Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 16
Til að stilla gírana er þessi vír lagað- ur til með því að skrúfa til hægri eða vinstri með því að fara 1/3 úr hring. Alltof oft sjáum við hjól þarsem viðkomandi hefurætlað sér að spara nokkrar krónur og endað með hjólið í vondu ástandi. Jafnvel bremsulaust á fullri ferð.“ segir Kjartan Reynir Hjaltason á verk- stæði Arnarins í Skeifunni. Kjart- an er hálfgerð alfræðiorðabók þegar kemur að hjólum. Sunnu- dagblað Morgunblaðsins fékk hann til að gefa lesendum góð ráð fyrir komandi hjólasumar. „Bremsur eru atriði númer eitt, tvö og þrjú á hjóli. Bremsu- púðarnir eyðast alveg eins og á bílum en þeir eru gerðir til að endast 400-500 kílómetra,“ segir Kjartan. Ný reiðhjól eru orðin mjög dýr en auðvelt er að taka gamla reiðhjólið í gegn og gera það svo gott sem nýtt. Enga sérstaka verkkunnáttu þarf til að láta gamla ryðgarminn glansa og rúlla um hjólastígana á ný. Bara nokkra klukkutíma. Svo er alltaf hægt að leita til verkstæða til að yfirfara hjólin sé tíminn eða kunnáttan ekki næg. Tími er allt sem þarf Morgunblaðið/Eggert REIÐHJÓLIN ERU KOMINN Á HJÓLA- OG GÖNGUSTÍGA LANDSINS. ÁÐUR EN STIGIÐ ER Á PEDALANA Í FYRSTA SINN EFTIR VETRARLANGA HVÍLD ER GOTT AÐ HAFA NOKKUR ATRIÐI Á HREINU. AUÐVELT ER AÐ GERA HJÓLIÐ FALLEGT MEÐ SMÁVINNU. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Gamalt bremsuryk má taka af með álpappír og blautri tusku. Gjarðirnar verða eins og nýjar. Felgurnar á þessu gamla hjóli voru teknar í gegn á 40 mínútum. Séu ryðblettir farnir að myndast er auðvelt að nudda þá af með álpappír. Þetta stýri var gert glansandi fínt á rúmum 10 mínútum. Þessi skrúfa er færð til, lítið í einu, til að stilla stóru gírana. Séu bremsur orðnar slakar gæti þurft að strekkja á bremsu- vírnum. Morgunblaðið/Þórður HJÓLASUMARIÐ 2014 ER HAFIÐ Ekki er ráðlagt að taka hjólið út úr hjólageymslunni og fara beint í langan hjólatúr. 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Fjölskyldan Hvað? Gönguferð með Guðjóni Friðrikssyni um Þingholt og ná-grenni, þar sem athyglin beinist sérstaklega að Skólavörðuholti. Hvar og hvenær? Sunnudag kl. 11. Byrjar í Hannesarholti á Grundarstíg 10. Kostar 2.000 krónur, hægt að kaupa á Miði.is. Fræðst um Þingholtin ●Stillið bremsur með loft í dekkjum. ●Ekki vaða beint í skrúfur sem þú sérð á hjólinu. ●Til að stilla gíra á að snúa kaplinum 1/3 úr hring. Litlar hreyfingar skipta máli. ●Ekki smyrja hjólið um of. Þá myndast kekkir í keðjunni sem reynir á skiptingu, tann- hjól og aðra snertifleti. Þurrk- ið aukaolíu af. ●Þótt WD-40 sé undraefni eru til mun betri smurolíur sem henta hjólum betur. ●Þolinmæði borgar sig. Það getur tekið smá tíma að stilla, græja og gera. Hafið þol- inmæði. ●Ekki stilla gjarðir. Betra að láta atvinnumenn sjá um þá vinnu enda geta gjarðir á hjól- um farið bæði upp, niður og til hægri og vinstri. Þær skekkjast auðveldlega. Góð ráð fyrir heimilishjólið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.