Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Síða 41
27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 O pinberar heimsóknir kóngafólks eru nú aldeilis eitt- hvað sem kryddar tilveru royalista. Að geta fylgst með klæðaburði, fasi, hárgreiðslum og háttalagi þess sem er í mestu uppáhaldi er nú bara eins og að fá magnesíum-sprautu hjá heimilislækninum. Sál royalistans lyftist upp og hann fær aukinn lífskraft. Katrín hertogaynja af Cambridge og Vil- hjálmur eiginmaður hennar hafa svo sann- arlega verið hress í sinni opinberu heim- sókn í Ástralíu. Hún hefur skartað hverjum kjólnum á fætur öðrum og svo er kápusafn hertogaynjunnar ekki með lak- asta móti. Um klæðaburð eiginmanns hennar er minna hægt að segja enda er hann ekki nærri því jafnspennandi og hún. Þar sem ég lá yfir myndum inni í erlenda myndabankanum sem ég hef aðgang að áttaði ég mig á því að það er alveg sama í hvað hertogaynjan fer – allar flíkur leggja of- uráherslu á mittislínuna. Svo sést hún aldrei í föt- um sem smellpassa ekki á hana. Það er allt úthugsað og útpælt, ekkert gúlpast kjánalega á einhverjum vandræðalegum stöðum. Föt hertogaynjunnar eru þannig að það er alveg sama í hvaða stellingu hún er – fötin líta vel út. Mér er þetta dálítið hugleikið því ís- lenskar konur gleyma allt of oft að klæðast bara fötum sem klæða þær. Stundum hef ég það á tilfinningunni að þráin eftir því að eignast eitthvað nýtt taki völdin í stað þess að konan velji af kostgæfni og vandi valið. Oft er nefnilega mun betra að nota bara gömlu fötin sín, ef þau klæða mann, en að kaupa eitthvað nýtt – bara til að vera í nýju. Það sem er líka dálítið hamlandi hérlendis er hvað það er lítið úrval. Stundum finnst mér ekki vera til neitt nema víðar skyrtur og níðþröngar buxur. Ég hef haft það á tilfinningunni að það sé eins og inn- kaupafólk haldi að konur vilji ekkert annað. Þær sem eru með svipaðan vöxt og hertogaynjan lenda því í stökustu vandræðum með að finna sér föt því allt er svo vítt um mittið. Sara í Júník fer reyndar ekki í þennan flokk því hún kaupir bara þröng föt á konur. Konur með grannt mitti og mjúk læri verða ekki mjög lögulegar þegar þær eru komnar í víða skyrtu (sem felur mittið) og þröngar buxur. Nema náttúrlega að farið sé í agnarsmáan og vel sniðinn jakka yfir sem vekur athygli á mitt- inu. Hugsið um þetta þegar þið eruð inni í mátunarklefa og reynið að vanda ykkur. Ekki kaupa bara eitthvað af því þið eruð í svo miklu stuði af því það var svo gott veður á sumardaginn fyrsta og ykkur langar í föt í lit. Það er ekkert fengið með því að eiga fullan skáp af ein- hverjum fatatuskum ef þær gera ekkert fyrir mann. Ég meina, hvers virði er það að draga andann ef maður ætlar bara algerlega að sleppa því að vera gordjöss … martamaria@mbl.is Royalistar fá vítamínsprautu Hertogaynjan af Cambridge í kápu frá Michael Kors. Mittislínan er alltaf á sínum stað. Sniðsaumarnir á þessari kápu eru dásamlegir. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi - www.spennandi.com Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 3322 & Innate - frönsk hönnun vor 2014 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Komið og skoðið úrvalið Seljum einnig: Peysur, buxur, pils, leggings o.m.fl.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.