Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Síða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.04.2014, Síða 21
Miðaverð í leikhúsin í erlendum stórborgum getur verið ægilega hátt, í samanburði við íslensk leikhús, en ef þú planar ferðina með nokkrum fyrirvara er hægt er að spara sér nokkra þúsundkalla með því að eyða dálitlum tíma á internetinu. Margar vefsíður selja miða á sýningar víða um heim, sem og ein- staklingar á e-bay eða Facebook-síðum og slíku og þarf þá að gæta sín á svindlurum. Þar gildir þumalputtareglan að ef það „hljómar of vel til að vera satt“ þá er það sennilega ekki satt! Varist vefsíður þar sem himinhá þjónustugjöld bætast ofan á miðaverðið, þau ættu að auki aldrei að vera hærri en 25% þess sem miðinn kostar. Ein vinsælasta miðasölusíðan fyrir flestar borgir er www.ticketmaster.com (co.uk fyr- ir Bretland) og www.timeout.com og ekki síst á www.tkts.com (Lond- on) og www.tdf.org (New York) en þar er engu smurt aukalega á mið- ana sem koma í sölu. Það góða við leikhúsin í útlöndum er að þar eru miðarnir verðlagðir eftir því hversu góð sætin eru svo verðflokkarnir eru yfirleitt nokkrir. Og hægt er að skoða sætaskipan á flestum vefsíðunum svo ef þér finnst ekki aðalatriði að sitja á fremsta bekk geturðu fengið miða á lægra verði. Sum sæti eru sérstaklega merkt „Restricted view“ (tak- markað útsýni) og eiga í öllum tilfellum að vera talsvert ódýrari en önn- ur. Útsýnið frá þeim er hins vegar ekki endilega alveg glatað svo ef þér er sama þótt að eilítið horn á handriði beri fyrir annan endann á svið- inu geturðu e.t.v. notið leiksýningar fyrir mun minni pening en sessu- nautur þinn. Ef miðar eru keyptir í anddyri leikhúsa er starfsfólkið vanalega mjög hjálplegt og getur útskýrt í hverju hið „takmarkaða útsýni“ felst og hjálpað við að meta hve slæmt/gott sætið er. Í leikhús á síðustu stundu Ef þú ákveður að skella þér í leikhús á síðustu stundu, eða það er hreinlega uppselt á sýninguna sem þig langar á marga mánuði fram í tímann, þá er hægt að nýta sér vefsíður á borð við www.lastmin- ute.com til að finna leikhúsmiða sem fara í sölu með stuttum fyrirvara, og þá oft á sanngjörnu verði. Einnig selja flest leikhúsin ósótta miða eftir hádegi á sýningardegi svo þeir sem hafa tíma til þess geta prófað að fara í röðina þar. En þá er vitaskuld ekki hægt að gera neinar kröfur um sætaval, verð eða fjölda miða, annað hvort stekkur maður á það sem býðst eða sleppir því. Miðar keyptir á netinu AFP 27.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Flestir kannast við West End-leikhúshverfið í Lond- on, oft kallað „Theatreland“ (Leikhúsland) þar sem stærstu og vinsælustu sýningarnar eru settar upp, flestar í gömlum og glæsilegum leikhúsum. Þar ganga stórar sýningar ár eftir ár og reiða sig á vinsældir meðal ferðamanna í borginni. Þannig hefur ABBA- söngleikurinn Mamma Mia! verið í sýningu á West End í 15 ár og Vesalingarnir (Les Misérables) gengið þar lengst allra söngleikja, í tæp 30 ár. Það er alltaf líf og fjör á West End, líka á sumrin, og hægt að fara á sýningar að degi til (matinée-sýningar) ef það hentar betur inn í ferðaplanið. Þótt ekki sé alltaf gaman að klæða sig upp fyrir leikhús er þess alls ekki krafist á West End og algengt að ferðamenn séu bara á stuttbuxum og bol og jafnvel með lítinn bakpoka meðferðis. Það ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Leikhúslandi en þar eru um 40 leikhús sem sýna langt í frá eingöngu vinsæla söngleiki, heldur einnig sígild verk eftir þekktustu leikskáld heims og skarta oft einhverjum vinsælustu leikurum samtím- ans, þannig steig Jude Law nýlega á svið sem Hinrik V. Hins vegar eru fjölmörg leikhús utan West End ekki síður þekkt og áhugaverð eins og t.d. Almeida- leikhúsið í Angel-hverfinu, sem hlaut Olivier- verðlaunin nýlega á uppskeruhátíð London- leikhúsanna. Á suðurbakka Thames-árinnar er svo t.d. Shake- speare’s Globe og svo sjálft konunglega þjóðleik- húsið, sem áður var hýst í The Old Vic-leikhúsinu skammt frá, í nágrenni Waterloo-lestarstöðvarinnar. The Old Vic á sér litríka og erfiða sögu en hefur á síðustu árum endurheimt sinn fyrri ljóma og skartar reglulega stórum nöfnum í leikhúsheiminum. Þá er leikhúsið í samstarfi um að setja upp minni leiksýn- ingar og listgjörninga í The Old Vic Tunnels, gömlum lestargöngum undir Waterloo-lestarstöð- inni. Og flestir Íslendingar þekkja The Young Vic, sjálfstætt leikhús sem er runnið undan rifjum leiklist- arskóla The Old Vic, en þar er lögð áhersla á meiri fjölbreytni og tilraunastarfsemi í uppsetningum og hefur m.a. Vesturport sett þar upp sýningar. LONDON 590 3000 wowtravel@wowtravel.is Menningarferð til Varsjár og Kraká 1.-8. ágúst 2014 Verð frá: 149.900 kr. Fararstjóri:Óttar Guðmundsson læknir og rithöfundur. Í ferðinni kynnir Óttar fyrir gestum sínum sögu, menningu, listir og mannvirki þessara borga, sem hafa þolað bæði súrt og sætt og er saga þeirra oft á tíðum ótrúleg. BÓKAÐU Í TÍMA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.