Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.4. 2014 Matur og drykkir Ö rvar Bessason hefur verið á sjó sem kokkur meira og minna í 19 ár. Hall- grímur Sigurðarson er mat- reiðslumeistari til tveggja ára- tuga og þeir hafa nú tekið höndum saman um rekstur veit- ingastaðar við Hafnarstræti þar sem Örkin hans Nóa hefur verið til húsa; lengst af húsgagna- verslun en einnig matsölustaður og vinnustofa myndlistar- mannsins Kristjáns Eldjárns Jó- hannessonar hin síðari ár. Stað- urinn ber sama nafn en verður kallaður Noa’s Seafood á út- lensku. „Þetta er gamall draumur sem ekki var hægt að sleppa,“ segir Hallgrímur við Morgunblaðið. Hann verður veitingastjóri á staðnum en Örvar ræður ríkjum í eldhúsinu. Hallgrímur var mat- reiðslumeistari á veitingastaðnum 1862 Bistro í menningarhúsinu Hofi frá stofnun og er áfram einn eigenda þar á bæ, en varð að endurskipuleggja líf sitt eftir alvarlegt vélsleðaslys í fyrravor. Var einmitt í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um þá reynslu síðsumars í fyrra. „Ég get ekki verið standandi á kokkavaktinni,“ segir hann. „Örvar er því í aðalhlutverki en við vinnum þetta saman. Hann er örugglega smeykur um að ég verði með puttana í fleira en veitingastjórninni! Ég fæ að minnsta kosti að vera á kant- inum og smakka.“ Þeir kynntust þegar báðir störfuðu á veitingastaðnum Frið- riki V á sínum tíma og varð vel til vina. „Hugmyndin er sú að halda áfram með það sem var hér fyrir en taka það skrefi lengra,“ segir Örvar. „Hér verð- ur boðið upp á ferskasta fisk á Norðurlandi, eldaðan og borinn fram í pönnu. Við verðum þó ekki bara með fisk; íslenska lambið verður í heiðursessi eins og því ber.“ Félagarnir leggja áherslu á mat úr héraði, sem og norð- lenskan bjór. „Mjög margir góð- ir matvælaframleiðendur eru á Norðurlandi. Við verðum með hráefni frá þeim.“ Sjóarinn Örvar er vanur því að elda fisk. Byrjaði ungur: „Pabbi var kokkur á Hótel Blönduósi og þar stóð ég uppi á kókkassa og flakaði silung og steikti níu ára gamall. Það var mitt fyrsta starf. Þegar ég var á sjónum eldaði ég fisk einu sinni á hverjum einasta degi.“ Einn og hálfur mánuður er síðan Örvar hætti á sjó: „Það liggur beint við þegar maður kemur í land að elda á Örkinni hans Nóa!“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson FJÖLBREYTNIN EYKST Á AKUREYRI Sjávarfang í Örk Nóa HÚSGAGNAVERSLUNIN ÖRKIN HANS NÓA HEFUR VERIÐ REKIN Á AKUREYRI UM ÁRABIL, MATSÖLU- STAÐUR VAR SETTUR Á LAGGIR Í HLUTA HÚNÆÐISINS FYRIR NOKKRUM MISSERUM EN NÚ ER MATURINN, AÐALLEGA SJÁVARFANG, Í AÐALHLUTVERKI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Kristján Eldjárn Jóhannesson, Örvar Bessason matreiðslumaður og Hallgrímur Sigurðarson veitingastjóri. Fyrir fjóra. 800 g saltfiskur - Örvar notar hráefni frá Ektafiski. Veltið fiskinum upp úr hveiti krydduðu með pipar, dilli og estragoni. 2 meðalstórir laukar, sneiddir frekar gróflega 200 g soðið smælki Ólífur og hvítlaukur eftir smekk, saxað niður Konfekttómatar skornir í tvennt 1 dós saxaðir tómatar Basillauf Aðferð Bræðið smjör á pönnu. Setjið saltfiskinn á pönnuna þegar smjörið fer að krauma, snúið roðinu upp. Bætið laukn- um við og steikið í u.þ.b. 3 mínútur. Snúið þá fisk- bitunum við og bætið smælki, ólífum og hvít- lauk við og steikið í um það til 2 mínútur til við- bótar. Þá er einni dós af söxuðum tómötum bætt við og látið krauma í 2-3 mínútur. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Skreytið með konfekttó- mötum og basil, berið fram í pönnunni. Saltfisk- panna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.