Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Blaðsíða 42
„Innblástur lín-
unnar kemur frá
tímalausum mynd-
um eftir ljósmynd-
arann Helmut
Newton. Mig lang-
aði að hanna flíkur
á þessa sterku
öruggu konu,“
segir Berglind
Óskarsdóttir sem lagði áherslu á
klassískan klæðskurð á móti jap-
anskri sniðagerð í hönnun sinni.
„Lúxus, fágun og kynþokki eru
þau orð sem koma upp í hugann ef
ég ætti að lýsa línunni í þremur
orðum.“
Berglind lagði mikla áherslu á
vönduð og endingargóð efni í lín-
unni. „Efnin skipta mig miklu máli
og mig langaði að leggja áherslu á
endingargildi. Ég valdi vönduð efni,
ull og silkikrep, en efnin koma öll
frá New York og London.“
Berglind segir fylgihlutahönnun
alltaf hafa heillað en hún sýndi einn-
ig skemmtileg armbönd úr kopar
sem unnu vel með heildarsvip lín-
unnar.
BERGLIND ÓSKARSDÓTTIR
Vandaður og fág-
aður fatnaður frá
Berglindi.
Berglind
Óskarsdóttir
Klassískur klæðskurður
og japönsk sniðagerð
Fallega sniðin
kápa við flott
kopararmbönd.
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014
Föt og fylgihlutir
M
ikil stemning ríkti í Hafnarhúsinu sum-
ardaginn fyrsta þegar sex nemendur fata-
hönnunardeildar Listaháskólans sýndu lín-
ur sem hafa verið í undirbúningi frá því í
lok síðasta árs.
Hver nemandi sýndi 5-10 alklæðnaði en línurnar
voru hannaðar út frá ákveðinni ímynd sem nemend-
urnir sköpuðu og unnu ákveðinn heim í kringum með
myndum og textum og tónlist og því sem veitti þeim
innblástur í ferlinu. Fríða María Harðardóttir sá um
förðun fyrirsætanna sem var ákaflega náttúrulega og
falleg. Augun voru förðuð með appelsínugulum augn-
skugga og hvítum blýanti. Förðunin tónaði vel við
hverja fatalínu án þess að taka athuglina frá fatn-
aðinum. Fyrirsæturnar voru síðan með lág tögl, ýmist
fléttuð eða ekki.
Mikil stemning var í húsinu og sá DJ Yamaho um
tónlistina við hverja línu.
Framsetningin var flott og umgjörð sýningarinnar
sérstaklega vönduð.
Morgunblaðið/Eggert
TÍSKUSÝNING ÚTSKRIFTARNEMA LHÍ
Fágaðar fatalínur
TÍSKUSÝNING FATAHÖNNUNARNEMA LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS VAR HALDIN
Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR SÍÐASTLIÐINN FIMMTUDAG. SEX NEMENDUR
SÝNDU ÓLÍKAR EN JAFNFRAMT GLÆSILEGAR FATALÍNUR.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Margt var um manninn á út-
skriftarsýningu fatahönn-
unarnema Listaháskóla Ís-
lands í Hafnarhúsinu.
„Línur, hreinleiki, form. Stafræn
rigning. Framtíðarsýn á tísku. Ég
byrjaði á hugmyndinni um konu
sem býr í geimnum og er nokk-
urnskonar geimvera,“ segir Ragna
Sigríður sem sótti innblástur til
framtíðarinnar. Sterk form, áferðir
og tæknileg efni eins og silfrað leð-
ur undirstrikuðu áhugaverða og
sterka framtíðarsýn.
Ragna notaði íslenskt leður í lín-
una frá Loðskinni á Sauðarkróki
sem hún lét filma
og lita fyrir sig.
„Bleiki liturinn í
línunni kom á
óvart. Það gerðist
óvænt. Ég er ekki
mikið fyrir bleikan
lit en er mjög
ánægð með út-
komuna þar sem
liturinn vann vel með heildinni án
þess að vera væminn.“
RAGNA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR
Áhugaverð framtíðarsýn
Ragna Sigríður
Bjarnadóttir
Bleiki liturinn
vann vel með
heildinni.
Víð, silfruð
leðurkápa
og áhuga-
verð smáat-
riði.
www.gilbert.is