Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Page 16
Til að stilla gírana er þessi vír lagað-
ur til með því að skrúfa til hægri eða
vinstri með því að fara 1/3 úr hring.
Alltof oft sjáum við hjól þarsem viðkomandi hefurætlað sér að spara
nokkrar krónur og endað með
hjólið í vondu ástandi. Jafnvel
bremsulaust á fullri ferð.“ segir
Kjartan Reynir Hjaltason á verk-
stæði Arnarins í Skeifunni. Kjart-
an er hálfgerð alfræðiorðabók
þegar kemur að hjólum. Sunnu-
dagblað Morgunblaðsins fékk
hann til að gefa lesendum góð
ráð fyrir komandi hjólasumar.
„Bremsur eru atriði númer
eitt, tvö og þrjú á hjóli. Bremsu-
púðarnir eyðast alveg eins og á
bílum en þeir eru gerðir til að
endast 400-500 kílómetra,“ segir
Kjartan.
Ný reiðhjól eru orðin mjög dýr
en auðvelt er að taka gamla
reiðhjólið í gegn og gera það svo
gott sem nýtt. Enga sérstaka
verkkunnáttu þarf til að láta
gamla ryðgarminn glansa og
rúlla um hjólastígana á ný. Bara
nokkra klukkutíma.
Svo er alltaf hægt að leita til
verkstæða til að yfirfara hjólin
sé tíminn eða kunnáttan ekki
næg.
Tími er allt
sem þarf
Morgunblaðið/Eggert
REIÐHJÓLIN ERU KOMINN Á HJÓLA- OG GÖNGUSTÍGA
LANDSINS. ÁÐUR EN STIGIÐ ER Á PEDALANA Í FYRSTA
SINN EFTIR VETRARLANGA HVÍLD ER GOTT AÐ HAFA
NOKKUR ATRIÐI Á HREINU. AUÐVELT ER AÐ GERA HJÓLIÐ
FALLEGT MEÐ SMÁVINNU.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Gamalt bremsuryk má taka af með álpappír og blautri tusku. Gjarðirnar verða
eins og nýjar. Felgurnar á þessu gamla hjóli voru teknar í gegn á 40 mínútum.
Séu ryðblettir farnir að myndast er auðvelt að nudda þá af með álpappír.
Þetta stýri var gert glansandi fínt á rúmum 10 mínútum.
Þessi skrúfa er færð til, lítið í einu,
til að stilla stóru gírana.
Séu bremsur orðnar slakar gæti
þurft að strekkja á bremsu-
vírnum.
Morgunblaðið/Þórður
HJÓLASUMARIÐ 2014 ER HAFIÐ
Ekki er ráðlagt að taka hjólið
út úr hjólageymslunni og
fara beint í langan hjólatúr.
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014
Fjölskyldan Hvað? Gönguferð með Guðjóni Friðrikssyni um Þingholt og ná-grenni, þar sem athyglin beinist sérstaklega að Skólavörðuholti.
Hvar og hvenær? Sunnudag kl. 11. Byrjar í Hannesarholti á
Grundarstíg 10. Kostar 2.000 krónur, hægt að kaupa á Miði.is.
Fræðst um Þingholtin
●Stillið bremsur með loft í
dekkjum.
●Ekki vaða beint í skrúfur
sem þú sérð á hjólinu.
●Til að stilla gíra á að snúa
kaplinum 1/3 úr hring. Litlar
hreyfingar skipta máli.
●Ekki smyrja hjólið um of.
Þá myndast kekkir í keðjunni
sem reynir á skiptingu, tann-
hjól og aðra snertifleti. Þurrk-
ið aukaolíu af.
●Þótt WD-40 sé undraefni
eru til mun betri smurolíur
sem henta hjólum betur.
●Þolinmæði borgar sig. Það
getur tekið smá tíma að stilla,
græja og gera. Hafið þol-
inmæði.
●Ekki stilla gjarðir. Betra að
láta atvinnumenn sjá um þá
vinnu enda geta gjarðir á hjól-
um farið bæði upp, niður og
til hægri og vinstri. Þær
skekkjast auðveldlega.
Góð ráð fyrir
heimilishjólið