í
sjónvarpsþáttunum. Keppnina hafi verið afar ánægjurík
reynsla, og þar spili ekki síst inn í hve elskulegt starfsfólk í
kringum keppnina hafi verið. „Sem betur fer er maður allt-
af með smá adrenalín í æðunum þrátt fyrir að hafa svona
lengi komið fram. Það er alveg nauðsynlegt,“ segir Hösk-
uldur að lokum.
Margrét Hörn Jóhannsdóttir og
Höskuldur Þór Jónsson eru 15 og 16
ára en hafa dansað saman í meira en
10 ár. Slíkt er afar sjaldgæft í dans-
heiminum þar sem mun algengara er
að fólk skipti um dansfélaga á nokk-
urra ára fresti.
Parið hefur náð eftirtektarverðum
árangri á þessum árum, heima og er-
lendis en þau eru margfaldir Íslands-
meistarar. Í fyrra fóru þau á öll heims-
meistaramót í sínum aldursflokki.
Síðustu áramót fóru þau upp í Ung-
mennaflokk; 16-18 ára og urðu þá
þegar Íslandsmeistarar í suðuramer-
ískum dönsum. Árið 2010 unnu þau
til fernra silfurverðlauna í einni sterk-
ustu danskeppni barna og unglinga í
heiminum sem fram fer í heiminum í
Blackpool í Bretlandi. Í fyrra kepptu
þau á heimsmeistaramótinu í suður-
amerískum dönsum á Ítalíu sem og á
heimsmeistaramótinu í ballroom og
10 dönsum en þær keppnir fóru fram
í Moskvu og Riga. Þau gerðu sér lítið
fyrir og urðu bæði bikararmeistarar í
ballroom og suðuramerískum döns-
um. Þess má geta að Höskuldur hefur
orðið Íslandsmeistari í breakdönsum.
Margrét og Höskuldur eru í lands-
liðinu í samkvæmisdönsum en þau
æfa með Dansíþróttafélagi Kópavogs.
Þau hafa dansað og sungið í Borg-
arleikhúsinu, bæði í Skoppu og Skrítlu
og Galdrakarlinum í Oz. Margrét
komst þá í úrslit jólastjörnununar ár-
ið 2012. Þau keppa nú um helgina í
lokaþætti Ísland got talent.
FERILLINN Í STUTTU MÁLI
Afburðahæfileikar
Morgunblaðið/Eva Björk