Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. M A Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  115. tölublað  102. árgangur  ÆTLAR AÐ BÚA TIL MINNINGAR MEÐ FJÖLSKYLDUNNI MÆÐGUR OPNA SAMAN KAFFIHÚS LEIKUR ALLRA ÓTRÚLEGA TILÞRIFAMIKILL LIFANDI TÓNLIST 10 VONARSTRÆTI 88SUMARIÐ ER TÍMINN 62 Afstaða alþjóðlegra stofnana og dómstóla gagnvart vernd heimild- armanna er skýr og er hún sett í beint samhengi við ákvæði mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um frelsi fjölmiðla. Í rannsókn á leka gagna í máli hælisleitanda hefur lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu farið fram á að mbl.is gefi upp heimildir sínar. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í fjölda slíkra mála. Í einum dómi segir að vernd heim- ilda í blaðamennsku sé „eitt af grundvallarskilyrðum frelsis fjölmiðla“. Í leiðbeiningum Evrópuráðsins um það hvenær rétturinn til að vernda heimildarmenn eigi að víkja segir að mannslíf þurfi að vera í húfi, koma megi í veg fyrir alvar- legt afbrot eða málið varði máls- vörn manns, sem sakaður sé um alvarlegt afbrot. kbl@mbl.is »42 Brýnt fyr- ir frelsi fjölmiðla  Vernd heimilda talin lykilatriði Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Staðfesting á vinnu, sakavottorð og upplýsingar um skuldastöðu ásamt ýmsu öðru, sem ekki er skylt að gefa upp, er meðal þess sem leigutakar eru krafðir um af leigusala ef þeir vilja eiga möguleika á að fá húsnæði til leigu. „Leigusalar fara jafnvel fram á að leigjandi skili húsnæði nýmáluðu, en það er skýrt í húsaleigulögum hver á að sjá um viðhald fasteignar,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson formað- ur Samtaka leigjenda. Ástandið á leigumarkaði hafi orðið sérlega slæmt síðasta haust og farið versnandi síðan. Framboð húsnæðis sé lítið og örvænt- ing leigjenda mikil. Því geti leigusalar komist upp með ýmislegt. Jóhann segir samtökin fá margar kvartanir inn á sitt borð, þær snúi m.a. að framangreindum kröfum leigusala og háum tryggingum sem leigutaki þarf að reiða fram. Dæmi séu um að leigusalinn neiti að greiða trygginguna til baka þegar leigu- samningi er sagt upp, hann búi til tjón eða segist hafa eytt tryggingafénu og geti ekki borgað það til baka. Þá sé kvartað yfir því að fólk leigi út hús- næði sem það eigi ekki og segir Jóhann leigjendur þurfa að fylgjast vel með hver sé skráður fyrir fast- eigninni. Lítið að gera hjá leigumiðlurum „Fólk er farið að selja sig á ýmsan hátt með von um húsnæði og leigusal- ar eru farnir að setja ákvæði í leigu- samninga sem standast ekki húsa- leigulög,“ segir Svanur Guðmunds- son, formaður Félags löggiltra leigumiðlara. Þrátt fyrir stækkandi leigumarkað er orðið minna að gera hjá löggiltum leigumiðlurum. Ástæð- an er lítið framboð á eignum til leigu. Þeir fái aftur á móti margar fyrir- spurnir frá leigutökum um laust hús- næði og brot á réttindum. Jóhann og Svanur segjast báðir vita til þess að jafnvel atvinnuhús- næði sem er leigt út til einstaklinga sé umsetið og þar inn séu komnir ein- stæðir foreldrar með börn. Svo mikil sé örvæntingin. Örvænting leigjenda mikil  Leigusalar setja ákvæði í leigusamningana sem standast ekki húsaleigulög  Leigutakar láta ýmislegt yfir sig ganga í von um að fá húsnæði til leigu Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í Hafnarfirði er fall- inn samkvæmt nýrri skoðanakönn- un Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Sam- fylkingin tapar miklu, fer úr 40,1% árið 2010 í 24% núna. Flokkurinn fær þrjá bæjarfulltrúa í stað fimm. Vinstri græn tapa einnig miklu fylgi, fá 8,2% í stað 14,6% árið 2010, en halda sínum eina fulltrúa. Björt framtíð og Píratar verða sigurvegarar kosninganna sam- kvæmt könnuninni. Hvorugur flokk- anna hefur áður boðið fram til sveit- arstjórnar. Fylgi Bjartrar framtíðar mælist 20,4% sem gefur tvo bæj- arfulltrúa. Píratar eru með 8,1% fylgi sem tryggir þeim einn mann í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn verður stærsti flokkurinn í bænum en tap- ar talsverðu fylgi og missir einn bæjarfulltrúa. Fylgi hans mælist 31,6% en var 37,2% fyrir fjórum ár- um. Fær flokkurinn fjóra bæjarfull- trúa. Könnunin var gerð 5. til 11. maí. Af heildinni voru 17% þátttakenda óákveðin í afstöðu sinni. »44-45 Meirihlutinn fallinn í Hafnarfirði  Mikið fylgistap Samfylkingarinnar  Björt framtíð og Píratar með fulltrúa Sjálfstæðisflokkurinn 31,6% Samfylkingin 24,0% Björt framtíð 20,4% Vinstri - græn 8,2% Píratar 8,1% Framsóknarflokkurinn 7,1% Annar flokkur eða listi 0,6% Fylgi flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 5.-12. maí 2014 31,6% 24,0% 20,4% 8,2% 8,1% 7,1% 0,6% ÍBV varð í gærkvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Hauk- um í magnþrungnum úrslitaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði, 29:28. Haukar voru fjórum mörkum yfir um skeið í seinni hálfleiknum en Eyjamenn sneru því við af mikilli seiglu og Agnar Smári Jónsson, sem skoraði 13 mörk í leiknum, gerði sigurmarkið þegar tæplega hálf mínúta var eftir. ÍBV vann þar með einvígi liðanna, 3:2. Stemningin á Ásvöllum var ólýsanleg og mikill fjöldi Eyjamanna fagnaði sigrinum í leikslok. »4 og Íþróttir Eyjamenn Íslandsmeistarar í fyrsta skipti Morgunblaðið/Eggert  Tólf skemmti- ferðaskip hafa viðkomu í Grímsey í sumar, þrefalt fleiri en á síðasta ári. Þótt skipin séu ekki meðal þeirra stærstu þarf að ferja far- þegana í land með bátum svo þeir geti gengið norður fyrir heimskautsbaug. Viðkomum skemmtiferðaskipa í höfnum Ís- lands fjölgar verulega frá síðasta ári. Þannig er reiknað með 89 komum skipa til Reykjavíkur á móti 80 á síðasta ári. Áætlað er að 98 þúsund farþegar verði á skipunum. »28 Tólf skemmtiferða- skip til Grímseyjar Skemmtun Skipin koma víða við.  Alls seld- ust 173 nýj- ar bifreiðar af gerðinni Mercedes- Benz, BMW, Audi , Jagu- ar og Land Rover á fyrstu fjórum mánuðum ársins, borið saman við 140 í fyrra. Sala á Mercedes-Benz eykst mikið milli ára, fer úr 64 bílum í 99 bíla. Samanlagt seldust 2.543 nýir bílar þessa mánuði í ár, samanborið við 2.079 nýja bíla þá mánuði í fyrra. Það jafngildir 22,3% aukn- ingu í sölu milli ára. »14 Sala á lúxusbílum eykst milli ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.