Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014
Ferðaþjónustan hér á landi er áhugavertviðfangsefni frá ýmsum sjónarhornum.Erlendum ferðamönnum fjölgar stöðugt
ár frá ári. Alls kyns afþreying er í boði og
mörg veitingahús byggja afkomu sína nær ein-
göngu á erlendum ferðamönnum. Gistirýmum
hefur fjölgað mjög, einkum undanfarin ár og
er ekkert lát á. Frá sjónarhóli leikmanns í
þessum fræðum kemur þessi fjölgun hótelher-
bergja spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að nýt-
ing fyrirliggjandi gistirýma hefur ekki verið
góð stóran hluta ársins, þrátt fyrir fjölgun
ferðamanna. Þá sýna nýlegar rannsóknir veru-
legan skort á fagmennsku í bransanum.
Sjálfsagt er hluti af fjölgun gistirýma vegna
eftirspurnar eftir annars konar gistirýmum en
þegar eru til staðar. Auk hefðbundinna hót-
elherbergja hafa svo sprottið upp herbergi hér
og þar um bæinn, með eða án tilskilinna leyfa,
þar sem ferðamönnum stendur til boða að
halla höfði sínu gegn gjaldi. Heldur hefur þótt
skorta á gæði gistirýma og þess vegna eru
einhver tækifæri fólgin í nýjum hótelbygg-
ingum. En má rekja þessa fjölgun eingöngu til
væntinga um áframhaldandi fjölgun ferða-
manna? Af hverju fjárfesta menn í nýjum
gistirýmum þegar fyrirliggjandi gistirými geta
annað eftirspurninni? Getur verið að verslun
með svefn ferðamanna lúti öðrum lögmálum
en þeim um framboð og eftirspurn?
Skattar og opinber gjöld ráða miklu í öllum
rekstri. Mikil skattlagning kippir stoðum und-
an flestum rekstri. Á markaði þar sem ríkir
samkeppni um vinnuafl, lánsfé og fjárfesta er
það grundvallaratriði að fyrirtækjum sé ekki
mismunað af hálfu ríkisins með mismunandi
skattlagningu. Hærri skattur á eina atvinnu-
grein setur hana í verri stöðu gagnvart jafnvel
alls óskyldum atvinnugreinum. Skattfríðindi
hafa sömu áhrif í hina áttina en rugla líka fjár-
festa í ríminu. Með því að leggja 7% virð-
isaukaskatt á hótelgistingu á meðan aðrar
greinar ferðaþjónustunnar og aðrar sam-
keppnisgreinar bera allt að 25,5% skatt er
mönnum att út í rekstur og fjárfestingar sem
markaðurinn kallar ekki endilega eftir. Offjár-
festing er líklegri við þessar aðstæður en þar
sem ríkið mismunar ekki atvinnugreinum. Um
leið og offjárfest er í einni grein verða menn
af tækifærum annars staðar.
Þegar ríkið lækkar skatta á eina atvinnu-
grein er það að viðurkenna að almenn skilyrði
til atvinnurekstrar séu ekki viðunandi. Þá er
vonandi augljóst að skattalækkunin ætti að ná
til allra greina.
Röng skilaboð á hótelmarkaði
* Þegar ríkið veitir einniatvinnugrein skattfríð-indi umfram aðrar er lög-
málum markaðarins ýtt til
hliðar. Það getur haft alvar-
legar afleiðingar síðar meir.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Sigríður Ásthildur
Andersen
sigga@sigridurandersen.is
Stór hluti þjóðarinnar virðist varla
sofa vegna komandi Liverpool-leikja
og mest lesnu fréttir fréttamiðla
snúast meira og minna um enska
fótboltann þessa
dagana. Rithöfund-
urinn Óttar M.
Norðfjörð skrifar
í vikunni að Liver-
pool-hjartað hans
hafi ekki slegið svona hratt síðan í
maí 2005 og bætir við: „Manns-
hjartað er tvískipt, hægri helming-
urinn er Liverpool, sá vinstri Barce-
lona.“
Ekki eru þó allir að hugsa um fót-
bolta og umhverfismál áttu hug
Margrétar
Gísladóttur, að-
stoðarmanns
Gunnars Braga
Sveinssonar utan-
ríkisráðherra, í vik-
unni. Hún velti plastmengun fyrir
sér á Twitter-síðu sinni. „Hvað ætli
@DPISL (Dominos Pizza) sendi frá
sér marga plastpoka, sem eru bara
undir gos, á dag? Óþarfa plastmeng-
un sem hægt er að draga úr?“ Þess
má geta að svarað var fyrir hönd
fyrirtækisins um hæl þar sem því var
lofað að þessi mál væru til skoðunar.
Bergur Ebbi Benediktsson,
lögfræðingur og grínisti, skrifaði á
sama samfélagsmiðli í byrjun vik-
unnar: „Dánarbætur vegna sjerpa
sem deyr við að koma vestrænu
fólki upp á Everest eru kr. 44.000
ÍSK, nýir gönguskór kosta 60 þús.
kall.“ Margir endurvörpuðu þeirri
færslu á Twitter.
Margir fögnuðu
sumri með fal-
legum kveðjum á
samfélagsmiðl-
unum. Kristrún
Heiða Hauks-
dóttir, kynningarstýra Forlagsins,
velti tilheyrandi sumariðju; ísáti, fyr-
ir sér: „Ok, finnið mér þann ein-
stakling sem hefur borðað ísblóm á
„réttan hátt“, þ.e. ekki upp úr dós-
inni heldur hvolft því á disk eftir að
hafa sýnt nægilega stillingu og leyft
því að bráðna og losna úr blómlaga
plastinu. Fordómur dagsins. Þessi
einstaklingur er ekki til.
AF NETINU
„Þetta er á því stigi núna að í grófum dráttum
erum við búin að velja leikarahópinn og þetta
er ótrúlega flottur hópur, fólk sem hefur mikla
reynslu af dansi, leiklist og söng,“ segir Karl
Pétur Jónsson, framleiðandi Revolution Inside
the Elbow of Ragnar Agnarsson the Furniture
Painter, íslensks söngleiks eftir Ívar Pál Jóns-
son sem sýndur verður í New York-borg í sum-
ar. Forsýningar hefjast 28. júlí næstkomandi
en sjálf frumsýningin er 13. ágúst í leikhúsinu
Minetta Lane í Greenwich Village sem tekur
um 360 manns í sæti. Bergur Þór Ingólfsson
leikstýrir verkinu en leikmyndahönnuðurinn
Petr Hlousek og danshöfundurinn Lee Proud
koma einnig að sýningunni en Íslendingar
þekkja meðal annars vinnu þeirra úr söng-
leiknum Mary Poppins vel.
Páskafríið hefur verið notað í áheyrn-
arprufur en yfir 500 manns reyndu sig í pruf-
unum og bæta þurfti við aukadegi fyrir for-
prufurnar. Karl Pétur segir mikla ánægju vera
með það hæfileikafólk sem valdist úr.
Tónlistin úr verkinu verður frumflutt í
Greenwich Village í kvöld. „Þá frumflytjum við
efni plötunnar en þangað mæta tónlistar-
blaðamenn og annað lykilfólk úr tónlist-
arbransanum til að hlýða á plötuna,“ segir Karl
Pétur. Stefán Örn Gunnlaugsson stjórnaði
upptökum en tónlistin er einnig eftir Ívar Pál.
Er þetta fyrsti söngleikur höfundar en Ívar
Páll hefur þó fengist við tónlist í meira en tvo
áratugi.
Uppfærslan hefur verið fullfjármögnuð hér
heima og er á vegum Mostly Human Enterta-
inment og Theater Mogul. Þess má geta að nú
þegar er hægt að hlusta á lag úr sýningunni á
facebooksíðu hennar; facebook.com/elbowville
en það er Soffía Björg Óðinsdóttir sem syngur.
Yfir 500 manns
sóttu prufur
Þeir félagar Bergur Þór
Ingólfsson leikstjóri
verksins og höfundurinn
Ívar Páll Jónsson á götum
New York borgar.
Vettvangur